Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 86
80
.1 A M V I N N A N
ar geti ekki verið ódýrari á landi en sjó. Og einmitt
mörg rök hníga að hví, að í framtíðinni muni mannflutn-
ingatæki aðgreinast mjög frá vöruflutningatækj um og
sérstaklega munu menn kjósa að ferðast meir milli hér-
aða á landi heldur en verið hefir og þá auðvitað með
fólksbílum*), eftir góðum vegum. Þetta mun gilda um
flesta landshluta, nema Austfirði og Vestfirði.
Skulu nú leidd nokkur rök að þessu.
Flestar menningarþjóðir keppast að vísu við að full-
komna sem mest vatnavegi um löndin, en allar vatnaleiðir
munu nær eingöngu vera notaðar til vöruflutninga, en
bílar og járnbrautir til mannflutninga. Eru gerðar sér-
stakar ferjur fyrir bíla og járnbrautarlestir yfir breiða
hafarma (dönsku sundin, Eystrasalt o. fl.). Reynslan
sýnir, að þar, sem samgöngutækin eru fullkomnust, kjósa
menn heldur að ferðast á landi en sjó og vötnum. Svo mun
og verða hérlendis. Margir þola illa sjó og munu mikið
vilja til vinna, að losna við kvalir sjóveikinnar. Þá eru og
ferðalög á góðum vegum ekki jafn háð duttlungum nátt-
úrunnar sem sjóferðir, og geta ferðaáætlanir skipanna
raskazt miklu meira en bílanna.
Skipin, sem ganga á milli landsfjórðunga, hljóta ætíð
að vera allstór. Því fer fjarri, að nokkur einstakur farþegi
ráði nokkru um ferðalagið. Aftur á móti hafa bílarnii
þann stóra kost, að þar getur lítið ferðafélag, 3—4
menn eða jafnvel einn farþegi, alveg ráðið ferð sinni, á-
kveðið fararstund og viðkomustaði, ráðið ferðarhraða o.
s. frv.
Flestir þeir, er skipin nota, þurfa að ferðast „til
skips“ eða frá skipi. Eftir því sem vegir batna, myndi
fleiii vilja nota sama farkostinn — bílana — ferðina út,
jafnvel landsfjórðunga milli. Og því fremur sem árlega
*) Ég nota hér atls staðar ,,bíl“ en ekki „bifreið". Bíll er
styttra og fer betur í samsetning orða, hefir fegurri og harðari
íslenzkuhljóm.