Samvinnan - 01.04.1969, Síða 51
kaflanum. Þar verður frásögnin mjög
óskipuleg, því að hún leysist upp í því
sem næst algjöra og þokukennda form-
leysu í niðurlagi bókarinnar, og er slíkt
nýbreytni, sem varla á sér nokkra eldri
hliðstæðu innan íslenzkra bókmennta.
Hið nýstárlega í bókinni er þó ekki
eingöngu fólgið í því, sem hér hefur
verið talið, því að stíll hennar og öll
framsetningaraðferð er ekki síður með
byltingarkenndum hætti en sjálfur efni-
viðurinn. Það er ekki aðeins, að höf-
undurinn kasti á köflum fyrir borð öll-
um reglum um setningu greinarmerkja
og upphafsstafa og láti auk þess ein-
staka þætti bókarinnar fylgja hvern
öðrum í meira og minna skipulagslausu
samhengisleysi. Eitt helzta og raunar
meginstíleinkenni hennar eru nákvæm-
ar og margorðar smáatriða- eða nær-
myndir, þar sem hugsanagangi Tómasar
og óráðsgrillum er lýst af mikilli ná-
kvæmni, þar á meðal kynóragrillum
hans, sem talsverðu hlutverki gegna í
bókinni. Myndir þessar ganga mjög
nærri viðfangsefninu, enda hefur þess
gætt mjög í umræðum um bókina
manna á milli, að mörgum hefur of-
boðið þær við lestur bókarinnar. Hvað
sem því líður, þá eru myndir þessar þó
undantekningalítið raunsannar, þ. e. a.
s. þetta er í megindráttum mannlífið
sjálft eða a. m. k. einhver af blæbrigð-
um þess, sjúkleg ef ekki vill betur til,
sem höfundurinn er hér að lýsa, og er
hitt svo aftur einkamál hvers og eins,
hvaða augum skuli á það líta.
Guðbergur teflir því óneitanlega all-
djarft í þessari bók sinni, en eigi að
síður verður að telja, að honum takist
allvel í viðureigninni við þetta form eða
formleysi sitt. Mótun aðalpersónunnar,
Tómasar Jónssonar, er skýr, mynd hans
er dregin sterkum og greinilegum drátt-
um, og hann er tvímælalaust góður full-
trúi manngerðar, sem víða er að finna
í þjóðfélagi okkar daga. Og þrátt fyrir
allan tætinginn þjóna flestir hlutar bók-
arinnar ákveðnum hlutverkum, þannig
að innan efnisheildarinnar ríkir allgott
innbyrðis jafnvægi, og sem skáldverk er
bókin tvímælalaust vel samstæð heild.
Sé þessi bók síðan borin saman við
skáldsöguna Músin sem læðist, verður
Ijóst, að í báðum verkunum er um að
ræða hliðstæða afstöðu höfundarins til
efniviðar síns, og er hún í stuttu máli í
bví fólgin, að megináheirzia er lögð á
raunsæjar og ádeilukenndar myndir.
Bækur þessar eru því ekki skemmtisög-
ur, heldur er megintilgangur þeirra að
opna augu lesendanna fyrir því sem
spillt er eða ábótavant á annan hátt í
umhverfi þeirra, stugga við þeim og
knýja þá nauðuga viljuga til að taka
afstöðu með eða móti. Hins vegar er
hyldýpi staðfest á milli þessara bóka að
bví er snertir stíl, framsetningu og efnis-
tök, og er ljóst, að í því efni er um að
ræða mikla framþróun í síðari bókinni
frá hinni fyrri.
Ástir samlyndra hjóna
Síðasta bók Guðbergs ber heitið Ástir
samlyndra hjóna, tólf tengd atriði. Eins
og nafnið gefur til kynna, er hér um
að ræða tólf meira eða minna sjálfstæða
þætti, sem tengdir eru saman með inn-
gangskafla, stuttum milliköflum og nið-
urlagsþætti, sem óskyldir eru öðrum
hlutum bókarinnar, svo að segja má, að
skáldsagnaformið sé hér þanið til hins
ýtrasta og nálgist smásöguna allveru-
lega.
í þessari bók fæst höfundurinn við
margvísleg efni. Nokkur tengsl má greina
við næstu sögu á undan, svo sem er hann
getur þess við nokkra þáttanna, að þeir
séu úr Þjóðsögum Tómasar Jónssonar,
og í heild má segja, að efnistök hans
séu í þessari nýju bók öll með svipuðum
hætti og þar var. Allvíða lætur hann
hugmyndaflugið taka rækilegan fjörkipp,
einkum í köflunum Ketabon og Hin út-
valda, þar sem fáTánleikimn og óraun-
veruleikinn eru alls ráðandi, og hið
sama er að segja um upphafskaflann,
Kenndin Kringlótt vömb. Er frásögnin
í þessum köflum algjörlega slitin úr
tengslum við raunveruleikann og höfð-
ar eingöngu til ímyndunarafls lesand-
ans, sem allt veltur þannig á, að sé
nægilega frjótt til að meðtaka „grínið“.
Margra fleiri grasa kennir þarna, t. d.
koma þarna víða fram hliðstæðar ádeilu-
kenndar nærmyndir og í Tómasi Jóns-
syni, metsölubók, en sá er munurinn, að
þeim er hér í ríkara mæli beint að dag-
legu lífi og lifnaðarháttum fólks. Er
þetta einkum áberandi í köflunum Næt-
urhreingerning, Rakstur og Þjóðhátíð,
sem allir einkennast þannig af skarpri
félagslegri ádeilu, en einnig er þessu
sama stílfyrirbæri beitt til þess að
bregða upp myndum af bjöguðu sálar-
lífi fólks, oft harla óhugnanlegum, svo
sem í köflunum Mynd mannsins, Glæp-
urinn gegn mannlegu eðli og Dauði
brjálaða mannsins. Allheiftarleg þjóð-
félagsádeila kemur þarna og fram, t. d.
í köflunum Farísearnir og Saga um
sökkullista og fleira, en einkanlega þó í
næstsíðasta kafla bókarinmiar, sem er án
fyrirsagnar, en þar er deilt hatrammlega
á þá spillingu, sem fylgir í kjölfar er-
lendrar hersetu á íslandi, með því að
bregða upp nöturlegri svipmynd af hegð-
unarháttum stúlkna, sem lent hafa í
slagtogi við hina erlendu hermenn. Loks
er að nefna einn umdeildasta kafla bók-
arinnar, Þegar hann steig í stólinn, þar
sem jöfnum höndum er deilt á einfeldni
og yfirborðsmennsku prestastéttarinnar
og lýst algjörri geggjun biskupsins, sem
þar segir frá.
Það er því ljóst, að viðfangsefni höf-
undarins eru fjölbreyttari í þessari sögu
en hinum fyrri. Meginstíleinkennið er
hins vegar það sama og í Tómasi Jóns-
syni, metsölubók, þ. e. hinar miskunnar-
lausu nærmyndir höfundar, en sá er
munurinn, að hér er því beitt af meiri
yfirsýn og að víðfeðmari sviðum en fyrr.
Það sem gengur eins og rauður þráður
í gegnum bókina og tengir hina einstöku
þætti hennar fast saman, er hin raun-
sæja þjóðfélagsádeila höfundarins, og sé
miðað við Tómas Jónsson, metsölubók,
er ijóst, að höfundurinn hefur hér færzt
meir yfir á svið ádeilunnar, þar sem
hann var aftur á móti uppteknari við
persónulýsingu Tómasar í fyrri bókinni.
Sem ádeiluverk er bókin mjög vel upp
byggð, og hér er igreinilega enn á ferð-
inni tilraun höfundar, sem mikið er
niðri fyrir, til að stugga við lesendum
sínum og knýja þá til viðbragða við
nöktum staðreyndum um það, sem er að
gerast í þjóðfélaginu umhverfis þá, og
þeim hættum, sem mannlegu sálarlífi
eru búnar á leið hins hefðbundna sam-
félags inn í að miklu leyti ókunna fram-
tíð.
Rómantík — raunsæi
Rómantík og raunsæi (realismi) eru
hugtök, sem oft eru notuð í skrifum um
bókmenntir, bæði sem heiti á sérstökum
stefnum innan bókmenntasögunnar og
sem tæki til að skilgreina einstök verk.
í rómantískum verkum er lögð á það
megináherzla að lýsa hinu fagra, göf-
uga og heilbrigða í mannlífinu, þar sem
hið hefðbundna raunsæi hefur aftur á
móti einkum beinzt að því að birta sann-
ferðugar lýsingar á vonzku mannanna
og þjóðfélagsins, sem þá er gjarnan fal-
in undir fölsku hremlei'ka- og góð-
mennskuyfirborði. Rómantík hefur
þekkzt innan íslenzkra bókmennta allt
frá tímum Bjarna Thorarensens og Jón-
asar Hallgrímssonar til okkar daga í
margs kyns afbrigðum, en raunsæið kom
naumast til sögunnar fyrr en seint á
síðustu öld, einkanlega með sögum Gests
Pálssonar og ýmsum af verkum Einars
H. Kvarans. Hefur það síðan sömuleiðis
átt sér sína sögu innan íslenzkra bók-
mennta í ýmsum og mismunandi til-
brigðum, sem óþarfi er að telja upp hér.
Með tveim síðari sögum Guðbergs
Bergssonar hefur hins vegar komið til
sögunnar í íslenzkum bókmenntum nýtt
raunsæi, sem ekki á sér neina eldri hlið-
stæðu innan þeirra. Jafnframt því sem
það felur í sér skarpa þjóðfélagsádeilu,
sem út af fyrir sig er ekki ný bóla í hér-
lendum bókmenntum, beinist það fyrst
og fremst að því að afklæða og kryfja
sjálfa mannskepnuna, lýsa henni misk-
unnarlaust eins og hún kemur fyrir með
kostum sínum og göllum. Þetta raun-
sæi beinist ekki sízt að hinu afbrigði-
lega og úr lagi færða í mannlegu lífi, og
á sama hátt og önnur raunsæ verk
hljóta þessar bækur að ýta við fólki og
knýja það til andsvara.
Sem vonlegt er hafa þessar sögur vak-
ið margs konar viðbrögð meðal fólks, þar
á meðal hafa margir sýnt þeim mikla
andstöðu og brugðizt hinir verstu við
slíkum skrifum. Hér skal því sízt af öllu
haldið fram, að þessar bækur séu að
öllu leyti fullkomnar, en á hitt er að
líta, að hér er um byltingarverk að
ræða, sem stefnt er gegn flestum eldri
hefðum og venjum innan síns sviðs.
Þegar þannig stendur á, er naumast við
öðru að búast en að einhverju leyti sé
lengra gengið en hóf er á, en hins vegar
hefur Guðbergur sýnt það Ijóslega í
þessum bókum sínum, að hann er sá höf-
undur okkar, sem einna mest vald hefur
yfir skáldsagnatækninni, og hann hefur
þegar skipað sér það sæti í bókmennta-
sögunni, sem honum verður naumast úr
vikið, að hann hafi rutt brautina fyrir
nýja tegund ádeilu- og raunsæisbók-
memnita á yfirsitandandi tímum. ♦
51