Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 3
SAMVINNAN 5.-6. heftí MAÍ-JM 1944 XXXVIII. árg. JÓNASJÓNSSON: Dögun eftir dimmar aldir Þjóðin kom sér saman um að láta aldagamlan frels- isdraum rætast á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar nú 1 ár. Fyrir nálega sjö öldum neyddust leiðtogar ís- lendinga til að afsala sér frelsi og fullveldi í hendur yélráðum og slungnum konungi. Sá atburður gerðist á Þingvöllum. Nú var bætt fyrir gamlar þjóðarsyndir og þjóðarógæfu með því að stofnsetja hið nýja lýð- yeldi á Þingvöllum, mesta helgistað þjóðarinnar. Það er rétt á þessum miklu tímamótum í lífi þjóð- .arinnar, að minnast tveggja atriða úr hinni fornu .sögu þjóðarinnar. Fyrst þess, að það var ódauð- legt andlegt þrekvirki af landnámsmönnum, að fylgja svo fast eftir frelsishugsjón sinni, sem raun bar vitni um, stofnsetja á 9. öld þjóðveldi á íslandi, þar sem þá var hvergi í hinum kunna og siðaða heimi um annað stjórnskipulag að ræða, heldur en konungsstjórn, með harðræði og öllum hennar ágöllum. Auk þess var stjórnskipulag hinna fornu íslendinga svo þraut- hugsað og vel samhæft eðli landsins og lundarfari þjóðarinnar, að það stóðst öll áföll í nálega þrjár ald- ir. Og þegar að því kom, að þjóðin gat ekki varið fullveldi sitt lengur, þá gerðu leiðtogar hennar til- tölulegan hagstæðan samning um landsréttindin við sigurvegarann í þessum leik, Hákon gamla Noregs- konung. Þegar litið er á allar aðstæður um miðja 13. ■öld, misskipting auðs og valds í landinu, valdastreitu ■eigingjarnra höfðingja, hina kænu og markvissu sókn Noregskonung, skipaleysi landsmanna og að þeir voru um verzlun og lífsmöguleika raunverulega á valdi Norðmanna, þá verður ekki annað sagt, en að Gamli isáttmáli sé vel gerður samningur fyrir hönd þjóðar, sem verður að gefast upp fyrir andstæðingi, sem hefur lyklana að varnarvirki hennar í höndum sér. Síðan kom dimm og löng nótt erlendrar vanstjórn- ar. Því meira, sem útlendingar höfðu tök á stjórnar- framkvæmdum íslendinga, því ver vegnaði þjóðinni. handinu hnignaði, efnahag hnignaði, atvinnu hnign- aði, menningu hnignaði. Erlendu húsbændurnir arð- rændu landið öld eftir öld. Aðeins örsjaldan, og helzt á tímum dönsku einvaldanna, brá fyrir veikum glampa af „landsföðurlegri“ viðleitni að gera þjóð- inni eitthvað til gagns. En þær tilraunir voru jafnan gerðar með svo mikilli vankunnáttu, að þær breyttu engu um skaðvænleika hinna erlendu stjórna ís- lenzkra málefna. í frelsisbaráttu íslendinga eru glögg tímabilaskipti, vakningatímar og hvíld eða kyrrstaða. Hin fyrsta vakning gerist um og eftir 1830. Þá fer frelsisalda frá atburðum í Frakklandi um mikinn hluta Norðurálfu, nær til Danmerkur og knýr hinn treggreinda og þröngsýna konung Dana, Friðrik 6., til að gefa þjóð- inni fyrirheit um lítilsháttar áhrif af hálfu þegn- anna á stjórn landsins. íslenzkir námsmenn í Kaup- mannahöfn, Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson gerast oddvitar og forgöngumenn í sjálf- stæðisbaráttunni. Jón Sigurðsson gefur þjóðsinni alla orku sína og áhuga í frelsisbaráttunni um nálega 40 ára skeið. Þegar Jón Sigurðsson fellur frá 1879, hefur mikið á- unnizt. Árið 1845 kemur Alþingi saman í fyrsta sinn, ráðgjafarþing að vísu, en þó þýðingarmikil stofnun fyrir þjóðina. Helsi einokunarinnar var brotið 1854, og um 1870 byrja samvinnumenn og íslenzkir kaupmenn að taka íslenzku verzlunina úr höndum Dana. Á þús- und ára hátíðinni 1874 lætur stjórn Dana loks undan síga og heimilar íslendingum takmarkað sjálfsfor- ræði. Alþingi fær löggjafarvald og engin lög gilda á ís- landi um almenn mál nema þau séu samþykkt af Al- þingi. Hins vegar hefur konungur neitunarvald og getur með þeim hætti ógilt hvert frumvarp Alþingis, sem fellur ekki í geð ráðherrum hans í Danmörku. Og stjórn íslenzkra mála er enn í Kaupmannahöfn í höndum dómsmálaráðherra Dana. i: 135

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.