Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 71
DANSKUR LANDBÚNAÐUR
65
En töðu fá kýrnar litla á veturna, og þá eigi annað hey
en hálm. Loks eru kartöflurnar. Af þeim er mest ræktað
í sandinum vestan til á Jótlandi og inni á heiðunum.
Það er venja í akuryrkjulöndum að rækta ekki sömu
tegundir ár eftir ár á sama stað. Eitt árið er t. d. sáð rúgi,
næst höfrum, þá fóðurrófum og fjórða árið grasi. Beita
menn ýmsum aðferðum og má víst segja, að hver hafi
Ríómabú í Gammelby á Jótlandi (1800 kýr).
sína kreddu. í fyrri daga var það siður í Danmörku, að
láta jörðina „hvíla sig“ eitt ár, þ. e. plægja, en sá engu, en
nú mun það þykja svipuð óhagsýni og að hafa ærnar sín-
ar lamblausar fjórða hvert ár.
Jörð, sem plægð hefir verið öld eftir öld, er auðvitað
mjög auðunnin, jafnvel þótt gras sé látið gróa á henni
öðru hv'erju. í Danmörku myndi vera erfitt að fá heyja-
torf, enda er þess eigi þörf. Þeir, sem aldrei hafa séð al-
ræktað land, eiga bágt með að gera sér grein fyrir, hver
munur er í raun og veru á því og íslenzku túni. Um svip
slíkra landa skiptir mjög í tvö horn. Gróðurinn lifnar að
vorinu og er rifinn upp að haustinu. Enginn rótarangi
lifir eftir í jarðveginum. Á akri að vetrarlagi er ekkert
annað að sjá en svarta og dauða moldina.
5