Samvinnan - 01.06.1944, Page 25
5.-6. HEFTI
SAMVINNAN
JÓN AHXASOX. FBiJIKVÆMIÍASTJÓBI:
F
Astand og framtíðarhorfur
Grein þessi er kafli úr skýrslu þeirri, er Jón
Árnason flutti á aðalfundi S. í. S. i sumar. Er
þar brugðið upp Ijósri mynd af sölu og fram-
leiðsluhorfum á íslenzkum útflutningsvörum.
Allar vörubirgðir, sem nú eru í landinu og þarf að
flytja út, eru seldar, nema ull frá árinu sem leið.
Ennfremur er búið að selja alla fiskframleiðslu til
næstu áramóta. í sambandi við fisksölusamninginn
má geta þess, að í honum er ákvæði um það, að hvor
aðilinn, sem er, geti óskað framlengingar á samn-
ingnum í sex mánuði eða til 1. júlí 1945. Að vísu er
hér ekki um skyldu að ræða til að framlengja samn-
inginn, þó vér kunnum að óska þess, en þó þótti betra
að hafa þetta ákvæði í samningnum, heldur en að hafa
það ekki. Annars skal þess getið, að mjög miklum
erfiðleikum var bundið að fá fisksölusamninginn
framlengdan með óbreyttu verði. Að þessu sinni voru
Bretar aðalsamningsaðilinn, en árið 1942 voru Banda-
ríkjamenn kaupendur, þótt þeir afhentu Bretum fisk-
inn. Reyndar voru umboðsmenn Bandaríkjastjórnar
og stjórnar Stóra-Bretlands sameiginlegir kaupendur
á fiskinum nú, en eins og áður sagt, réðu Bretar mestu
um samningagerðina, þar sem nokkur efnisbreyting
varð á greiðsluskilmálunum frá því, sem verið hafði
árið 1942. Erlendu samningamennirnir fóru eindregið
fram á mikla lækkun á fiskverðinu. Kröfðust þeir
22% lækkunar, sem svarar til þess, að fiskurinn hefði
verið í líku verði og hann var samkvæmt samningn-
um, sem Bretar gerðu við íslendinga árið 1941. ís-
lenzka samninganefndin fór hins vegar fram á dálitla
hækkun á fiskverðinu (10%—15%). Gekk í miklu
þófi út af þessu, bæði hér á milli nefndanna og eins
með aðstoð annarra aðila. Endaði þetta þannig. eins
og kunnugt er, að samningurinn var samþykktur ó-
breyttur, að undanskildu því, að lítils háttar hækkun
fékkst á saltfiskverði. — Verð á öllum öðrum útflutn-
ingsvörum, sem samið var um á sama tíma, var ó-
breytt frá árinu áður.
Þá er nýbúið að ganga frá samningi um sölu á
síldarlýsi og síldarmjöli. Síldarmjölsverðið er óbreytt,
en með miklum erfiðismunum tókst að fá lýsisverðið
þá verður hann eins að gefa gaum að viðskiptum sín-
um við kaupmanninn og við félagið.
// // //
Vér verðum að fara nokkrum orðum um þann ótta,
sem sumir þykjast hafa, ef verzlunarfélögin yrðu
drottnandi, þá mundu þau einoka verzlunina miklu
verr en nokkur kaupmaður nú, því oft heyra menn
það á íslandi, að enginn sé verri blóðsuga á löndum
sínum í kaupum og sölum en íslendingar þeir, sem
gefi sig að verzlun. Vér skulum nú ekkert orðlengja
um þann vitnisburð.------En vér getum einungis sagt,
að hvort sem nokkuð væri hæft í honum eða ekki,
þá getur hann ekki með neinu móti náð til félaganna.
Þetta er, að oss virðist í augum uppi, því þegar ætti
að gjöra ráð fyrir þess konar einokun, þá yrði félögin
að vera sundruð og eyðilögð, og verzlun þeirra að vera
komin í hendur einstakra manna. Þegar félögin væru
í fullu fjöri og nálega hver maður í héraðinu ætti
þátt í þeim, meiri eða minni, þá gæti slík félög aldrei
orðið einokunarfélög vegna þess beinlínis, að þau gæti
engan einokað nema sjálf sig. Gjörum við, að allir
Húnvetningar til dæmis væri í einu félagi, þá réði
þeir sjálfir félagsstjórn sinni, þeir veldi menn til að
skoða reikningana og bækurnar, þeir vissi um öll við-
skipti félagsins, um öll kaup þess og sölur, kaupstjór-
inn og allir þeir, sem væri við verzlun félagsins, væri
þjónar þess og stæði til ábyrgðar fyrir félagsmönnum;
félagið sjálft réði eiginlega prísunum á allri vöru í
hönd og úr; hvernig ætti þá þetta félag að geta ein-
okað Húnvetninga? Það væri sama og ímynda sér, að
félagið einokaði sig sjálft. Já, það gæti einokað sig
að því leyti, að það bindi sig við reglur, sem það sjálft
samþykkti, en vér getum varla ætlað, að menn þyrfti
að óttast, að þær reglur kynni að verða svo heimsku-
legar og skaðlegar félaginu, að þær yrði því til eyði-
leggingar; ef svo væri, þá yrði manni víst óhætt að
hugga sig við, að það væri á valdi félagsmanna sjálfra
að breyta þeim og taka stjórnina af þeim mönnum,
sem hefði verið upphafsmenn til þeirra.--
Það er því hið bezta ráð, sem vér að endingu get-
um gefið lesendum vorum á íslandi, að tefja ekki við
að ganga í verzlunarfélög, sem hafi þann tilgang að
gjöra verzlun vora innlenda í eiginlegasta skilningi,
Framh. á síðu 174
157