Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 54
48
SAMVINNAN
þetta, sem nú var neí'nt — nema kannske helzt forngripa-
söfnunina — verður ekki annað sagt, en að það hafi orð-
ið nokkuð í molum. Á það eigi sízt við um söfnun
fræða af alþýðuvörum, enda er það langörðugast viðfangs
— en ef til vill hvað merkilegast. Má því telja víst, að
hér er enn stórmikið starf óunnið.
Sá maður eða þeir rnenn, sem kanna vilja til hlýtar
Eirkjurúst
<á Einarsstöðuin A Þegjandadal, ca. 1100-1300.
íslenzka menningarsögu, eiga í tvær áttir að leita heim-
ilda: í söfn bóka og handrita og til alþýðunnar, sjálfrar
þjóðarinnar, og landsins, sem verksummerkin sýnir. Það,
sem fyrir liggur, er að kanna allt hið skráða efni, safna
og skipa niður öllu hinu óskráða og koma öllu saman í
kerfi. Þá fyrst verður úr því unnið svo, að fullt gagn sé
að. Um hið fyrra, sem söfn og bækur geyma, má kalla,
að eigi sé hætta á að það glatist. Um hitt gegnir mjög
öðru máli. Yfir því vofir hraðfara glötun, og má kalla, að
það sé ofur-einfalt reikningsdæmi að kveða á um það,
hvenær sumt af því og mikill hluti þess týnist gjörsam-
lega.
Veturinn 1928 sendi eg erindi til Alþingis, þar sem