Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 23
ÍSLENZK MENNING
17
En úr því að ég minnist hér á íslenzka tungu og auðg-
un hennar af nýyrðum, get ég ekki stillt mig um að segja,
að ég hefi ekki haft óblandna ánægju að því fyrirbrigði.
Menn taki eitthvert nýyrðasafnið, og sjá: Þetta eru allt
íslenzkanir! Mér hefir oft gramizt, að ekki skyldi vera
hægt að semja söfn nýyrða yfir nýjar íslenzkar hugsanir!
Slík nýyrði, orð til að tákna það, sem sjálfstætt er hugs-
að á íslandi, munu vera til, en þau eru eflaust fá og ekki
mikilsverð. Það er ekki unnt að spá fram í ókomna tím-
ann, en ég er líklega ekki einn um þá ósk, að sú tíð komi,
að íslenzkar hugsanir verði hvorki hægt að orða á nútíðar-
íslenzku né erlendar tungur, heldur þurfi að skapa ný orð
fyrir þær.
Éf hefi minnzt á íslenzkar listir og mál. Ég skal ekki
leyna, að ég mundi ekki telja minna gleðiefni, ef vér Is-
lendingai mættum finna eitthvað sjálfstætt í verklegum
efnum, félagslífi og stjórnmálum, því að óhætt er að
fullyrða, að þar er það einkum, sem á reynir, hversu
sterkt íslendingseðlið er. Einstakur listamaður, sem v i 11
leita íslenzks anda og forðast útlenda venju, getur að
miklu leyti ráðið sjálfur, hverri stefnu hann fylgii'. At-
hafnamaöurinn hugsar auðvitað á allt annan veg, hann
gatur verið stórnýtur maður, þó að þjóðerni sé ekki hans
áhugamál, og hann gildi einu, hvort menningin beri þenn-
an svipinn eða hinn. Fyrir þá sök væru íslenzk afrek á
þessum sviðum ekki síður eftirtektarverð en annarsstaðar.
En þetta, sem ég er nú að ræða, er hinnar líðandi
stundar og mest enn í óvissu. Oss grunar í dag, morgun-
dagurinn og hinir dagamir sýna, hvort það var rétt hug-
boð. Vér sjáum í dag óljós merki — síðar mun koma í
ljós, hvað þau boða. En vér leitum nú að íslenzkum frum-
leik, íslenzku andlegu stjálfstæði, og vér treystum því, að
þar muni heill vor og framtíðargifta.
Ég minntist á frumleik, en frumleikurinn er eins og
konan, það stoðar ekki að elta hana. Þeir menn, sem það
gera, festa ekki hönd á öðru en tómum skugganum. Sá
skuggi er hinn falski frumleikur, óðafárið, að vera um