Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 37
P.ANNSÓKNIR
31
hingað þegai- á landnámsöld, og svo sem fyrr segir, er hún
stunduð hér meira eða minna um 500 ára skeið, að lík-
indum á mjög líkan hátt og í upphafi. En þó mætti vera,
að rannsóknir á leifum járngerðarstöðva hér leiddi í ljós
einhverja þróun, er hér hefði orðið vegna staðhátta eða
sökum þess, að hér hafi efni krafizt einhverrar tilbreytni
um vinnslu. En hvar eru helztu stöðvar jámvinnslunnar
hér á landi? Hvað náði járniðnaðurinn víða? Var hann
Króksdalur.
Horft til suðurs. Smiðjuskógar til hægri. Syðst Helgastaðir.
eins konar heimilisiðnaður, stundaður <.:m allt landið, á
öllum hinum stærri heimilum? Eða vai hann tengdur við
einstök héruð eða landshluta? Þetta er rannsóknarefni,
sem hefir allmikla þýðingu fyrir menningarsögu vora og
avinnusögu, en snertir líka byggingarsögu landsins og
gróðrarsögu. Og hér eru örnefnin mikilsverður leiðarvísir.
Það er ljóst, að rauðablástur varð ekki stundaður nema
þar sem skógar voru, eða a. m. k. eigi langt aðdrátta um
viðarkol. Örnefni eins og Smiðjuskógur, syðst í Króksdal,
um 40 km. suður frá fremstu byggð í Bárðardal, segir
okkur einkennilega sögu um gróðurfar og mannavist
lengst inni á öræfum, þar sem nú er auðn og gróðurleysa.
Minnjar jámgerðar suður við Kiðagil, enn miklu sunnar,