Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 35
RANNSÓKNIR
29
við um Svía og Norðmenn, sem rekja eiga sögu sína aftur
í gráa forneskju og haldið hafa tungu sinni að stofni til
frá ómuna tíð. Þegar af þessari ástæðu hafa sænskir og
norskir málfræðingar lagt hina mestu stund á rannsókn-
ir örnefna.
En örnefnin hafa aðra sögu að segja en sögu tung-
unnar. Nær því um allar greinar menningarsögunnar hafa
örnefnin sitthvað að segja. Þess var áður getið, að pró-
fessor Magnus Olsen og Elias Wessén docent — svo nefnd
sé dæmi — hafa rakið merkilegan fróðleik um fornan
átrúnað Svía og Norðmanna af örnefnum. En um það efni
hafa menn annars heldur fáar heimildir. Hefir tekizt að
sýna á þann hátt hvaða goð hafi helzt tignuð verið í hverj-
um landshluta. Og af afstöðu hofanna hvers til annars í
byggðunum hefir sýnt verið með allmikilli vissu, hver goð
fyrst hafi dýrkuð verið og svo hver hafi síðar til komið,
er stundir liðu. Af þessu hefir margt ljósara orðið um
þessi efni en áður og sumt vitnazt af nýju.
Þá hafa örnefnarannsóknir leitt í ljós mikinn fróð-
leik um byggingu eða landnám og þar með þjóðhagi og
félagsskipun. Með rannsókn bæjarnafna og staðhátta í
ýmsum héruðum verður sýnt, hvar byggðin er elzt og
hvaða tegund nafna er tengd við höfuðsetrin, hina fyrstu
byggð, hver breyting verður á heitunum, er byggðin fær-
ist út og þéttist. Má þannig greina ýmis lög í sögr land-
námsins og draga af því ýmsan fróðleik um afetöðu höf-
uðsetra og útlanda, sem vai'par nokkru ljósi yfir samfé-
lag manna og félagsháttu á löngu liðnum tímum1).
x) Engin þjóð getui' hrósað því að eiga viðlíka írásogn um
landnám sitt og vér íslendingar. En þótt Landnámabók sé stór-
merkilegt rit, þá er vaíalaust, að ítarleg rannsókn bæjarnafna
og staðhátta í byggðum landsins á eftir að leiða margt i ljós til
leiðréttingar eða fyllingar fornum frásögnum um landnám og
byggingu hér ó landi frá elztu tið. Prófessor Ólafur Lárusson
hefir gert merkilega tilraun til þess að varpa ljósi yfir bygging-
arsögu Íslands með athugun bæjarnafna. Er ritgerð hans um
þetta efni nýútkomin og næsta athvglisverð, og er hennar því