Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 69

Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 69
SUNNA FERÐASKRIFSTOFA INTERNATIONAL TRAVEL BUREAU Ferðafréttir BANKASTRÆTI 7 SÍMAR 1 64 00/1 20 70 CABLES: SUNNATRAVEL P.O. BOX 1162 - TELEX 61 REYKJAVÍK - ICELAND Sunnuferðir til sólarlanda sumarið 1969 í mörg ár hefir ferðaskrifstofan SUNNA gengizt fyrir utanlandsferðum með íslenzkum fararstjórum. Hafa ferðir þessar orðið vinsælli með hverju óri, enda vel til þeirra vandað. Á síðasta ári var svo komið að um 4100 manns tóku þátt í skipulögðum hópferðum á vegum SUNNU til útlanda. Er það meiri farþegafjöldi í utanlandsferðum en hjá öllum öðrum íslenzkum ferðaskrifstofum til samans árið 1968. Þessar vinsældir á SUNNA því fyrst og fremst að þakka, að ferðir skrifstofunnar hafa líkað vel og fólk, sem reynt hefir, hefir getað mælt með þeim við kunningja sína. Ánægðir viðskiptavinir eru okkar bezta auglýsing. LEIGUFLUG SUNNU VEITIR ÞÚSUNDUM TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMAST ÓDÝRT TIL ÚTLANDA. Reglubundið leiguflug SUNNU beint til Spánar og Norðurlanda undanfarin ár er nýjung í íslenzkum ferðamálum, sem haft hefir þá miklu breytingu í för með sér að gera utanlandsferðir í fyrsta sinn að al- menningseign á íslandi. Þetta fyrirkomulag hefir gert þúsundum fólks mögulegt að komast til útlanda, sem annars hefði ekki átt þess kost. Á þessu ári mun SUNNA enn auka leigufiugið til að lækka fargjöldin og gera ferðirnar ódýrari. Þannig mun nú ódýrasta ferðin til Kaupmannahafnar kosta 11.800 krónur, meðan farseðillinn einn i áætlunar- flugi kostar um 19.000 krónur; 14 daga ferð til Mallorca kostar ódýrast kr. 11.800, en farseðill í áætlunar- flugi þangað kostar um 29.000 krónur. Þannig munu á þessu ári þúsundir íslendinga eiga þess kost, þrátt fyrir allar gengisfellingar og dýrtíð, að komast samt sem áður til útlanda í skemmtiferð og þurfa ekki að eyða til þess nema sem svarar ríflega einum mánaðarlaunum. Nú þegar hefir SUNNA skipulagt helztu ferðirnar, sem farnar verða á vegum skrifstofunnar á yfir- standandi ári. Fer hér á eftir stutt yfirlit yfir nokkrar helztu ferðirnar og brottfarardaga, en þeir, sem hafa áhuga á að kynnast nánar tilhögun einstakra ferða, geta síðar fengið prentaðar ferðalýsingar og ýtar- legar fjölritaðar ferðaáætlanir, þar sem rakin eru einstök atriði ferðaiagsins dag fyrir dag. Þegar í byrjun árs og jafnvel áður en síðasta ár var liðið voru farnar að berast pantanir í ýmsar ferðir, sem farnar hafa verið óbreyttar ár eftir ár, og fólk hafði frétt um hjá ættingjum og kunningjum, sem farið hafa í slíkar ferðir á vegum skrifstofunnar. Pantið því snemma, þar sem þegar er sýnt að aðsókn verður enn sem fyrr mikil að SUNNUFERÐUM, þar sem fólk fær mest fyrir peningana. VELKOMIN í SUNNUFERÐIR — OG HINN STÓRA HÓP ÁNÆGÐRA VIÐSKIPTAVINA SKRIFSTOFUR SUNNU ERLENDIS: KAUPMANNAHÖFN: VESTERBROGADE 31, TEL. 31 05 55 PALMA DE MALLORCA: C. M. PALMER 28, TEL. 23 53 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.