Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.06.1944, Qupperneq 24
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI ar/iar o< JÓN SIGURÐSSON í RÆÐU OG RITI heitir bók, sem bókaútgáfan Norðri á Akureyri hefur nýlega gefið út. Hefur Vilhjálmur Þ. Gíslason annazt útgáf- una, valið úr ritgerðum og rœðum Jóns Sigurðssonar og skrifað greinagott og alþýðlegt yfirlit yfir œvi Jóns Sigurðssonar, störf hans og áhrif. Jón var fyrst kos- inn á þing 13. ayríl 1844. Kemur bókin því út á aldar- afmœli þingmennsku hans, um sömu mundir og œvi- starf hans er fullkomnað með skilnaði íslands og Danmerkur. Má það merkileg tilviljun heita. — Bók- in er um hálft fjórða hundrað blaðsíður í allstóru brooti. Prentun og frágangur allur í bezta lagi. Æski- legt hefði verið, að þess hefði verið getið jafnharðan við hverja grein, hvar og hvencer hún hefði birzt, i stað þess að setja það í registur aftan við bókina. Ný felagsrit, sem flestar greinar Jóns birtust í, eru nú i fárra manna höndum. Bókin bœtir því úr brýnni þörf. Hún gefur almenningi tcekifœri til að kynnast Jóni Sigurðssyni af verkum hans. Það œttu sem flestir að gera og bók þessi œtti því smám saman að verða „heimilisbók“ á hverju heimili í landinu. Hér fara á eftir nokkrir smákaflar úr ritgerðum Jóns Sigurðssonar. Er þar fyrst grein um verzlunar- félög, og lýsir hún vel glöggskyggni og framsýni hans. Er þar drepið á sömu mótbárur gegn kaupfélögunum og enn er hamrað á, en Jón hrekur þcer með Ijósum rökum, sem enn eru i fullu gildi. J. Ey. Félagsverzlun (Ný félagsrit 1872) Vér þykjumst sjá, að landar vorir muni fljótt taka á skarpleika sínum og finna töluverða agnúa á þess- um félagasamtökum. Vér vitum með vissu, að oss er ekki sú gáfa gefin að finna þá alla, en vér þykjumst geta fundið tvo, sem eru íhugunarverðir; fleiri sjáum vér ekki að sinni, sem oss þykja hættulegir. Menn geta sagt, að þessi félög séu til að eyðileggja alla kaupmenn, alla fasta verzlun á landinu, alla kaupstaði, og undir eins og félögin dragi alla verzlun undir sig, þá leiði þau til þess, að gjöra alla bændur úr erlendum og innlendum greinum um félagsmál og stjórnmál, vísindi og tœkni, atburði og einstaklinga. að kaupmönnum eða með öðrum orðum: að gjöra alla verzlun landsins að vitleysu, því enginn bóndi geti verið kaupmaður jafnframt, eftir því sem nú hagar til, nema til þess að skemma hvort tveggja bæði fyr- ir sér og landinu. Þetta er ekki ósennilega talað, ef það væri svo hætt við, að sú aðferð yrði höfð, sem leiddi í þessa stefnu; en hér er ekki hætt við því. Sú stefna, sem verzlunarfélögin taka, er að oss virðist allt öðru vísi og hættulaus. Það er nú fyrst, að ekki er að gjöra ráð fyrir, að allir menn, hver einn ein- stakur, gangi í þessi verzlunarfélög. Þar munu ævin- lega verða nógir eftir handa kaupmönnum þeim, sem hafa lag á að koma sér betur eða gefa betri prísa, að vér ekki nefnum hina, sem eru skuldbundnir með ár- gjaldi til að verzla við kaupmenn æfilangt alla æfi sína. Þar næst má gjöra ráð fyrir, að félögin verði ýmsum breytingum undirorpin, svo að þau stækki nokkuð stundum, en minnki aftur stundum, sameini sig stundum, en klofni aftur stundum. Enn má og gjöra ráð fyrir, að margir verði þeir, sem þyki óhætt- ara að verzla við vissan kaupmann en að bendla sig við félag í því efni. En það, sem er aðalatriðið hér, er þó, að bændur geta haldið áfram að vera bændur, þó þeir séu í verzlunarfélögunum, og það jafnvel betri bændur en áður, þegar þeir geta haft not af félög- unum, ekki einungis til þess að útvega sér betri og hagkvæmari nauðsynjaáhöld en fyrr, heldur og til að útvega sér meiri ágóða af atvinnu sinni. Það eina, sem bóndinn þarf að hugsa um, það er, hvernig reikn- ingar hans falla við félagið og hvernig honum virðist um stjórn þess og aðfarir, en þetta leggur sig sjálft, og gæti bóndinn nokkuð að hag sínum á annað borð, 156

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.