Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 93
SAMGÖNGUMÁL
87
sem þjóðvegur, tvo þriðjunga ái'sins. Þar verði aðeins
haldið uppi ó d ý r u m sumarvegi. Aðalvegurinn beygir
enn vestar — vestur í Dali.
SUður-Dalir eru eitt hið allra fegursta og frjósam-
asta landbúnaðarhérað hérlendis. Undirlendi er frá botni
Hvammsf j arðar, breitt og frítt og samfellt, og kvíslast
hinir fimm dalahreppar frá því sem fingur frá lófa. En
svo gerast Dalir nú afskekktir og útilokaðir frá sam-
göngum á sjó og landi, að skýra þarf afstöðu héraðsins.
Á landi girða víðast há fjöll frá öðrum héruðum. Þó
eru á tveim stöðum lágir hálsar og skammir yfir að fara.
Er það Rauðamelsheiði um sýslumörkin að sunnan og
suður í láglendi Hnappdæla, sem er áframhald Mýralág-
lendis. Upp frá hinum sögufræga Laxárdal er einnig ör-
skamwiur og lágur háls — Laxárdalsheiði — yfir að fara
niður að Borðeyri.
Nú er vegur kominn vestur láglendi Mýranna allt að
Rauðamelsheiði, og veg er langt komið að leggja um lág-
lendi Dalanna allt að Búðardal og þaðan um Laxárdal.
Ef nú væri vegur lagður um hina sléttlendu hálsa,
Rauðamelsheiði og Laxárdalsheiði, ynnist það, að þá
fengist samfelldur vegur um láglendi eða mjög lága og
skamma hálsa alla leið frá Reykjavik og norður að Vatns-
skarði milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu. Vegur
þessi er að vísu nokkuð lengi’i en yfir Holtavörðuheiði.
En hverju munar um krókana upp á loftið, brekkurnar,
snjóinn og aurana á hinni löngu og illviðrasömu Holta-
vörðuheiði ?
Reynslan myndi sú, að bílar kysi oftast fremur
krókinn en kelduna. Það gegnir allt öðru máli um vega-
lengdir þegar flutt er eða ferðazt á bílum, heldur en
hestum. Meðan hestar voru aðal-samgöngutækið, var
Holtavörðuheiði sjálfsagt þjóðvegarstæði. Það munar
ekki hesta svo geysilega miklu á hraða ferðar, þótt aurar
sé með köflum, eða brekkur og skaflar. Hestar geta
notfært sér smá-greiða kafla milli, sneytt framhjá tor-
færunum o. s. frv. Allt öðru máli er að gegna með bílana.