Samvinnan - 01.04.1969, Page 44
Henk van Andel:
Stúdentaóeirðir
og pólitískt ranglæti
Erindi flutt á fundi æskufólks í
Sigtúni í Reykjavík í september
1968
Góð vinkona mín, sem er hagfræði-
•stúdenit í París, tók virkan þátt í stúd-
entaóetrðunum þair í borg á liðnu vori.
Hún sagði við mig, að maður gæti ekki
gert sér grein fyrir hvað bylting væri,
nemia maður hefði þoiað hrottaskap lög-
reglunnar, verið nálega kr'aminn til bana
í þröng mótmælagöngunnar eða orðið að
faxa með vini sína á spítala mieð brotna
höfuðkúpu vegna beinna ofbeldisverka.
Eiibt er að kanna mauðsynina á grund-
vallarbreytingum í þjóðfélagimu, annað
að taka beinan og viirkan þátt í breyting-
unum, í umræðum og móitmæla'aðgerðum
dag og nótt í heilan mánuð, með þá
hætitu Sitöðugt vofamdi yfiir sér að slasast,
svo maður bíði þess kamnski aldrei bætur.
Ég held það sé ekki miklum vandkvæð-
um bundið að sjá hiraa brýnu nauðsyn á
róttækum grundvallarbrieytimgum á póli-
tiskum, efnahagslegum og félagslegum
aðstæðum í löndum Rómönsku Am-eríku,
svo dæmi sé tekið. Pólitísk kúgun, efrna-
hagslegt arðrán og félagsleg eymd eru
þar svo að segja á hverju götuhorni. Ör-
smár minnihlutahópur á allt jarðnæði og
auðlindir iðnaðarframleiðslunnar og nýt-
ur stuðnings erlends fiármagns. Meðal-
árstekju'r íbúanma nema um 26.000 krón-
um (300 dollurum), sem er aðeims þriðj-
ungur af meðaltekjum Evrópumanna og
einn sjöundi hluiti af meðalárstekjum
Bandaríkjamanna. Þrcun efnahagslegs
arðráns og pólitískrar kúgunar í löndum
Rómönsiku Ameríku heldur áfnam bæði
innanfrá og útífrá (Dcminíska lýðveldið
og Kúba). Það var af þessuim sökum sem
Che Guevara og séna Camillo Torres*
gerðust skæruliðar: Þeir vildu koma til
* Grein um séra Camillo Torres birtist í
4. hefti Samvinmunnar 1968.
leiðar grundvallarbreytingum. Það er af
þessum sökum sem hópar stúdenta við
háskólana (em'daþótt þeir njóti forrétt-
inda) gera nákvæmar áætlaniir um,
hvernig framkvæma skuli br.eytingarnar
— með ofbeldi, ef nauðsyn krefur. Þar
sem ódulbúið og áþreiifanlegt pólitískt,
félagslegt og efnahagslegt ramglæti er
fyrir hendi, afneita menn ríkjandi
ástamdi með uppreisn og þvinga fram
nauðsynlegaT grundvallarbreytingar með
því að kollvarpa spilltu kerfi.
Það er miklu erfiðara og útheimtir
meira hugrekki að sjá nauðsynina á
grundvallarbreytimgum í vestrænum
þjóðfélögum, b. e. a. s. bjóðfélögum hins
frjálsa lýðræðisheims. Það er miklu erfið-
ara að taka gagnrýninn þátt í velferðar-
þjóðfélagi þar sem nálega allt er í röð
og r.eglu, þar sem séð er fyrir öllu. Að
minni hyggju er það alheimsþróunin sem
44