Samvinnan - 01.04.1969, Page 18

Samvinnan - 01.04.1969, Page 18
kalla heirn sendiherra sína frá Madxid. En kalda stríðið olli endurmati vestrænna þjóða á viðhorfinu til Spánar. Vissulega va/r Franco andlýðræðisleg’ur, sem var slæmt; en hann vaæ líka aindkommúnísk- ur, sem var gott. Hann naut stuðnings kaþólika um allan heim, og Bandaríkja- menn sáu sér brátt hag í að strika yfir fortíðina. Þeir sömdu við Franco árið 1951 um afnot flugstöðva á Spáni, en andstað- an í Evrópu gerði þeim ókleift að þvinga Spán inní NATO, þó þeir hefðu fuilan hug á því. Madrid-sáttmálinn frá 1953 tryggði Spánverjum bandaríska efna- hagsaðstoð fyrir afnot af flug- og flota- stöðvum. Árið 1955 fékk Spánn loks upp- töku í Sameinuðu þjóðirnar. í desember 1957 kom Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna í opinbera heimsókn til Francos og gerði sér sérstafct far um að skýra fyrir honum hermaðaráætlanir NATO. Eisenhower Biandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn tveimur árum síðar og ók með Franco í opnum bíl frá flug- vellinum til Prado-hallar. Ýmsir aðrir stjórnmálamenn voru fýsandi þess að Spánn gengi í NATO, til dæmis Adenauer í Þýzkalandi og R. A. Butler í Bretlandi. Spánn er enn snautt land. Eftir borg- arastyrjöldina1 var landið í sárum og náði ekki að jafnia sig fyrstu fimmtán árin, þó aðeins miðaði í rétta átt (mema á skeið- inu 1945—51 þegar ástamdið versnaði). Þróunin gengur mjög hægt, og óþolin- mæði bæði stúdenta og verkamanna magnast með hverju ári. Þráttfyrir yfir- vofandi strangar refsingar efndu 300.000 verkamenn í Barceloma og 100.000 í öðr- um norðlægum iðmaðarborgum til eins dag-s allsherjarverkfalls. Um svipað leyti fóru stúdentar i Madrid eimnig í verkfall, bæði í samúðarskyni við verbamenm og til að mótmæla hinmi andlegu spennitreyju sem stjórnvöldin hafa sett á þá. Og árið 1962 voru námuverkamemnirnir í Asturias aftur komnir á kreifc og gerðu langt verk- fall, sem bar árangur um síðir, aukþess sem það smitaði útfrá sér bæði meðal verkamanma í öðrum greinum, stúdenta í Madrid og jafnvel kaþólskra umbóta- mamma. Eftir að bandaríska hjálpim tók að ber- ast 1954 hefur efnahagur Spánar stórurn batmað. Nokkuð af fjármagninu átti að nota til að kaupa bandarískar umfram- birgðir af matvælum, en meginhlutinn fór til kaupa á verkfærum og vélum fyrir þurngaiðmað. Einnig var víðtæk áætlun um skóggræðslu, áveitur, áburðarfram- leiðslu, orkuver, stál- og járnfriamleiðslu o. s. frv. Viðskipti við útlönd jukust, og lagði Franco einkum áherzlu á Arabarik- in, sem veittu honum kærkominn sið- ferðiiegan stuðming í fjandsamlegum heimi. Sarnt var Bretland eftir sem áður mikilvægasti viðsfciptavinur Spánar. Og loks er að geta ferðamannastraumsins sem var geysimikill og ört vaxandi bú- hnykkur fyrir hið fátæka og frumstæða land. Verðbólgan hefur samt haldið áfram að aukast, atvimnuleysi er land- lægt og tugþúsundir Spánverja leita úr landi, ebki sízt til Vestur-Þýzkalands þar sem atvinna er næg. Húsnæðisekla er al- varleg á Spáni, og ekkert hefur verið gert til að leysa grundvallairvandamál jarð- næðis — enda eru j'arðeigendur meðal helztu stoða Francos. Þegar árið 1943 sá hinn kæni og var- kári Franco, að „eimræði“ væri ekki heppilegt vörumerki, og því fann hann upp vörumerkið „lífrænt lýðræði" fyrir stjórniarfar sitt, hvað sem það nú merkiir. Það sama ár var Mussolini kollvarpað og Hitler tveimiur árum síðar. Þó Franco væri lífseigur, var honurn ljóst að fyrr eða síð- ar yrði einnig hann að hverfa af leikvamgi lífsins, og þá var að tryggja framhaldið. Hann var sjálfur að mafni til leiðtogi falamgista, sem voru andvígir konung- dæmi, en hann var einnig studdur af Oarlistum og öðrum hópum konungs- sinna, sem vildu koma Bourbonættinni til valda á ný. Þessvegma fór Franco bil beggja. Með ríkiserfðalögunum frá 1947 var Spánn yfirlýst konumgsríki, og valda- sfceið Francos því einumgis millibils- ástiand. En Franco sýndi hvorki merki þess að vilja deyja eða draga sig í hlé, og hann féllst ekki á kröfur landkrefjandans Don Juans de Borbón, sem bjó í Portúgal. Himsvegar veitti hann tveimur sonum hans, Juan Oarlos og Alfonso, áheym 1954, en þeir tóku stúdentspróf það sama ár, og var ákveðlð að þeir héldu áfram námi á Spáni. Árið eftir fór Juan Carlos í herskólamn í Saragossa, sem Franco stýrði forðum, og síðan í flotaskólamn. Árið 1962 gekk hann að eiga Sófíu prins- essu af Grikklandi, og talið er víst að þau taki við konumgdómi á Spáni að Franco látnum (Juan Carlos varð þrítugur í fyrra). Á síðustu fimm ár.um eða svo hefur mjög slafcnað á þeim böndum sem áður reyrðu allt í fastar skorður. Mótmæli meðal verkamann'a og stúdenta hafa magmazt, blöðin orðið djarfari, lögfræð- imgar hafa krafizt betri meðferðax á pólitískum föngum, prestar og jafnvel biskupar kaþólsku kirkjunnar hafa heimtað umbætur á vinnulöggjöf og kjör- um verifcalýðsins. Öll þessi þróun vakti ugg og ótta hjá himurn afturhaldssömu forimgjum hersims, sem leiddi til þess að Franco lýsti yfir hemiaðará'Standi í land- inu i jarnúar síðastliðnum, sem jafngilti í rauninmi valdatöku hersins. Hin tiltölu- lega frjálslyndu premtfrelsislög frá 1966 voru nurnin úr gildi, háskólumum í Mad- rid og Barceloma lokað og fimm greimar úr manmréttindalögunum gerðar óvirkar. Lögreglunni var heimilað að handtaka hvern sem var án opinberrar handtöku- heimildar, enda tók hún þegar í stað 500 manns til yfirheyrslu. Rúmum helmingi þeiirra var sleppt, en hintr eru í haldi, sumir þeirra í útlegð í fjarlægum þorpum. Fyrir nokfcrum mánmðum reyndu nokkrir ráðherrar að fá Franco til að út- nefma Juan Oarlos eftirmanin sinn, en þeim tilraunum var hætt eftir „valda- töku“ hersins, til að ekki liti svo út að hann kæmi til valda í skjóli byssustimgja. Franco lét hinsvegar birta óvenjuýtarlega skýrslu um heilsufar sitt, þar sem lögð var áherzla á að hann væri við hesta- heilsu og ekkert amaði að honum, en fréttamenn segja að hann sé farinm að sýna mjög greinileg ellimörk, enda kom- inn á 77. aldursár. Talið var að hemaðar- ástiamdimu yrði aflétt með vorinu, en nú telja margir að það verði aðeins í orði kveðmu. En það leysir hvorki vanda Francos né Spánar, og horfur eru á að hann falli frá áður en vandinn leysist. 4 Flóttamenn á leið til Frakklands eftir borgarastyrjöldina 1939. Þúsundi r komust undan, en margir frusu í hel á leiðinni yfir Pýreneafjöll. 18

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.