Samvinnan - 01.04.1969, Side 13

Samvinnan - 01.04.1969, Side 13
Aimeríku varð banabiti spænsks efnahags. Einsog Huigh Thomas hefur orðað það, „allar þjóðir bera ævilöng ör eftir skeiðið þegar þær voru voldugar“. Gullöldin leið hjá, Spánverjar reyndu að draga fram lífið á nízkum jarðvegi sínum, en létu sig eftir sem áður dreyma um veldi og dýrð. Þe-tta eru þeir eiginleikar og aðstæður sem gera Don Quixote og Sancho Panza svo óumdeilanlega og eilíflega spænska. Rót allra erfiðleika Spána-r var fátækt landsbyggðarinnar. Búnaðarhættir voru mjög mismunandi, allt frá hinum stóru búgörðum með daglaiunamönnum í Anda- lúsíu í landinu sunnanverðu til hinna litlu einyrkjabúa í Galicíu, Navarre og Baskahéruðunium í norðri. Þannig var ekki til nein einföld lausn á vandanum, ekki einu sinni á pappímum. Sumstaðar virtist samyrk j ubúskapur vera eina lausnin, og ósjaldan tóku byltingarsinn- aðir bændur málin í sínar hendur og komu upp kommúnum. Vald landeigenda jókst og viðsjárna.r með þeim og bænd- um mögnuðust eftir að frjálslyndum tókst að knýja fram kaup kirkjujarða árið 1837 og seldu þær síðan fylgjendum sínum, sem voru yfirleitt braskarar er höfðu meiri áhuga á gróða en kjörum bænda. Umbætur í jarðnæðismálum án beinna byltingaraðgerða urðu æ ósenni- legri eftir þvi sem auðmennirnir urðu harðari og sveltandi bændalýðurinn of- beldishneigðajri. Annað fyrirbæri sem taka verður tillit til í spænskri sögu er kirkjan. Öldum saman var hún bindiefni þjóðfélagsins. Undir forustu kirkjunnar hafði þjóðin hrakið burt Mára og Gyðinga. Munkar og prestar höfðu þráfaldlega staðið við hlið bænda í baráttu þeirra gegn óréttlátum jarðeigendum og taumlausri skattpínslu. Þegar Napóleon réðst inní Spán 1808, var það kirkjan sem gekk í lið með alþýðunni og barðist af hörku og frábæru þolgæði við innrásarherinn; skæruliðasveitirnar vor.u oft undir stjórn presta. Á síðustu öld varð hinsvegar breyting á öllum af- stöðum. Frjálslyndu öflin, sem voru af- kvæmi frönsku stjórnurbyltingarinnar, töldu sér frjálst að igagnrýna kirkjuna, hindurvitni hennar og starfshætti — og þá fyrst og frernst barátitutæki hennar gegn villutrú, rannsóknarréttinn. Hlauzt af því aldarlöng og skæð barátta, þar sem (í stórum dráttum) herinn og frjálslyndir stóðu annarsvegar, en kirkjan og Carlist- ar (stuðningsmenn Don Carlos land- krefjanda) hinsvegar. Staðföst þingræð- isstjórn var aldrei möguleg. Hver gervi- kóngurinn af öðrum kom óorði á krún- una og spillingin kom óorði á kosningar og þing. Með því að leggja hald á kirkju- jarðirnar ráku frjálslyndir prerit.astéttin'a í fang auðstéttunum, þannig að óbrúan- legt djúp myndaðist milli bænda og verkamanna annarsvegar og presta og auðmanna hinsvegar. Jesúítar urðu sjálf- ir auðmenn, áttu járnbrautir, námur, banika og skipafélög. Kir.kjan var alger- lega á valdi jarðeigenda og stórgróða- manna í viðskiptum, en um tveir þriðju hlutar þjóðarinnar voru ýmist áhuga- lausir eða andvígir kaþólsku kirkjunni árið 1914. Kirkjan var einsýn og hóf 20. öldina með samskonar afstöðu og sjónar- miðum og hundrað árum áður. Árið 1821 var stofnað „Félag hins eyðandi engils“ til að uppræta frjálslyndu öflin í landinu. Rúmri öld síðar árið 1927 birti fjórtánda útgáfa spurningakversins enn villutrúar- atriði frjálslyndra, m. a. kenninguna um frjálsa samvizku einstaklingsins, frjálsa menntun o. s. frv. Frjálslyndi var stimpl- að sem „alvarlegasta synd“ í bókinni og talið til dauðasynda að greiða frjálslynd- um frambjóðanda atkvæði. Eina mál- gagn frjálslyndra sem óhætt var að lesa, ánþes-s að vera stimplaður guðleysingi, var Kauphallartíðindi! Frjálslyndu öflin voru að sjálfsögðu borgaraleg, en meðal andstæðinga kirkjunnar í röðum verka- lýðsins voru margir sem fyrirlitu varkárni og hálfvelgju. Það varð æ .algengara að kirkjur og klaustur vær.u brennd til grunna. Alveg einsog öll spænsk stríð voru aðskilnaðarstríð, voru þau líka alltaf trúarbragðastríð. Spænska borgarastyrj - öldin 1936—39 var á sínum tíma talin vera ósvikið stríð milli pólitískra hug- myndakerfa, en var í öðrmm skilningi og engu síður síðasta stríð gagnsiðbótarinn- ar, hinzta orusta kirkjunnair við hina ýmsu fjendur, frjálslynda, frímúrara, stjórnleysingja, sósialista, kommúnista — sem allir vor.u „guðleysingjar". Meðal þessara fjenda kirkjunnar voru stjórnleysingjar sérspænskt fyrirbrigði. Þeir voru lærisveinar rússneska útlagan’S Bakúníns, sem vildi uppræta öll ríki og allar kirkjur, en koma upp í stað þeirra frjálsum sambandsfélögum er saman- stæðu af litlum óháðum hópum sjálf- boðaliða. „Öll beiting valds spillir, og öll undirgefni undir vald auðmýkir,“ skrifaði Bakúnín. Honum var mjög umhugað um virðingu einstaklingsins og dáði frelsið jafnákaft og hann hataði trúarbrögðin. Hugmyndir hans lutu í lægra haldi fyrir Marxismamum alstaðar nema á Spáni. Þar fundu róttækar byltingardraumsýnir hans andlegan og .efn.ahagslegan hljóm- grunn hjá örsn'auðum bændum og verka- mönnum, sem sagt höfðu skilið við kirkj- una. Stjórnleysingjar voru í öndverðu strangir í siðgæðismálum og semdu menn útaf örkinni til að útmála skaðsemi áfengis, tóbaks og hórlifnaðar, lögðu sig fr.am um að kenn'a fátæklingum Anda- lúsíu að lesa og boðuðu nýja frelsisöld sem renna mundi upp þegar „síðasti kóngurinn hefur verið hengdur í þörmum síðasta prestsins". Sagt hefur verið um stjórnleysingja, að þeir hafi haft alfræði- orðabókina í annarri hendi og byssuma í hinni. Þeir voru öflugastir í Katalóníu og Andalúsiu og litu margir á ofbeldið sem nauðsynlegan hreinsunareld. Sambandið milli l.andbún.aðarhériaðsins Andalúsíu og iðmaðarhéraðsins Katalóniu var engin til- viljun, því verksmiðjufólkið í Barcelona kom að verulegu leyti úr röðum hálfsolt- inma daglaunamann'a Andalúsíu. í lok síðu'stú. aldar voru verkföll, morð, sprengjutilræði orðnir daglegir viðburðir, ekki sízt í Barcelona, þar sem „Harma- vikan“ 1909 varð fræg í sögunni. Árið 1910 var myndað samband verkalýðsfélaga undir forustu stjórnleysingja, skamm- stafað C.N.T., sem átti að steypa borgara- legum stjórnvöldum og koma á fullu frelsi. Útrýma átti ráki og kirkju, en kcwna á sameignarskipulagi. C.N.T. vor.u ein veigamestu samtökin í byltingarbarátt- unni á fjórða tugi aldarinnar. Þá höfðu þau komið sér upp leymilegum her hermd- arverkamanna, F.A.I., þar sem hugsjóma- menn og glæpalýður unnu saman að verkföllum, íkveikjum og morðum. Helzti keppiniautur C.N.T. var verka- lýðssamband sósíalista, U.G.T., sem hafði á að skipa laumuðu starfsliði og vildi fama leið þingræðis og lýðræðis til að ná mark- miðum sínum. Sósíalistum var því mest í mun að hreinsa .kosningakerfið og binda enda á spillingu stjómmálabarátt- unnar. Þeir áttu aðeins fylgi að fagna í stærri borgum, einkanlega Madrid, og voru því á sinn hátt fulltrúar miðstjórn- arvaldsins í Kastilíu, sem var eitur í bein- um stjórnleysimgjanna í Barcelona. Franco með Mola hershöfðingja í Burgos 1936. Árið sem Francisco Pr.amco y Baha- monde fæddist, 1892, hófst sá fatraldur sprengjutilræða af hálfu stjórnleysingj a í Baroelona, sem stóð óslitið í fimm ár. Árið áður höfðu 4000 l'andbúnlaðarverkamienn gemgið fyitotu liði inní Jerez og lýst yfir Byltingunni með herópimu „Dengi lifi stjó.mlieysið!“ Forsætisiráðherrann, Cáno- vas, lýsti því yfir að Spánn væri1 sama sem gjaldþrota. Nokkrum árum síðar, 1897, eftir að hann hafði bælt niður hermdar- verkafaraldurinn í Barcelona með harðri hendi, var hann myrtur. í nýlemdunni Kúbu hafði enn komið tid borgarastyrj - aldar, og 1898 skárust Bandarikjamenn í leikinn gegn Spánverjum. Bæði á Karíba- hafi og í Filippseyjum var spænsfca heimsveldið úr sögunni um aldamót, sem var Spánverjum mikið sálfræðilegt áfall, þó það væri á engam hátt skaðlegt efna- hag landsins. Norðanve-rt Marokkó var enn í höndum Spánverja og sömuleiðis auðnirnar í Rio de Ora (Spænska Sahara). í byrjun ald- arinnar var spænski herinn önnum kaf- inn við að „friða“ Norður-Marokkó og styrkja aðstöðu Spánar. Það var lang- dregið, dýr.t stríð við erfiðar aðstæður mýrarköldu og sífelldra skæruliðaárása. Eftir hið mikla mannfall í spænsk-amer- íska stríðinu 1898 (fyrst og fremst af 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.