Samvinnan - 01.04.1969, Síða 36

Samvinnan - 01.04.1969, Síða 36
Gísli Gunnarsson: Á MORGNI INNRÁSAR Orð. Mig hefur sjaldan vantað orð. Hve oft hef ég ekki útskýrt flókin vandamál fyrir öðrum sem útskýra flókin vandamál. Hve oft hef ég ekki gert einföld mál flókin undir því yfirskini að veröldin sé flókin. Hve oft hef ég ekki sannað að ég viti sannleikann betur en aðrir. Mig hefur sjaldan vantað orð. En núna þegar ég heyri að hermenn hafi verið sendir gegn orði að skriðdrekar hafi verið sendir gegn orði að byssukúlur hafi verið sendar gegn orði þá á ég ekki lengur til orð orðin mín verða svo fánýt útskýringar mínar svo fjarlægar sannleikurinn minn svo hrokafullur. Mig langar að segja svo mörg orð en orðin verða svo fánýt. STRÍÐSKVEÐJA Skapið frið á jörð. Látið aldrei aftur verða stríð. — Þannig hljómar boðskapur kúgaranna. Borðið og sofið látið egg ykkar og sæði verða að mörgum fallegum börnum. Verið sljó og ánægð. Látið engan deyja í stríði. Látið alla lifa í friði við okkur þessu hamingjusama lífi sem við úthlutum. — Þannig hljómar boðskapur kúgaranna. En ég segi við ykkur: Hlustið ekki á kúgarana. Heyið stríð gegn kúgurunum. Hellið blóði. Drepið kúgarana. Svarið ofbeldi með ofbeldi. Líf ykkar er aðeins lítill hluti af lífi mannkynsins. Fórnið lífi ykkar í baráttunni gegn kúgurunum. Hrækið á friðarsinnann sem segir ykkur að gera ekki neitt þegar kúgararnir eru að kvelja ykkur. Enginn er fyrirlitlegri en friðarsinninn. Skapið stríð oq kastið burt ástinni nema ástinni á framtíð mannkynsins. Virðið Brúnó en ekki Galileó. Verið alls staðar í stríði. Skapið ragnarök ofbeldisins. Skapið nýja og betri jörð. JANNIS RITSOS: Jannis Ritsos samdi fyrstu Ijóðabók sina, IjóSaflokkinn Epítafíos (Graf- skrift), árið 1936, sama ár og Metaxas varð einræðisherra I Grikklandi. I maí sama ár höfðu herinn og ríkislögreglan ráðizt á mótmælagöngu meðan stóð á verkfalli í Þessalóníku, drepið tólf göngumanna og sært þrjúhundruð. Epitafios er sorgarsöngur móður verkamanns sem féll í mótmælagöngunni. og hefur tónskáldið Mikis Þeódórakis samið stórfeng- lega tónlist við Ijóðaflokkinn, sem m. a. er til á hljómplötum með Nönu Múskúrí. Ritsos hefur síðan staðið í fylkingarbrjósti grískra nútímaljóðskálda og hefur átt virkan þátt í að stappa stáli I þjóð sína, brýna baráttuvilja hennar, hvetja hana í viðleitninni við að tryggja sér frelsi og lýðræði. A hernámsárum Þjóðverja var hann virkur I andspyrnuhreyfingunni. Aftur- haldssþórn Grikklands eftir seinni heimsstyrjöld og borgarastyrjöldina sendi hann til einnar þrælaeyjarinnar. Þar hélt hann áfram að skrifa, þó berklar legðust þungt á hann. Nokkrum árum síðar var hann látinn laus og fór frá Grikklandi, en kom þangað aftur. Hvert Ijóðasafnið rak ann- að meðan hann barðist við heilsuleysi og fátækt. Það var Mikis Þeódór- akis sem fyrstur manna vakti verulega athygli á Ijóðum Ritsos. Alltíeinu var hann á allra vörum. Ritsos hefur ekki skrifað pólitísk kvæði I þrengstu merkingu. Eigi að síður eru lióð hans pólitísk að svo miklu leyti sem dýpsta reynsla þjóðar hans speglast í þeim. Einhver hefur sagt að Ijóð hans séu „einsog litlar veraldir." Ritsos er nú aftur kominn til einnar djöflaeyjarinnar á Eyjahafi sem hann hefur svo oft lýst f Ijóðum sínum, og enn sem fyrr er hann þungt haldinn af berklum. Þannig leika herforingjarnir skáld er skáldbróðir- inn Luis Aragon hefur lýst sem einstæðu Ijóðskáldi í nútímabókmenntum. Bréf til Joliots samdi Ritsos I fyrri útlegðinni 1950, og er það tileinkað eðlisfræðingnum og Nóbelsverðlaunahafanum Frederic Joliot-Curie, sem þá var einn af leiðtogum heimsfriðarhreyfingarinnar. En Ijóðið gæti eins vel verið samið í dag — svo nákvæmlega lýsir það aðstæðum sem lítið hafa breytzt frá einni einræðisstjórn til annarrar. 36

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.