Samvinnan - 01.06.1944, Síða 19
5.-6. HEFTI
SAMVINNAN
/ Fangbrekku 17. júní 1944
LYÐVELDISHÁTÍÐIN
Eftir Guðlaug Rósinkranz
Þegar ákveðið var á Alþingi síðastliðinn vetur, að
gengið skyldi að fullu frá stofnun lýðveldis á íslandi
þann 17. júní, á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, var
jafnframt ákveðið að efna til hátíðaha] da í sambandi
við lýðveldisstofnunina. Nokkru síðar eða þann 10.
marz voru eftirtaldir menn skipaðir eftir tilnefningu
stjórnmálaflokkanna af ríkisstjórninni í hátíðanefnd
til þess að undirbúa hátíðahöldin: Ásgeir Ásgeirsson,
bankastjóri fyrir Alþýðuflokkinn, Guðl. Rósinkranz,
yfirkennari fyrir Framsóknarflokkinn, Einar Olgeirs-
son fyrir Sósíalistaflokkinn og Jóhann Hafsteen fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Alexander Jóhannesson, prófessor
var tilnefndur af ríkisstjórninni og var hann jafn-
framt formaður nefndarinnar.
Nefndin hélt fyrsta fund sinn þann 13. marz, sama
daginn og hún fékk bréfin um nefndarskipunina í
hendur og tók þegar á þeim fundi margar ákvarðanir
um framkvæmdir, er enga bið þoldu, enda var þetta
stuttur tími til stefnu, til undirbúnings stórfelldum
hátíðahöldum. Einkum var þessi undirbúningstími
stuttur, þegar þess er gætt, hve miklir örðugleikar
eru á að fá flesta hluti nú á stríðstímunum og erfið-
leikar á að fá vörur fluttar milli landa á skömmum
tíma. Flest það, sem útvega þurfti frá útlöndum kom
því á síðustu stundu og var í raun og veru undravert,
að takast skyldi að ná til landsins í tæka tíð flestu
af því, er nauðsynlegt var til hátíðahaldanna, svo sem
fánum, þó að þeir væru að vísu færri en æskilegt hefði
verið, fánastöngum og hátíðamerkjum. En með að-
stoð sendiráðanna og utanríkisráðuneytisins tókst
það.
Ekki verður hér sagt nánar frá undirbúningi há-
tíðahaldanna, en í stuttu máli skal nú reynt að lýsa
hátíðahöldunum sjálfum.
151