Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 91
SAMGÖNGUMÁL
85
Mun þá ekki standa á ríkinu til framlaga, ef Reykjanes-
héruðin og- láglendishéruðin sýna áhuga sinn fyrir járn-
braut með almennri fórnfýsi og framlögum.
En hvort sem við fáum jámbraut austur, eða bíl-
ar, bílvegir og loftferðir taka svo góðum og skjótum
framförum, að við Islendingar getum stokkið yfir jám-
brauaöldina, munu allir sammála um, að eftir að stofn-
uð eru hin miklu mjólkurbú og annar atvinnurekstur
stækkar í austursveitum, sé núverandi ástand vega ó-
hugsandi til frambúðar. Yfir fjallgarðinn þarf
að koma vegur, sem leyfi daglegar sam-
g ö n g u r, h v e r s u s e m v i ð r a r, eða samgöngur
teppist ekki oftar en venjulegt er t. d. með jámbrautir
erlendis. Og áreiðanlega verður vegur þessi endurbættur
eða umbyggður innan skamms, svo að fulltiygg verði um-
ferð á vetrum.
Þegar austur yfir heiðar kemur, tekur við hið mesta
og frjósamasta undirlendi landsins. Þarf ekki orðum að
eyða að því, að ríkið eigi að leggja fram fé til þess að
gera veg austur yfir láglendið að Markarfljóti, veg, sem
sé svo vandaður, svo hár og heppilega lagður, að aldrei
verði ófær.
Þegar kemur að Markarflj óti, mjókkar mjög byggð-
in á undirlendinu, svo varla verður nema. einsett róð
sveita milli jökla og sjávar. Þá breytist og landslag og er
víðast grunnt á möl og grjóti og harðlent og sléttlent,
svo víða mega heita vegir sjálfgerðir, enda er hér minni
þörf upphlaðinna vega, vegna snjóa, en víðast á landinu.
En Eyfellingar og Skaftfellingar hafa meiri þörf annara
samgöngubóta. Þeir hafa meiri brúaþörf en aðrir. —
Eg veit, að brú á Markarfljót er slíkt risafyrirtæki á
okkar mælikvarða, að flestum mun óa við. En hér er
mikið í húfi, ef ekki er aðgert með fyrirhleðslu fljótsins,
og ef fljótinu er markaður bás, er brúin ekki ægileg.
Munu landeigendur og sýslan vilja mikið fram leggja, en
hætta getur verið á meiri landauðn, ef framkvæmdir
dragast.