Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Side 33

Samvinnan - 01.12.1966, Side 33
dralon asta, sagði Lísa við Jönnu! Komdu! Þær hlupu upp að barnaherbergisdyrunum. Lísa hafði töfrasprotann til- búinn. Hún gerði rifu með hurðinni og þuldi töfraorð- in sín eins hratt og nokkur galdrakall hefur nokkurn tíma þulið töfraþulu. Þetta gekk vel, og Lísa gat opnað aftur upp á gátt fyrir mömmu. — Hvers konar útgangur er á þér, barn, sagði mamma. Hvar hefur þú eiginlega fengið þessi föt. — Bíddu aðeins, sagði Lísa og svo beindi hún töfra- sprotanum að maganum á sjálfri sér. Hókus, pókus, simmsalabimm, nú verður þú aftur Lísa. Og það varð hún auðvit- að. Svo var talað lengi um allt saman. Afi skammaðist sín svolítið fyrir þetta með gluggatjaldið, og mamma dauðskammaðist sín, þegar hún sá hvernig umhorfs var í barnaherberginu. En Lísa fékk loforð um nýja brúðu í staðinn fyrir þá gömlu, sem var orðin ónýt, og brúðuskápurinn var nú orðinn gamall hvort eð var. Og þegar Lísa og Janna lágu í rúminu sínu alveg einsog þú gerir núna, þá sagði Janna, að næst trúa allir þeir fullorðnu því sem við segjum. Og það hélt Lísa líka. HP þýddi. 23. þing Alþjóðasamvinnu- sambandsins Framh. af bls. 8. — Já, ræðu dr. Bonows hefur Samvinnan fengið og við höfum hug á að birta hana sem næst í heild. En hver voru svo meginmálefni þingsins? — Fyrstu tvo daga þings- ins voru ræddar skýrslur frá miðstjórn og ýmsum nefnd- um, sem starfað höfðu á milli þinga, t. d. um trygg- ingar, bankamál, húsnæðis- mál o. fl. Á þriðja degi hóf- ust svo umræður um skýrslu nefndarinnar, sem haft hafði til athugunar grund- vallarreglur samvinnufélag- anna og þið hafið sagt frá í Samvinnunni. Framsögu- maður nefndarinnar var próf. D. G. Karve frá Ind- landi. Grundvallarreglur samvinnufélaga um allan heim, sem venjulega eru nefndar „reglur vefaranna", voru endurskoðaðar og að nokkru formaðar af nýju á þingi Alþjóðasamvinnusam- bandsins 1937, þótt „andi“ þeirra hafi alltaf verið sá sami frá upphafi. Það voru þessar reglur frá 1937, sem nefndin hafði haft til at- hugunar. Þar voru fjórar svonefndar aðalreglur og þrjár minni háttar. Þessar fjórar lutu að: 1. opinni að- ild, 2. lýðræðislegri stjórn, 3. endurgreiðslu til aðila og 4. takmörkuðum vaxta- greiðslum af stofnfé. Hinar þrjár, sem taldar voru skipta minna máli, lutu að: 1. trú- arlegu og pólitísku hlutleysi, 2. staðgreiðslu í verzlun og 3. samvinnufræðslu. — Og hverjar voru svo niðurstöður nefndarinnar? — Hún gerði það að tillögu sinni, að grundvallarregl- urnar skyldu vera sex, allar jafngildar: 1. frjáls aðild, 2. lýðræðisstjórn, 3. takmark- aðar vaxtagreiðslur af stofn- fé, 4. réttlát skipting tekju- afgangs, 5. öflug fræðslu- starfsemi og 6. öflug sam- vinna hinna ýmsu samvinnu félaga. Þannig eru þær efn- islega, en nánar verða þær svo vitanlega skilgreindar á tungumálum aðildarþjóð- anna, og við fyrstu greinina t. v. samþykkti þingið við- bót á þá leið, að aðild skuli vera frjáls án „hindrana eða nokkurs þjóðfélagslegs, pó!itísks, trúarlegs eða kyn- þáttabundins manngreinar- álits.“ — Voru ekki skiptar skoð- anir um grundvallarreglurn- ar? — Umræður urðu allmikl- ar og tillögur nefndarinnar voru samþykktar með 600 atkvæðum gegn 149. — Eru ekki fleiri mál, sem þú vildir segja okkur frá? — Jú, margt fleira kom til umræðu og ályktana. Síð- asta dag þingsins var rætt um álit nefndar, sem fjallað hafði um tækniaðstoð við samvinnufélög í þróunar- löndunum. Það var sam- þykkt að hvetja til sem allra mestrar aðstoðar aflögu- færra þjóða við hinar lakar settu. Þá var rætt um heimsfrið- inn og M. M. Brot frá Frakk- landi mælti fyrir ályktunar- tillögu frá miðstjórn I.C.A. og var hún samþykkt sam- hljcða. Ályktunin hvetur allar ríkisstjórnir heimsins til að lúta alþjóðalögurn og veita alþjóðafriðargæzlu allan hugsanlegan fjárhags- og siðferðilegan stuðning, og staðfestir enn fremur trú aðildarfélaga I.C.A. á starf Sameinuðu þjóðanna. Þá var flutt ályktunartil- laga frá miðstjórn um Viet- Nam málið. Ályktunin hljóð- aði þannig: „Tuttugasta og þriðja þing Alþj óðasamvinnusambands- ins, þar sem sæti eiga full- trúar meir en 200 millj. sam- vinnumanna um allan heim, LÝSIR þungum áhyggjum vegna núverandi ástands í Viet-Nam og hugsanlegra á- hrifa þess á heimsfriðinn, STYÐUR heilshugar þrot- lausar tilraunir aðalritara Sameinuðu þjóðanna til að ryðja brautina að friðsam- legri lausn deilnanna og HVETUR alla aðila, sem beint eða óbeint eiga hlut að stríðinu í Viet-Nam, til að gera sitt ítrasta til að koma þegar í stað á vopnahléi, sem teljast verður frumskilyrði fyrir tilraunum til friðar fyrir hina hrjáðu þjóð í Viet- Nam.“ Ályktunin var samþykkt samhljóða en fulltrúar Sovétríkjanna, Tékkóslóvak- íu, Búlgariu, Rúmeníu, Pól- lands og Ungverjalands sátu hjá. í framhaldi af þessari á- lyktun var þingforseta, vara- forseta og forseta Alþjóða- samvinnusambandsins gef- in heimild til að beita áhrif- um sínum í þá átt, að U Thant fengist til að endur- SAMVINNAN 33

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.