Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 80
56 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR NFL Leikstjórnandinn Michael Vick er laus úr fangelsi og hefur samið við Philadelphia Eagles. Hann mun leika með liðinu næstu tvö árin. Vick fær 1,6 milljónir dala fyrir fyrra árið en gæti fengið 5,2 milljónir fyrir seinna árið sam- kvæmt heimildum ESPN. Vick er af mörgum talinn einn hæfileikaríkasti leikmaður NFL- deildarinnar frá upphafi. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2001 og var um tíma launa- hæsti leikmaður NFL-deildar- innar. Hann var síðan dæmdur til fangelsisvistar árið 2007 fyrir að skipuleggja hundaat, rækta hunda til slagsmálanna og fara illa með hundana. Eftir að hann var látinn laus fékk hann aftur leyfi til þess að spila í NFL-deildinni. Ekki veit- ir honum af þar sem hann varð gjaldþrota í fangelsinu. Vick mun keppa við hinn öfl- uga Donovan McNabb um sæti í byrjunarliði Eagles en McNabb hefur leitt Eagles fimm sinnum í úrslit Þjóðardeildar og einu sinni í Super Bowl. McNabb er nýbúinn að gera nýjan samning við Eagles og Vick mun því líklega byrja á bekknum en nærvera hans þar mun halda McNabb á tánum. McNabb sagðist hafa hvatt félagið til þess að gera samning við Vick og er hæstánægður með komu hans þangað. Hann segir alla eiga skilið að fá annað tækifæri og segir að vel verði tekið á móti Vick í herbúð- um Eagles. - hbg Michael Vick: Snýr aftur í liði Philadelphia MICHAEL VICK Verður ekki gjaldþrota miklu lengur. NORDIC PHOTOS/GETTY NFL Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, hefur skrif- að undir nýjan sex ára samning við félagið sem er metinn á 97 milljónir dala. Manning ætti að fá 15,3 milljónir dala á ári næstu sex árin. Hinn 27 ára gamli Manning er þar með orðinn launahæsti leik- maður deildarinnar. Manning átti eitt ár eftir af gamla samningnum en vildi ólmur vera áfram hjá liðinu sem hann leiddi óvænt til sigurs í deildinni árið 2008. Manning fær 9,4 milljónir dala á þessu ári en síðan hækkar hann rækilega í launum. - hbg Eli Manning: Launahæsti leikmaður NFL ELI MANNING Á fyrir salti í grautinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það á ekki af knattspyrnu- liði Grindavíkur að ganga. Alls hafa nú ellefu leikmenn lagst í bólið veikir og tveir leikmenn hafa fengið það staðfest að þeir séu með svínaflensu. Það eru þeir Óli Stefán Fló- ventsson og Zoran Stamenic. Scott Ramsay slapp og er ekki með svínaflensuna. Þeir Jósef Krist- inn Jósefsson og Eysteinn Húni Hauksson eru nýjustu menn til að veikjast. „Við erum búnir að senda vott- orð frá lækni til KSÍ vegna veik- indanna. Þar kemur fram að þeir séu óvinnufærir fram á næsta fimmtudag,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, formaður knatt- spyrnudeildar Grindavíkur. KSÍ varð við ósk Grindavík- ur í gær um að fresta leik liðsins gegn ÍBV sem átti að fara fram á sunnudag. Grindavík á svo leik gegn Fram á miðvikudag og gæti vel farið svo að Grindavík þyrfti einnig að fara fram á frestun á þeim leik. - hbg Tvö staðfest svínaflenstutilfelli hjá Grindavík: Ellefu leikmenn liggja veikir heima VEIKINDI Meirihluti leikmanna Grindavíkur er veikur þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EINSTAKT SAFN LAGA SEM FULLKOMNAR BLUE LAGOON UPPLIFUNINA ÚTGÁFU- TÓNLEIKAR Frá kl. 14.00-16.00 Í Bláa Lóninu í dag DJ MARGEIR Nýtt í Skífunni! 2CD TÓNLIST DVD Laugavegi · Kringlunni www.skifan.is titlar fást í Skífunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.