Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 101
SAMGÖNGUMÁL
95
allt árið, með hinum nýja vegi„ sums staðar eftir endilöng-
um hreppum, sums staðar fyrir mikinn hluta sveitarinnar.
Má nefna þessa hreppa: Svalbarðsstrandarhrepp, Grýtu-
bakkalirepp, Ilálshrei.-p, Lj ósavatnshrepp, Aðaldælahrepp,
Tjörneshrepp og Svalbar ðshrepp. í stað þess, að þjóðvegur
lá aðeins í námunda við e i n n bæ í Norður-Þingeyjar-
sýslu, lægi nú hin góða akbraut aðalþjóðvegarins
skammt frá gai'ði flestra Norður-Þingeyinga. í stað þess,
að þjóðleið lá áður fjærri öllum kauptúnum, lægi hún um
alla verzlunarstaði sýslunnar: Svalbarðseyri, Húsavík,
Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn.
Efalaust yrði þessi leið, er eg bendi til, miklu ódýrari
fyrir þjóðarheildina heldur en heiðai'leiðin, vegna þess
að vandaða vegi þarf um sveitirnar hvort sem er og við-
hald veganna yrði minna í sveitum en á fjöllum.
Frá Þórshöfn er stutt og lág heiði til Bakkaflóa
(Langanesstrandar) og þaðan er auðsótt til Vopna-
fjarðar yfir Sandvíkurheiði, sem er lág og mishæðalítil.
Myndi sjaldan verða torleiði frá Akureyri til Vopna-
fjarðar, ef vel væri vegað. En þá tekur við örðugur fjall-
garður til Héraðs. Myndi þar oft verða tafir ferðamanna
og ófært vögnum á vetrum. En er á Hérað kemur er
greið leið til Reyðarfjarðar.
I framtíðinni mun Reyðarfjörður taka forystu allra
kauptúna á Austurlandi, vegna þess að til hans eins
fjarðanna verður fær vegur alla tíma árs. Hafa kunnug-
ir menn sagt mér, að litlu meiri snjó legði á Fagi-adals-
veg en á vegi á Héraði, og myndi lítilla endurbóta við
þurfa, svo að bílfært yrði oftast að vetri.
Vegur sá, er eg nú hefi nefnt, yrði a ð a 1 þ j ó ð-
leið allra landsmanna. Þann veg þarf að leggja
á allra næstu árum og vinna á mörgum stöðum í senn,
og vanda svo sem auðið er. Má ekki hika við, þótt dýrt
verði að koma þessari þjóðleið sem fyrst í gagnið og
sameina þá mörgu slitróttu vegar-kafla, sem nú eru
lagðir. Þegar í upphafi þarf vegur þessi að vera vel