Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 31
hætti og Sie og Du á þýzku, og
þareð tiltækar kennslubækur
mæltu ekki móti þvi, lærði ég
þessi samtöl uitanað með mik-
illi fyrirhöfn. Þegar til íslands
kom rann upp fyrir mér, að
þéríngar eru á hröðu undan-
haldi og margir íslendingar
telja þær alltof hátíðlegar og
ópersónulegar. Þannig stóð ég
uppi með heilmikið af þéring-
um sem ég varð að reyna að
gleyma af sama kappi og ég
hafði áður lært þær.
Kennslubók í nútímaís-
lenzku, einsog hún er raun-
verulega töluð, er brýnasta
nauðsyn — bók sem sé samin
til að lýsa málinu einsog það
er, en ekki til að gefa forskrift-
ir um hvemig það ætti að vera,
bck sem hagnýti nútímatækni
í málvísindum. Slík raunsönn
lýsing á talmálinu mundi
draga verulega úr því blóði,
svita og tárum sem útlending-
ar verða nú að úthella í glímu
sinni við tunguna. Þegar öllu er
á botninn hvolft, er íslenzka
alveg nógu torveld viðureignar
þó efcki sé verið að búa hana
tilbúnum tálmum!
Ný kennslubók væri samt
einungis fyrsta skrefið til góðr-
ar kennslu í íslenzku. Af eigin
reynslu get ég staðhæft, að
þær aðferðir sem beitt er við
tungumálakennslu í íslenzkum
skólum eru að minnstakosti
aldarfjórðungi á eftir tíman-
um. Ég vil ekki vera ósanngjörn
við neinn: ábyrgðin á þessu
ófremdarástandi liggur ekki
fyrst og fremst hjá þeim sem
við kennsluna fást. Það speglar
einfaldlega almenna íhalds-
semi íslenzkra kennara og
menntamanna. Það er kennslu-
hliðin á viðhorfi sem virðist
ráða í íslenzkum landbúnaði og
þjóðlífi yfirleitt: Ef það dugði
afa -mínum, þá dugir það mér.
Ef einhver grunar mig um
ýkjur, þá skal ég koma með
nokkur dæmi um hvemig út-
lendingur, sem lært hefur rs-
lenzku við Háskólann, mrmdi
hljóma ef hann hitti íslendimg
sem hann gæti talað við. Ef
maður spyrði hann hvermig
honum liði, mundi hann geta
svarað að „magaveifct fólk á
ekki að eta saltkjöt", og ef
maður hefði enn löngun til að
halda áfram samtalinu og
spyrði hann hvemig honum
félli ísland, mundi hann geta
frætt mann um það að „sá sem
hæst stekkur hreppir verðlaiun-
in“. Furðublandim þögnin, sem
eflaust kæmi í kjölfar slíkrar
samræðu, yrði svo kannski rof-
in með upplýsingum einsog
þessum: „lögregluþjónninn
hefur sterkar taugar" eða „ég
get ekki hrósað lötum börnum".
Þegar hér er komið kveður
maður útlendinginn kurteis-
lega og heldur áfram að velta
því fyrir sér, hve sérstæðir og
frumlegir útlendingar séu.
Töflurnar í kennslustofum
fyrir byrjendur í tungumála-
námi við Háskóla íslands eru
þaktar slíkum gamaldags text-
um og völuspám, sem eru þýdd-
ar af íslenzku á ensku og aftur
yfir á íslenzku. Nýjustu aðferð-
um við tungumálakennslu, þar
sem megináherzla er lögð á
heyrn og talfæri, er ekki beitt
við kennslu á íslandi; þær eru
nánast óþekktar þar, þó þær
hafi gerbylt og stórbætt tumgu-
málakennslu ‘amnarstaðar. Og
samt hefur Berlitz — alþjóð-
legur tungumálaskóli — notað
svipaðar aðferðir áratugum
saman! Það ætti því ekki að
koma neinum á óvart þó jafn-
vel þolinmóðasti og þrjózkasti
erlendur stúdent við Háskóla
íslands týni áhuganum áður en
lýkur og hætti hreimlega að
sækja kennslusitundir.
Þetta ástamd þarf alls ekki
að ríkja. Til eru góðar erlendar
bækur um hvernig semja skuli
kennslubækur í tungumálum.
Það vantar bara einhvem
áhugasaman einstakling, sem
setjist niður og lesi þessar bæk-
ur og fari síðan að hagnýta
eitthvað af upplýsingum þeirra
við tungumálakennsluna í Há-
skólamum. Auðvitað mundi það
kosta allmikið fé — og féleysi
er þegar einn helzti dragbítur
á tungumálakennsluna. Það er
erfitt fyrir kenniara að upp-
tendrast af áhuga á verkefni
sínu, þegar pyngja hans er tóm
og hann fær emgan siðferðileg-
an stuðning frá starfsbræðrum
sínum í Háskólamum.
„fsland er fátækt", er við-
kvæðið hvenær sem reynt er
að gagnrýna einhvern þátt í
þjóðlífi þess. Já, fsland er fá-
tækt og fjármunir þess sleipari
og ómeðfærilegri en fiskur. En
íslamd er ekki fátæfct í þeim
efnum sem raunverulega skipta
máli: það er ekki fátækt í sál-
irnrni. Það er auðugt að menn-
ingu, hefðium, hugrekkl og
jafnvel lærdómi. Þó það sé lít-
ið og fjarlægt, hefur það margt
að bjóða öðrum þjóðum annað
en síldarflök og lambaskinn.
Frá þeim háskóla sem liggur
einna hæst á jarðkúlunni ættu
ekki að heyrast aumkunar-
verðar afsökimarbeiðnir, held-
ur ætti hann að verða viti sem
■klýfur jafnvel myrkur hinna
löngu vetrarnátta með Ijósi
þekkingarinnar.
Evelyn Scherabon Coleman.
Sigurður Einarsson:
HðLL DAUÐANS
Þið vitið það ekki, vinir og lesendur kæru,
hver voði er að mæta hetju á fjórum brókum.
Og kvæði, sem varðar embættismissi og æru,
er ekki á hverju strái í Ijóðabókum.
En hérna er eitt — en alltof lélegt, því miður,
ef eymdin er mæld, sem var þess tundur og kveikur,
því kvæðið varð til, hvar löngum er lög og siður
að látast blossi, en vera stybba og reykur.
Dauðans höll er steypt úr steini
og stendur í uppgangsborg,
ægiglæst, björt, með eldtrausta múra
við ímyndað blómatorg.
Því enn er torgið og gosbrunnaglitið
og gróður og trjárunna skraut
tákn eitt og strik á teiknarans pappír
og tiktúrur — reikningsþraut.
En dauði karl er kröfuharður
og kann að nota sér allt.
Hann heimtar ei skrúðtré né girðing um garðinn,
ef góss er hér nóg og falt.
En hvort það er drengskapur, sál eða sannfæring,
sæmd eða persónan öll,
er honum fyrir öllu, að alltaf sé nóg
að afgreiða úr þessari höll.
Og þess vegna er dauðinn svo dáfínn vinur
í dýrasta húsinu í borginni,
að ímyndað vaxa hér álmur og hlynur
og ástúð í gleðinni og sorginni,
að hér teljast rannsökuð mannameinin
og mörkuð á leggjum og kögglum
og sauðfjárheilsa send út um landið
undir signeti í fínum bögglum.
Dauðinn er kátur, gleiðmynnt glott
fer um gjögur hins tannlausa munns,
því hér streymir eitur hans, blátt eins og blek,
og brýzt inn í hjörtun til grunns.
Dauðinn er kátur, dapurt í heimi,
dimma og ygglifjúk.
Dauðinn er kátur: — Dungal! Finngal!
Nú dregur í Ingólfshnjúk!
31