Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Side 23

Samvinnan - 01.06.1944, Side 23
5.-6. HEFTI SAMVINNAN > Frá hátíðahöldunum í Reykjavík 18. júní 1944 regluþjóna, er gekk hermannagöngu, og fast á eftir fylgdi LúSrasveit Reykjavíkur, sem lék göngulög. Þá komu börnin, sjálfsagt mikið á annað þúsund, hvert með sinn fána og var það skrautleg og ánægjuleg fylking, eins og raunar skrúðfylkingin öll. Síðan kornu félagasamböndin hvert af öðru, skátar, íþróttamenn, stúdentar, Svifflugfélagið, góðtemplarar, verzlunar- menn, Alþýðusambandið, Iðnsambandið, Farmanna- og íiskimannasambandið o. fl. o. fl. Fór fylkingin eftir Bjarkargötu, Skothúsvegi, Fríkirkjuvegi, Vonarstræti, Templarasundi, Kirkjustræti, Aðalstræti, Austurstræti á Lækjartorg. Þar leystust fylkingarnar upp og fólkið skipaði sér á torgið og nálægar götur. Svo löng var fylkingin, að þeir síðustu voru að fara af stað frá Há- skólanum, þegar fylkingarbrjóstið kom að stjórn- arráðinu, og var þéttskipuð fylking alla leiðina. Hve margir hafa tekið þátt í skrúðgöngunni, er ekki gott að gizka á, en einhvers staðar mun það hafa ver- ið milli 12 og 15 þúsund. Á svölum Alþingishússins stóð Sveinn Björnsson, forseti, og tók á móti kveðju skrúðfylkingarinnar, þeg- ar hún gekk framhjá Alþingishúsinu til þess að hylla hann. Þar fylkingin í rúman hálf tíma að ganga fram- hjá. Athöfnin við stjórnarráðshúsið hófst með því, að Lúðrasveitin lék nokkur ættjarðarlög. Síðan flutti Sveinn Björnsson, forseti, ræðu og á eftir honum töluðu formenn allra þingflokkanna. Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins, Eysteinn Jónsson, form. þingflokks Framsóknarflokksins, Einar Olgeirsson, form. Sósíalistaflokksins og Haraldur Guðmundsson, form. þingflokks Alþýðuflokksins. Á eftir ræðunum lék Lúðrasveitin ættjarðarlög. Þessari hátíðlegu athöfn lauk með því að þjóðsöngurinn var leikinn af Lúðra- sveit Reykjavíkur. Klukkan hálf fjögur söng þjóðhátíðakórinn í Hljóm- skálagarðinum undir stjórn sömu söngstjóra og á Þingvöllum daginn áður. Var þarna mikill mannfjöldi saman kominn, sem fagnaði kórnum mjög vel. Forsetinn tók síðan á móti gestum þeim, kl. 4—5 í hátðasal Háskólans, er óskuðu að árna honum heilla. Gert hafði verið ráð fyrir að opna sögusýninguna í Menntaskólanum í Reykjavík þann 18. júní kl. 4, en undirbúningi var þá ekki lokið, svo fresta varð opnun sýningarinnar til 20. júní. En frá þeirri sýningu mun síðar verða sagt í Samvinnunni. Um klukkan fimm gengu íþróttamenn fylktu liði um bæinn í íþróttabúningum og suður á íþróttavöll. Þar var sýnd leikfimi og keppt í nokkrum íþróttagrein- um. Um kvöldið lék Lúðrasveit Reykjavíkur í Hljóm- skálagarðinum kl. 10—11 og var þar mikill mannfjöldi, er gerði góðan róm að hljómleikunum. Um kvöldið var einnig hátíðaveizla að Hótel Borg, er ríkisstjórn íslands hélt til þess að heiðra hinn ný- kjörna forseta og sendiherra erlendra ríkja. Var það fjölmenn og glæsileg veizla, er stóð til klukkan 2 um nóttina. Fór hún hátíðlega fram, sem vera ber við slíkt tækifæri. Þar með var lokið hátíðahöldum þeim, er efnt var til í tilefni af stofnun lýðveldis á íslandi. 155

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.