Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 96
90
SAMVINNAN
en annars staðar, og allt gert til þess að beyg'ja vegina frá
þeim stöðum, sem mesta leggur skaflana á, þá myndi
báðir þessir fjallvegir oftar en hitt vera bílfærir á vetr-
um, að öðru en því, að moka þyrfti skafla í Giljareit —
eins og póstur verður oft að gera nú.
Voiið og haustið, fram eftir vetri, þegar mestur er
ferðastraumur, yrði háir vegir mjög sjaldan ófærir.
Flestir, sem ferðazt hafa frá Akureyri og austur á
bóginn, mun þykja &ú leið all-torsótt. Fyrst var farin
Vaðlaheiði, þá Fljótsheiði, Laxárdalsheiði, Hólasandur,
Mývatnsöræfi, Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði. Liggur
hin foma þjóðleið alla dali þvera, og er eigi nema örlít-
ill hluti leiðarinnar um byggðir, lengst af er ferðamaður-
inn á fjöllum og öræfum, oftast um og yfir þúsund fet
yfir sjó. Þjóðvegur þessi hinn forni liggur hvergi frá
Skjálfandafljóti að Jökuldal um nokkrar flutningaleiðir
eða alfaravegi héraðanna. Hann krækir öræfin — sunn-
an við alla N.-Þingeyjarsýslu og mikinn hluta Norður-
Múlasýslu. Fyrir stuttu síðan er nokkuð faríð að þoka
vegi þessum til byggða, svo að nú liggur þjóðleið og póst-
leið þvers yfir fleiri dalbotna en áður var, og þá auð-
vitað upp og ofan fieiri fjallahlíðai’. Póstleiðin var flutt
ofan af austuröræfunum og farið um þvert öxarfjarðar-
láglendi, Þistilfjörð og Vopnafjörð, og þverar heiðar þar
í millum.
Nú er að síðustu vöknuð hreyfing u m a ð þ j ó ð-
leiðina beri að leggja alveg eftir byggð-
um Þingeyjarsýslu, því að allar byggðir í Þing-
eyjarsýslu eru í samhengi. Það er hægt að fara frá Ak-
ureyri landveg til Þórshafnar eftir óslitnu láglendi, víðast
um þéttbyggðar sveitir, án þess að leiðin liggi nokkurs-
staðar um fjallgarð, heiði eða háls, eða nokkra aðra tor-
færu, sem illt væri að vega. Skulum við nú líta nánar á
leið þessa.
Fyrst verður fyrir okkur Vaðlaheiði. Fyrir nokkrum
áratugum lá alfaravegur um svo nefndan „Jámlirygg“.
Farið var beint á heiðina þvera. Vegurinn yfir heiðina