Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 15.08.2009, Qupperneq 81
LAUGARDAGUR 15. ágúst 2009 57 FÓTBOLTI Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir í samtali við Daily Mail að hafa á stundum sagt ósatt í fjölmiðlum þegar leik- menn hans hafa lent í vafasömum atvikum á vellinum. Wenger segist hafa notað þá taktík að segjast ekki hafa séð hlutina þegar hann hafi hreinlega ekki getað varið sinn leikmann. „Það er af því að maður er að hugsa af hverju í fjandanum leikmaðurinn hafi gert þetta. Þá getur maður ekki útskýrt málið í fjölmiðlum. Stundum hef ég séð atvikin en sagt í viðtölum að ég hafi ekki séð þau til að vernda leikmanninn,“ sagði Wenger. „Þjálfari er til þess að hjálpa. Hann verður að hugsa að ef hann hjálpar á réttan hátt munu leik- menn bregðast vel við því sem hann gerir.“ - hbg Arsene Wenger: Viðurkennir að hafa sagt ósatt ARSENE WENGER Segir ekki alltaf satt. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Birkir Sveinsson, móta- stjóri KSÍ, staðfesti í gærkvöld að leik KS/Leifturs og Hamars í 2. deildinni hafi verið frestað vegna veikinda leikmanna Hamars en leikurinn átti að fara fram í dag. „Það eru einhverjir leikmenn greindir með svínaflensu hjá Hamri en margir eru veikir og ekki greining komin hjá þeim öllum. Þetta virðist vera svipað tilfelli og hjá Grindavík,“ segir Birkir. Birkir segir ekki fleiri tilfelli hafa komið inn á borð til sín að svo stöddu. „Eins og staðan er núna hafa ekki fleiri beiðnir borist okkur en þessar tvær frá Grindavík og Hamri en við erum við öllu búnir. Mótanefndin hefur annars ákveð- ið hvaða forsendur þurfi að liggja á baki því að frestun leikja fáist og það er ef verulegt skarð er höggvið í leikmannahóp liðanna,“ segir Birkir. Guðmundur Valgeir Ásgeirs- son, formaður Hamars, staðfesti við Fréttablaðið að níu byrjunar- liðsmenn félagsins væru veik- ir og þar af tveir þegar greind- ir með svínaflensuna en nokkrir aðrir bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum. - óþ Mótastjóri staðfestir frestun: Svínaflensa hjá Hamarsmönnum MÓTASTJÓRI Birkir Sveinsson hjá móta- nefnd KSÍ hefur í nógu að snúast þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL HANDBOLTI Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í handbolta luku keppni á HM í Egyptalandi í gær með 39-38 sigri gegn Hollandi í tvíframlengdum leik. Anton Rún- arsson skoraði sigurmark Íslands þegar nokkrar sekúndur voru eftir af seinni framlengingunni. Mörk Íslands skoruðu Ólafur Gústafsson 10, Rúnar Kárason 10, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5, Orri Freyr Gíslason 4, Ásbjörn Frið- riksson 3, Þröstur Þráinsson 2, Oddur Grétarsson 2, Anton Rún- arsson 1, Andri Heimir Friðriks- son 1 og Guðmundur Árni Ólafs- son 1. Í markinu varði Sveinbjörn Pétursson 12 bolta og Aron Rafn Eðvarðsson 8. „Það var mjög ljúft að enda þetta með stæl fyrst við vorum að keppa um þetta sæti. Við byrjuðum leik- inn betur en svo var þetta bara í járnum allan tímann og ég er ánægður með spilamennsku liðs- ins. Við renndum dálítið blint í sjó- inn fyrir keppnina en það er búinn að vera mikill stígandi í leik liðs- ins. Varnarleikurinn hefur verið okkar helsti styrkur í keppninni en við lentum í vandræðum sóknar- lega. Það hefur samt verið að slíp- ast mikið,“ segir Heimir Ríkarðs- son, þjálfari liðsins. Með sigrinum varð Ísland í 13. sæti og vann svokallaðan forseta- bikar en tólf efstu liðin í riðlunum fóru áfram í milliriðil. - óþ U-21 árs landslið Íslands varð í 13. sæti á HM: Endaði með stæl ÖFLUGUR Rúnar Kárason átti góðan leik gegn Hollandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.