Samvinnan - 01.04.1969, Síða 43
Henri Langlois, sem franskir kvikmyndamenn
sameinuðust um að verja.
fylgjandi þessari uppástungu, sem komið
hefur fram hjá ýmsum höfundum og
leikstjórum með Louis Malle í farar-
broddi.
Allt eru þetta stór orð og góð, kvik-
myndaframleiðsla með samvinnusniði og
allt hitt, enda hafa þessar hugmyndir
hlotið gífurlegt fylgi. Eins og að líkum
lætur, er andstaðan gegn þeim hat-
ramleg á hinn bóginn. Fjandmenn þess-
ara nýstárlegu kenninga ná alls ekki upp
í nefið á sér í offorsinu. Það, sem hinir
ungu kvikmyndagerðarmenn hyggja á,
fær ekki staðizt til fulls við það þjóð-
skipulag sem nú er ríkjandi í Frakklandi.
Langlois-forleikurinn
Ríkar ástæður lágu til þess, að sam-
heldni kvikmyndagerðarmanna var orðin
slík í vor, sem naiun bar vitni. Þar komu
til atburðir sem gerðust nokkru fyrr. í
febrúar 1968 var Henri Langlois, forstöðu-
manni franska kvikmyndasafnsins Ciné-
matheque Francaise, vikið úrstarfi. Hann
var sakaður um að hafa ekki rækt starf
sitt almennilega, ekki haft reiðu á skipu-
lagi safnsins og ekki hirt um að bókfæra
að neinu gaigni fé og eignir safnslns.
Freðhausar Parísarborgar höfðu ímynd-
að sér, að þessi lausn safnstjóra nokkurs
frá starfi yrði þegjandi öll og hljóðalaus,
en jafnskjótt rifnaði utan af þessu regin-
hneyksli; það varð opinberlega frábært
og bergmálar enn.
Henri Langlois hafði rekið kvikmynda-
safnið einna líkast því sem um einka-
fyrirtæki væri að ræða. Hann hafði
bjargað ótölulegum fjölda kvikmynda frá
glötun; safnið er ótvírætt fremst sinnar
tegundar á kringlunni; leikstjórar þeir
sem kenndir eru við nýju bylgjuna líta
á hann sem einn helzta andlegam leið-
toga sinn. Það er á sýningum í kvik-
myndasafninu góða, en ekki á kvik-
myndaskólunum, sem franska kvikmynd-
in hefur orðið til. Þar hafa menn horft,
horft, horft og hugsað, og þar hefur þró-
unin átt sér stað. Menn þykja fráleitt
viðræðuhæfir í hópi fransks kvikmynda-
gerðarfólks án þess að hafa eytt fáeinum
árum í „gleðihúsi kvikmyndarinnar", eins
og það er stundum nefnt.
Sá fyrirsláttur, að Langlois skipulegði
starfsemina ekki af viti, er næsta undar-
legur skratti, þegar þess er gætt, að sýn-
ingar eru í safninu daglega í að minnsta
kosti tveimur sýninigairisölum, á sex til
átta kvikmyndum, — fjörutíu talsins á
viku hverri, rúmlega tvö þúsund á ári.
Annars hefur Langlois oftsinnis kvart-
að undan fruntaskap þeirra, sem ráðin
hafa um málefni safnsins. Slík ádeila
kom til dæmis fram í viðtali við hann
árið 1966 í tímaritinu film. Ekki voru
það barbarar, sem gerðu út af við róm-
verska ríkið í eina tíð, elskurnar mínar,
sagði hann, heldur freðhænsnin.
Hann hefur þegar gert grein fyrir bví.
um hvað ágreiningur hafi staðið. Honum
var gefið það að sök að láta sér úr hófi
annt um bandarískar kvikmyndir (var bá
löngu búinn að hafa uppi á öllum frönsk-
um kvikmyndum sem ekki höfðu verið
eyðilagðar).
Fávísi stjórnarnefndar safnsins var
svo dæmalaus og fáránleg um virðingu
þá sem Langlois nýtur og lífsstarf hans.
að hún rak hann einfaldlega frá völdum
í kasti, kynnti eftirmann hans í leiðinni
og sagði fjöldanum öllum af starfsmönn-
um safnsins upp vinnu. Vitanlega mót-
mæltu allir helztu kvikmyndagerðarmenn
bjóðarinnar þessari ósvífni í snatri, efndu
til mótmælagöngu og komu í veg fyrir
sýningar í kvikmyndasiafnimu. Franskir
leikstjórar drógu imyndir sínar allir til
baika úr safniuu og erlendir leikstjóirar
fóru uimsvifaflu'ust að dæmi þeinra.
Andartaki síðar var safnið magnvana og
óstarfhæft.
Nú var sett á laggirnar nefnd, sem bar
nafnið „Nefndin til verndar kvikmynda-
safninu“. Heiðursforseti hennar er Jean
Renoir, formaður Alain Resnais, varafor-
menn Henri Alekan og Pierre Kast, rit-
arastöðurnar höfðu á hendi þeir félagar
Jean-Luc Godard og Jacques Rivette,
gjaldkerar Francöis Truffaut og Jacques
Doniol-Valcrose. og í liðssveitum nefnd-
arinnar voru menn eins og Marcel Carné,
Claude Chabrol, Roger Vadim, Robert
Bresson og aðrir stólpar. Eru hér saman-
komnir flestir kvikmyndagerðarmenn
Frakka, sem hvað mestur töggur hefur
þótt í hin síðari ár.
Nefndin gekkst fyrir fundahöldum og
mótmælaaðgerðum í París og úti á landi.
Á kvikmyndahátíðinni í Cannes stóð til
að fletta ofan af ofríkisstefnu de Gaulles
í menningarmálum frammi fyrir alþjóð
heims. Embættismenn de Gaulles gáfust
Godard og aðrir kvikmyndamenn mótmœla
brottvikningu Langlois.
upp. 22. apríl drógu þeir sig úr stjórnar-
nefnd kvikmyndasafnsins.
Kvikmyndasafnið var nú alfrjálst, en
átti ekki grænan eyri. Ríkisvaldið harð-
neitaði að veita til þess fé, fengi það ekki
óskorað vald yfir málefnum þess. Lang-
lois settist aftur í fyrri sess. Kvikmynda-
gerðarmenn lýstu yfir stórsigri og það
réttilega. Nefndin starfaði af fullum
krafti og hóf styrktarherferð að bragði.
Langlois-málið gerbreytti andrúmsloft-
inu með frönsku kvikmyndagerðarfólki.
Nú stóð það loks sameinað — og stútfullt
af sjálfstrausti. Loksins hafði sigur unn-
izt á stefnu de Gaulles. Það hafði komið
áþreifanlega í ljós, að áhrifamiklar stöð-
ur í fjölmiðlunartækjum, hornhaukar í
ranghölum kerfisins og annað slíkt, fær
aldrei komið því til leiðar, sem traust,
aflmikil samheldni og einhugur fá valdið.
Þetta er ástæðan fyrir því að kvik-
myndagerðarmenn eru nú í fararbroddi,
á undan málurum, rithöfundum og öðr-
um listamönnum, í andstöðunni gegn of-
ríkisstjórn, eftirliti, ofbeldi, þvingunum,
höftum og banni. Pierre Mendés-France
hefur komizt svo að orði, að mótmæla-
aldan vegna Langlois-málsins sé í raun-
inni mótmæli gegn þeirri stefnu, sem
þekkja megi bezt af brottrekstri þeim úr
starfi sem nú sé heimsfrægur orðinn.
Það eru sveiflur þarna. Þess vegna
spyrja menn nú: Er það holskefla í þetta
sinnið? Eða tómar hillingar — ládeyða,
svikaþytur — 'allsherj'a'r náöskur? ♦
43