Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 34
28
S A M V I N N A N
þjóðhagi og háttu ýmsa. Hér liggur næst að nefna sjálfan
Snorra Sturluson sem dæmi þess, að þegar á hans dög-
um hafi sagnamönnum hér á landi verið þetta Ijóst og
hafi þeir haft stuðning af slíku í athugunum sínum,
eigi sízt um fom söguefni, sbr. formála Snorraeddu, um
komu Ása til Norðurlanda: „Urðu þessar ættir fjöl-
mennar, at umb Saxland ok allt þaðan of norðrhálfr
dreifðisk svá, at þeira tunga Asíumanna, var eigin tunga
um öll þessi lönd. Ok þat þykkjask menn skynja mega af
því, at rituð eru langfeðganöfn þeira, at þau nöfn hafa
fylgt þessi tungu, ok þeir Æsir hafa haft tunguna norðr
hingat í heim, í Nóreg ok í Svíþjóð, í Ðanmörk ok í Sax-
land. Ok í Englandi eru fom landsheiti eða staðaheiti,
þau er skilja má, at af annari tungu eru gefin en þessi“.
Það er þá svo sem auðvitað, að örnefnin eru næsta
merkileg fyrir rannsóknir um málfræði og málsögu. Að
visu er alltaf mikill fjöldi örnefna, sem lítið er á að
græða fyrir flestra hluta sakir. En þar er þó að finna
innan um æfafornar máls leifar. í norskum ömefnum
hafa t. d. fundizt orðmyndir, sem talið er að stafi frá
frumþjóð, er þar byggði áður en menn af norrænu kyni
tóku sér þar bólfestu. Má líkja því við nöfn af tungu
Indíána í Ameríku, sem hvítir menn halda og föst eru
orðin í tungu þeirra, löngu eftir að Indíánum var á brott
rýmt. Þannig hafa málvísindin gegn um rannsóknir ör-
nefna átt hlut að því að varpa ljósi yfir frumsögu þjóð-
arinnar, þótt í smáum stíl sé. Hitt er meira um vert,
hver styrkur málssögunni er að örnefnunum. Því að
þrátt fyrir það þótt örnefni hafi að jafnaði tekið
breytingum við breytt málfar landslýðsins, þá
ber ósjaldan svo við, að fmmlegar orðmyndir og forn
merking helzt í ömefnum miklu lengur en annars. Verð-
ur þannig bent á crð og orðstofna í örnefnum, sem
löngu er annars hætt að nota í málinu, en skýrt verður og
skilið með samanburði við aðrar skyldar tungur. Má
jafnvel svo að orði kveða, að ömefni sé einhver elzti
menningararfurinn, sem þjóðunum hefir geymzt. Á það