Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 15.08.2009, Blaðsíða 86
62 15. ágúst 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. endafjöl, 6. þys, 8. skáhalli, 9. var- kárni, 11. samanburðart., 12. hestur, 14. ástaratlot, 16. býli, 17. sarg, 18. annríki, 20. samtök, 21. land í Asíu. LÓÐRÉTT 1. korntegund, 3. frá, 4. brjósthimna, 5. gæfa, 7. biðja innilega, 10. blekk- ing, 13. spil, 15. seytlar, 16. ófarnaður, 19. nafnorð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gafl, 6. ys, 8. flá, 9. gát, 11. en, 12. gráni, 14. blíða, 16. bæ, 17. urg, 18. önn, 20. aa, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. bygg, 3. af, 4. fleiðra, 5. lán, 7. sárbæna, 10. tál, 13. níu, 15. agar, 16. böl, 19. no. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Um 3.000 manns. 2 Mjóafjarðarbrú. 3 Geirfuglarnir. Davíð Berndsen Aldur: 24 ára. Búseta: 101 miðbærinn. Starf: Tónlistarmaður og hljóð- maður. Stjörnumerki: Vatnsberi. Fjölskylda: Bróðir minn, Viðar Berndsen, og svo mamma og pabbi. Davíð Berndsen hefur vakið athygli fyrir myndbandið við lagið Supertime. Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur − Hafnar- húsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýj- ustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. septem- ber og undirbúningur er því á loka- stigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smá- smíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verk- um leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningar- salnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía. - hdm Friðrik Þór og von Trier í startholunum STÓR VERK Hér er ein mynda Friðriks, fræg sena úr Börnum náttúrunnar. Kínverskir verktakar halda verkinu uppi, en það er 2,80 sinnum 3,20 metrar að stærð. „Við munum auglýsa eftir þátt- takendum auk þess sem við sér- veljum nokkra,“ segir Pálmi Guð- mundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Það stendur mikið til á Stöð 2 sem horfir nú fram á risavaxið verkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Tekist hafa samningar við rétthafa hinna vinsælu sjón- varpsþátta „Wipeout“ – sem áhorf- endur Stöðvar 2 þekkja svo vel – um gerð íslenskrar útgáfu þessara þátta. Fyrir þá sem ekki þekkja ganga þættirnir út á eins konar vatns-leðju-þrautakóng í nokkr- um umferðum og detta keppend- ur út þar til einn stendur eftir sem vatns-þrautakóngur. Tökur fara fram í byrjun október og verða þættirnir á dagskrá Stöðv- ar 2 fljótlega eftir áramót. Ekki verður ráðist í að smíða umgjörð eða þrautabraut hér heldur á að fljúga með þátttakendur til Buenos Aires í Argentínu. Þar er að finna heimsins stærstu þrauta- braut. Þarna eru bandarísku og bresku þættirnir teknir upp. Og sá íslenski. „Aldrei áður hefur íslensk sjónvarpsstöð fengið að taka upp þáttaröð í erlendri sviðs- mynd. Þessir þættir hafa farið sigurgöngu um heiminn þó hug- myndin að þeim sé ekki nema eins og hálfs árs gömul,“ segir Pálmi. Þátttakendur verða hundrað og tuttugu talsins og verður auglýst eftir þeim sérstaklega í lok þessa mánaðar og sitja umsækjendur meðal áskrifenda Stöðvar 2 fyrir. Má búast við því að handagangur verði í öskjunni því þeir fá flug sér að kostnaðarlausu sem og gist- ingu og uppihald í Buenos Aires. Auk þess verða nokkrir þátttak- enda sérvaldir meðal þekktra Íslendinga og Pálmi segir að leitað verði til fólks úr pólitík, skemmti- bransanum, íþróttamanna og kyn- legra kvista sem og hins almenna borgara. Spurður um kostnað segir Pálmi hann verulegan, á því sé engin launung, en samt sé það svo að talsvert ódýrara sé að vinna þætt- ina úti í Argentínu og flytja mann- skapinn út en smíða leikmyndina hér heima. „Við byggjum loft- brú milli Keflavíkur og Buenos Aires,“ segir Pálmi. Í þáttunum leika kynnar stórt hlutverk og er ekki búið að ganga frá neinu í þeim efnum. Verið var að ganga frá samningum og nú er verið að skipa í hlutverk. En eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur valið á milli þeirra tveggja dúetta sem Stöð 2 hefur reitt sig hvað helst á að undan- förnu: Sveppa & Audda eða Simma & Jóa. jakob@frettabladid.is PÁLMI GUÐMUNDSSON: FLÝGUR MEÐ ÞÁTTTAKENDUR TIL BUENOS AIRES Íslenskt Væpát í Argentínu SJÓNVARPSSTJÓRINN OG HELSTU STJÖRN- UR STÖÐVARINNAR Munu allir koma að hinu risavaxna verk- efni sem Stöð 2 nú ræðst í með að fljúga vel rúmu hundraði Íslendinga til Argentínu þar sem tekin verður íslensk útgáfa af hinum vinsælu Væpát-þáttum. Stöðvar 2 menn gera sér miklar væntingar til þess að þáttaröðin Ástríður, sem senn verður á dagskrá Stöðvar 2, muni hitta í mark meðal sjón- varpsáhorfenda, svo mjög að nú þegar er verið að leggja drög að framhaldi. Og sitja þær nú yfir því vinkonurnar Ilmur Kristjánsdóttir, sem er í aðalhlutverki, og leikstjór- inn Silja Hauksdóttir. Talsvert er um liðið frá því tökum lauk en eftir- vinnslan hefur tekið tímann sinn. Ókrýnd sultudrottning Íslands, Dísa Anderi- man, stendur tíunda sinni fyrir sérlegri sultukeppni á hinum ágæta útimarkaði í Mosfellsdal. Fréttablaðið fjallaði um það og hinn heillandi heim sultugerðar- innar í frétt í gær – en svo slysalega vildi til að skilja má á fréttinni að keppnin fari fram í dag en ekki 29. þessa mánaðar sem er raunin. Menn hafa þá borð fyrir báru í sultugerðinni en Dísa hefur uppi stór orð um linku annarra sveitar- félaga og getuleysi karlmanna í tengslum við keppnina – en konur í Mosó hafa einokað hana frá upphafi. Nú sér fyrir enda á ritun ævisögu Magnúsar Eiríkssonar sem einlægur aðdáandi Magnúsar, útgefandinn Tómas Hermannsson, skráir. Verklagið hefur verið að þeir keyra um og segulbandið rúllar meðan Magnús segir frá litríkri ævi sinni. Þeir ætla nú um helgina að keyra 1.500 kílómetra, til Hafnar í Hornafirði þar sem haldnir verða tónleikar og aftur á Hallormsstað næsta dag. Slá má á að þeir félagar hafi keyrt um sjö þúsund kílómetra við ritun bókarinnar, sem er líkt og að fara hringveginn fimm sinnum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þeir eru ekki með sama „skets“ og eru með sinn í allt öðru „kons- epti“,“ segir Friðrik Ágústsson, viðskiptastjóri hjá auglýsingastof- unni Jónsson & Le‘macks. Grínatriði sem Steindi Jr. gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Monitor á SkjáEinum þykir svipa til nýrrar sjónvarpsauglýsingar sem Jóns- son & Le‘macks vann fyrir Stöð 2 þar sem Jack Bauer úr þáttun- um 24 kemur við sögu. Í atriðinu hjá Steinda er hann klipptur inn í grimmilega yfirheyrslu þar sem Bauer setur poka yfir hausinn á honum. Bauer er einnig klippt- ur inn í auglýsingu Stöðvar 2 en Friðrik telur að um hreina tilvilj- un sé að ræða. „Þetta er hugmynd sem kom frá okkur á vormánuðum og upptökur hjá okkur fóru fram á miðju sumri,“ segir Friðrik og útilokar að hugmyndin hafi verið fengin að láni frá Steinda. Hann bætir við að svipuð herferð í tengslum við enska boltann hafi hafist fyrir þremur vikum, löngu áður en grínatriðið frá Steinda fór í loftið. Steindi útilokar sjálfur að hafa stolið einu né neinu og telur einnig mögulegt að um tilviljun sé að ræða. „Ég er með nóg í pokahorn- inu og ég þarf ekkert að vera að stela af neinum,“ segir hann. Steindi var boðaður á fund hjá Jónsson & Le‘macks í gær þar sem farið var yfir málið og skildu allir sáttir samkvæmt Friðriki. - fb Íslenskir grínarar hrifnir af Jack Bauer BAUER VINSÆLL Steindi Jr. hefur vakið mikla athygli fyrir grínatriði sín í sjón- varpsþáttunum Monitor. Þar er hann yfirheyrður af Jack Bauer. Sama hug- mynd mun vera notuð í auglýsingu Stöðvar 2. Þar mun Georg Bjarnfreðar- son koma við sögu. Báðir aðilar neita að hafa stolið hugmyndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.