Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1944, Page 40

Samvinnan - 01.06.1944, Page 40
SAMVINNAN 5.-6. HEFTI JÓJÍAS JÓXSSOX: Mjólkurmál Gnnnar§ Thorodd§ens Svo sem fyrr er getið, liófu kommúnistar marghátt- aðar árásir á samvinnufélög bænda á haustþinginu Í943. Ein af þessum árásum var krafa þeirra um að taka allar mjólkurvinnslustöðvar landsins af bænd- um og leggja þær undir bæjarstjórnir kaupstaðanna. Með þessu frv. fóru kommúnistar nokkuð inn á gam- alt veiðisvið Morgunblaðsins og Vísis. Þessi blöð og margir fylgismenn þeirra höfðu tekið afurðasölulög- unum frá 1934 svo illa sem verða mátti. Trúnaðar- menn kaupfélaganna höfðu undirbúið þessa löggjöf, og hún komst í framkvæmd með opinberri verzlun tveggja flokka.Framsóknarmenn fengu í sinn hlut af- urðasölulögin, en Alþýðuflokkurinn hinar almennu tryggingar. Mbl.menn voru í andstöðu við þetta tveggja flokka bandalag. Hið nýja skipulag kom nokkuð við hagsmuni ein- stakra manna í stærri bæjunum, og undu þeir því illa, svo sem oftast verður undir þeim kringumstæðum. Þessir menn beittu sér með harðfylgi gegn mjólkur- skipulaginu. Og vegna flokksfylgis, drógu þeir með sér um nokkurra ára skeið töluvert af pólitískum samherjum, sem voru bændur í sveit og áttu fjár- málaöryggi sitt undir, að hið nýja skipulag kæmist á og gæti lánast vel. Bændastéttin sjálf var þess vegna, á hinum pólitíska vettvangi, tvískipt um framkvæmd mjólkurmálsins um nokkurra ára skeið. Samvinna þriggja borgaraflokka um stjórn landsins frá 1939—43 dró úr gömlum ófriðareldi á ýmsum sviðum. Þetta átti alveg sérstaklega við um mjólkurmálið. Vorið 1943 tókst að koma á samkomulagi mjólkurframleið- enda á landinu sunnan og austan verðu um framkv. mjólkursölunnar í Reykjavík og Hafnarfirði. Hlutverk- unum var nú skipt þannig, að Alþýðuflokkurinn var kominn í andstöðu við bændur og fylgdi kommúnist- um oft nokkuð á leið í áróðri gegn sveitunum. Á hinn bóginn voru bændur úr tveim stærstu flokkunum nú komnir í eðlilegt samstarf um stjórn og rekstur Sam- sölunnar í Reykjavík. Vann stjórn Samsölunnar af alefli að því, að koma upp nýrri og ágætri mjólkur- vinnslustöð í Reykjavík, og að mörgum öðrum fram- kvæmdum í sömu átt. Þegar kommúnistar létu rigna frv. og ályktunum til óþurftar bændum landsins, svo að segja dag hvern, þótti hinu forna bæjarvaldi Mbl.manna sennilegt, ræður fluttar. Jafnframt var sýnd kvikmynd í kvik- myndaskálanum. Að síðustu var dansað fram á nótt. Hátíð þessi fór vel og virðulega fram og var hin ánægjulegasta, og mun þarna hafa verið saman komið yfir 2000 manns. Mættu margar slíkar samvinnuhá- tíðir verða haldnar áþessu merkisári samvinnumanna. Gl. R. að hér gæti orðið um flokkslegt tjón að ræða. Mbl. hafði árum saman flutt Reykvíkingum þann boðskap, að mjólkurskipulagið væri byggt á kúgun og ranglæti, og ófullkomið á allan hátt. Nú gengu kommúnistar lengra heldur en forkólfar samkeppnisstefnunnar höfðu látið sig dreyma um. Nú hóta kommúnistar að ræna, og taka með eignarnámi réttmæta eign bænda. Síðan skyldi þessi atvinnugrein þjóðnýtt. Þetta var engan veginn að skapi hinna fornu andstæðinga mjólkurskipulagsins. Þeir höfðu lagt stund á að brjóta það 'niður, en ekki með þjóðnýtingu. Nú var kominn til skjalanna nýr aðili, sem var líklegur til afla sér kjörfylgis með því að sýna mesta ósanngirni gagnvart mjólkurframleiðendum í landinu. Gunnar Thoroddsen gerðist málsvari þessara manna á Alþingi. Frv. þeirra Sigfúsar Sigurhjartarsonar, Áka Jakobssonar og Einars Olgeirssonar, um að taka mjólk- uriðnaðinn með ránshendi af bændum landsins, var á þingskjali 77. En þingsályktun Gunnars Thoroddsen var á þingskjali 173. Sá tími, sem leið milli útkomu þessara þingskjala sýndi, hve langan tíma kommún- istar þurftu til að kveikja árásareld í gömlum and- stæðingum mjólkurskipulagsins. Tillaga Gunnars Thoroddsens er á þessa leið: „Neðri deild Alþingis ályktar að kjósa rannsóknar- nefnd mjólkurmála, er skipuð skal 5 innandeildar- þingmönnum. Nefndin kýs sér sjálf formann og skiptir að öðru leyti með sér störfum. Nefndin skal rannsaka og gera tillögur um þau at- riði ,er hér segir: 1. Að hve miklu leyti séu réttmætar margítrekaðar umkvartanir neytenda í Reykjavík og Hafnar- firði um gallaða og lélega mjólk. 2. Orsakir þess tilfinnanlega skorts á mjólk og mjólkurafurðum, svo sem smjöri, skyri og rjóma, sem oft hefur gert vart við sig. 3. Hversu mikið mjólkurmagn hefur á hverjum tíma verið selt hinu erlenda setuliði. 4. Hversu mikið mjólkurmagn hefur hin síðustu ár farið til neyzlu og hversu mikið til vinnslu mjólkurafurða. 5. Rannsaka dreifingar- og vinnslukostnað, flutn- ingskostnað og flutningsfyrirkomulag í héraði og til sölustaða og gera tillögur um þessi atriði. 6. Gera tillögur um, hversu auka megi mjólkur- neyzlu íslendinga, eftir að hið erlenda setulið hættir mjólkurkaupum hér. 7. Gera tillögur um, hversu bezt verði háttað heppi- legu og friðsamlegu samstarfi framleiðenda og neytenda um mjólkursölumálin. Nefndin skal hefja störf sín og ljúka þeim svo fljótt sem verða má. Er henni samkvæmt 34. gr. stjórnar- skrárinnar veittur réttur til að heimta skýrslur, munn- 172

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.