Samvinnan - 01.04.1930, Page 34

Samvinnan - 01.04.1930, Page 34
28 S A M V I N N A N þjóðhagi og háttu ýmsa. Hér liggur næst að nefna sjálfan Snorra Sturluson sem dæmi þess, að þegar á hans dög- um hafi sagnamönnum hér á landi verið þetta Ijóst og hafi þeir haft stuðning af slíku í athugunum sínum, eigi sízt um fom söguefni, sbr. formála Snorraeddu, um komu Ása til Norðurlanda: „Urðu þessar ættir fjöl- mennar, at umb Saxland ok allt þaðan of norðrhálfr dreifðisk svá, at þeira tunga Asíumanna, var eigin tunga um öll þessi lönd. Ok þat þykkjask menn skynja mega af því, at rituð eru langfeðganöfn þeira, at þau nöfn hafa fylgt þessi tungu, ok þeir Æsir hafa haft tunguna norðr hingat í heim, í Nóreg ok í Svíþjóð, í Ðanmörk ok í Sax- land. Ok í Englandi eru fom landsheiti eða staðaheiti, þau er skilja má, at af annari tungu eru gefin en þessi“. Það er þá svo sem auðvitað, að örnefnin eru næsta merkileg fyrir rannsóknir um málfræði og málsögu. Að visu er alltaf mikill fjöldi örnefna, sem lítið er á að græða fyrir flestra hluta sakir. En þar er þó að finna innan um æfafornar máls leifar. í norskum ömefnum hafa t. d. fundizt orðmyndir, sem talið er að stafi frá frumþjóð, er þar byggði áður en menn af norrænu kyni tóku sér þar bólfestu. Má líkja því við nöfn af tungu Indíána í Ameríku, sem hvítir menn halda og föst eru orðin í tungu þeirra, löngu eftir að Indíánum var á brott rýmt. Þannig hafa málvísindin gegn um rannsóknir ör- nefna átt hlut að því að varpa ljósi yfir frumsögu þjóð- arinnar, þótt í smáum stíl sé. Hitt er meira um vert, hver styrkur málssögunni er að örnefnunum. Því að þrátt fyrir það þótt örnefni hafi að jafnaði tekið breytingum við breytt málfar landslýðsins, þá ber ósjaldan svo við, að fmmlegar orðmyndir og forn merking helzt í ömefnum miklu lengur en annars. Verð- ur þannig bent á crð og orðstofna í örnefnum, sem löngu er annars hætt að nota í málinu, en skýrt verður og skilið með samanburði við aðrar skyldar tungur. Má jafnvel svo að orði kveða, að ömefni sé einhver elzti menningararfurinn, sem þjóðunum hefir geymzt. Á það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.