Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 44
— Tengdasonur vildi gjarnan
að ég liti á aðstöðuna með hon-
um, af því ég er kunnugur hér.
Og svona, þér að segja, — hann
skotraði augum til piltagulls-
ins, sem svaf vært þessa stund-
ina, — hvaða kona er þetta?
— Hún er aumingi. Rugluð.
Þú getur sagt hvað sem er,
hennar vegna.
— Já, þér að segja, Ranka,
legg ég minn hlut fram. En
hann verður fyrir öllu og sér
um allar framkvæmdir.
— Eftir þinni fyrirsögn?
spurði gamla konan. Henni
leið ekki vel.
— Minni? Nei, síður en svo,
hann hefir alveg frjálsar hend-
ur. Ég skal segja þér, Ranka,
að ég hef verið mikill ham-
ingjumaður með það, að það
er alltaf góð samvinna og sam-
heldni milli minnar fjölskyldu.
Alveg sérstök samheldni, ekki
sízt hvað fjáröflun og viðskipt-
um viðkemur.
— Það hefir líklega komið
þér tetur, sagði gamla unnust-
an hans og hló kalt.
Það hefði hún aldrei gert, ef
hún hefði ekki fengið vinning.
Ef hún hefði legið hér undir
öðrum kringumstæðum og
Stebbi komið til hennar, hefði
þessi dofni kuldablettur í hug-
anum þiðnað og bráðnað. En
nú breiddi hann úr sér og
kældi allt umhverfis sig. Hvað
var orðið af Ragnhildi gömlu
Jónsdóttur?
— Hvað áttu við? spurði
Stebbi hissa.
— O, ekki neitt. Það var
stundarþögn.
— Þú ert kannski alltaf reið
við mig, Ranka, þó við séum
orðin þetta gömul, sagði hann
loks.
— Æi, nei, það held ég ekki,
svaraði hún dræmt.
— Ég hef kannski komið
illa fram við þig, Ranka. En
þú vildir þetta sjálf, að við
hættum, þegar Beta.--------
— Æ, þetta er allt liðið. Það
var allt eðlilegt. Þið voruð bæði
yngri en ég. Nema loforð er
loforð, þó það sé af heimsku
og fljótfærni gefið. Hvernig
líður Betu?
— Hún er farin að tapa sjón.
Og setja eitt og annað fyrir sig.
Annars var hún aldrei með
neinar grillur, hún Beta, ekki
á fyrri árunum. Hún var mér
einstaklega samhent. Við átt-
um vel saman, við Beta, þú get-
ur ekki borið á móti því. En
hún var ekki, ja, hvað á ég
að segja, — hún var svona
eins og grófari en þú. Hún
hefði aldrei sætt sig við það,
að bera ekkert úr býtum.-----
— Hefir hún þá borið eitt-
hvað úr býtum?
Hann spratt upp af stólnum,
furðu unglega, augnaráðið
hvesstist. — Úr býtum? Hún
Beta! Hefir þú aldrei frétt neitt
af okkur á seinni árum? Veiztu
ekki að við erum — ja, —
mjög vel stæð. Þú myndir kalla
okkur vellrík. Hún hefir bók-
staflega allt, sem ein kona á
hennar aldri getur óskað sér.
Og fjögur mannvænleg börn,
öll vel af guði gerð og komast
vel áfram.
— Nú, þú sagðir að hún setti
eitt og annað fyrir sig. Hvað
er það þá?
— Já það. Það er ellin. Það
eru hennar fylgjur.
— Jæja? Ranka mundi ekki
eftir neinu sérstöku, sem hún
hafði sett fyrir sig áður en —-
nú, jæja, kannski var til í
þessu.
—• Heyrðu, Ranka, sagði
Stebbi. — Hvað ætlastu fyrir
með þessa íbúð þína?
— Skúrinn? Ég flyt í hann
aftur þegar ég fer héðan.
— Heldurðu að ég kalli hann
íbúð? Nei, ég átti við íbúðina,
sem þú vannst í vetur. Mér var
sagt að þú vildir selja hana.
— Hver segir það? spurði
Ranka og fékk hjartslátt. Mik-
inn hjartslátt.
— Er það kannski vitleysa?
Stebba fannst bersýnilega að
sögumaður hans kæmi málinu
ekki við.
— Já, það er vitleysa. Ranka
hallaði sér að rúminu og reyndi
að hafa hemil á hjartslættin-
um.
— Hvað ætlarðu þá að gera
við hana? Ekki geturðu látið
hana standa svona.
— Nei.
— Þú ætlar kannski að inn-
rétta hana og flytja í hana
sjálf?
— Hvað ert þú að hugsa um
það? Þú hefir ekki borið um-
hyggju fyrir mér hingað til.
— Nei, það er satt. Enda
bjóst ég ekki við að þú vildir
þiggja neitt af mér, þó ég byði
þér aðstoð.
— Ég hef ekki verið í neinni
þörf fyrir þína aðstoð. Ekki
heldur núna.
— Er það þessi Jóhannes,
sem sér um það fyrir þig? Nú
ég ætlaði ekki að troða neinni
hjálpsemi upp á þig. Bara, ef
þú ætlar að selja, þá er ég fús
til að kaupa og borga út í
hönd. Hann hneggjaði í barm
sér. — Þú færð ekki slíkan
kaupanda á hverjum degi.
— Ég ætla ekki að selja, sagði
gamla konan fastmælt.
— Hvað ætlarðu þá að gera?
Innrétta íbúðina og leigja
hana? Eða hvað?
— Getur verið.
— Og láta þá, sem taka að
sér innréttinguna, hafa allt-
saman af þér. Ég segi þér satt,
□
* *
* *
*
STERKIR
*
□ □
*
DJ*
IÐUHHftR
skórnir
eru liprir, vandaðir og þægilegir. Nylonsólarnir „DURALITE" hafa marg-
falda endingu á við aðra sóla.
Hið breiða lag á Iðunnar skónum tryggir yður aukna vellíðan.
44 SAMVINNAN