Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 70

Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 70
MALLORCA (LONDON) 15—17 dagar frá kr. 11.800.— Brottfarardagur annan hvern miðvikudag frá 2. apríl með tveimur dög- um í London á heimleið og að auki beint þotuflug annan hvern föstu- dag frá 18. júlí. Þessar ótrúlega ódýru ferðir til hinna sólríku Spánarstranda og Lon- don getum við haft svona ódýrar, vegna þess að vinsaeldir þeirra leyfa okkur að taka á leigu heilar flugvélar og hafa þær eingöngu í förum 'með Sunnufarþega beint á milli áfangastaða eins og í áætlun- arflugi á ákveðnum vikudögum. Sunna hefir vegna mikilla viðskipta og samninga til margra ára náð hagkvæmum samningum við hótel á Spáni. Þessvegna eru Mallorcaferðir SUNNU nú orðnar frá íslandi jafnvel ódýrari en ferðir í sama gæðaflokki frá Kaupmannahöfn. í þessum ferðum búið þér í tvær ógleymanlegar vikur á góðum hótelum eða íbúðum á Mallorca, víðfrægustu ferðamannaparadís Evrópu í meira en 100 ár. Tónskáldið Chopin var þar „túristi" 1838, einn af mörgum orti hann landinu mikinn óð í tónum og gaf Mall- orca nafnið „Paradís á jörð“. Það var fyrir meira en 100 árum og enn- þá er Mallorca vissulega búin sömu náttúrutöfrum og veðursæld, sem hvergi á sér lika við Miðjarðarhaf. Um það er reynslan ólygnust. Á Mallorca er miklu öruggari og jafnari veðursæld en nokkurs staðar á meginlandi Spánar. Þar er alltaf hlýtt og notalegt en aldrei ofsahiti sá sem oft kvelur fólk á Suður-Spáni [ júll, ágúst og september. Þess- vegna er Mallorca ilangvinsælasti ferðamannastaðurinn í Evrópu, sótt- ur af nærri fjórum milljónum gesta á sl. ári. Paradís sumar, vetur, vor og haust nú eins og á tímum Chopins. Allir þeir, sem eitt sinn komast til Mallorca, vilja þangað ólmir aftur. Þar er veðrið himneskt, sjórinn, sólskinið og skemmtanalifið alveg eins og fólk vill hafa það. Þar er góð þjónusta og glæsileg hótel, sem ekki eru byggð fyrir atvinnubótafé spánska rikisins, eins og viðast á meginlandi Spánar, því allir aðrir landshlutar Spánar öfunda Mallorca af ferðafólkinu og veðursældinni, og Mallorca er eini ferðamanna- staðurinn á Spáni, sem Spánverjar sækja sjálfir i ríkum mæli. Það eru kannski öruggustu meðmælin fyrir ókunnuga, því þekkir nokkur betur Spán en Spánverjarnir sjálfir? Mallorca er líka staður fyrir yður; þangað sér enginn eftir að fara. Fararstjórn og fyrirgreiðsla: Skrifstofa SUNNU í Palma, sími 235334. NÝIR STAÐIR SUNNU Á SPÁNI: — IBIZA — SITGES — BENIDORM — COSTA DEL SOL SUNNA mun í sumar gefa farþegum kost á því að velja um fleiri dvalarstaði á Spáni en verið hefur. Yfirgnæfandi meirihluti fólks, og allir þeir sem til þekkja, velja Mallorca aftur ár eftir ár. Þessvegna mun leigufluginu beint þangað, en farþegum dreift þaðan til annarra nær- liggjandi staða, sem eru um hálftíma flugferð frá Palma. Þannig verður hægt að fá hálfsmánaðardvöl á eyjunni IBIZA, sem er að verða vinsæll skemmtiferðastaður, ekki langt frá Mallorca og meg- inlandi Sþánar. Einnig hefir SUNNA tryggt sér nokkurt pláss fyrir gesti sfna á hótelum í Sitges, sem er fallegur baðstrandarbær um 30 km sunnan við stórborgina Barcelona. Ennfremur hefir SUNNA hótelpláss fyrir gesti sína í Torremolinos og Benidorm á meginlandi Spánar og halda SUNNUFARÞEGAR, sem velja þá staði, beint áfram ferð sinni til annarra áfangastaða, eftir að leiguvélar SUNNU hafa lent á Mallorca. Dvalarkostnaður er hinn sami á öllum þessum stöðum og á Mallorca, samkvæmt hliðstæðri verð- flokkun hótela. f sambandi við ákveðnar ferðir verða fararstjórar frá skrifstofu SUNNU í Palma með ferðahópum, sem fara til annarra staða á Spáni. KAUPMANNAHÖFN — BORGIN VIÐ SUNDIÐ 24. 6. — 19. 7. — 2. 8. — 16. 8. og 30. 8. 15—22 dagar, verð frá kr. 11.800.— Þessar ferðir eru skipulagðar með leiguflugi á svipaðan hátt og Mall- orcaferðirnar vinsælu. — SUNNA hefir nokkur undanfarin ár haft slikar ferðir með leiguflugi milli íslands og Kaupmannahafnar og not- að sæti í flugvélum, sem flytja hingað erlenda ferðahópa. Einnig verða nú sérstakar hópferðir fyrir „lokaða" hópa og félög, þar sem SUNNA kaupir á lækkuðu verði samkvæmt nýjum reglum minnst 50 sæti í áætlunarflugi. Þessar ferðir eru ýmist 8—15 eða 22 daga ferðir og er hægt að velja um margskonar ferðatilhögun. Dvöl í Kaupmannahöfn og ferðir þaðan til ýmissa landa og staða. Er þetta vinsæll og hag- kvæmur ferðamáti. Þannig bjóðast italíuferðir, Norðurlandaferðir, Austurríkisferðir og sitthvað fleira miklu ódýrar en áður hefir þekkzt. Meðan dvalið er i Kaupmannahöfn, geta farþegar tekið þátt í skemmti- og skoðunarferðum, sem skrifstofa SUNNU í Kaupmannahöfn efnir til með islenzkum fararstjóra reglulega í hverri viku. Alla sunnudaga er heilsdagsferð um Norður-Sjáland. Strandleiðin fagra meðfram Eyrar- sundi um vatna- og skógahéruð Sjálands og skoðaður Krónborgar- kastali og Friðriksborgarhöll og margt fleira. Á hverjum mánudegi er heilsdagsferð yfir til Svíþjóðar til Málmeyjar og Lundar, ásamt öku- ferð um Suður-Svíþjóð. Alla laugardagseftirmiddaga er ferð um fs- lendingaslóðir í Kaupmannahöfn. Skoðaður Gamli Garður, Árnasafn, hús Jóns Sigurðssonar, Jónasar Hallgrímssonar og ótal margt fleira. Annan hvern miðvikudag er lagt upp í tveggja daga ferð til Hamborgar. Fararstjórn og fyrirgreiðsla á skrifstofu SUNNU í Kauþmannahöfn, Vesterbrogade 31. sími 310555. KAUPMANNAHÖFN OG FRAMHALDSFERÐIR TIL MARGRA LANDA Ef fólk velur tveggja vikna dvöl í Kaupmannahöfn, er hægt að skipta tímanum og taka þátt i hópferðum, sem SUNNA skipuleggur frá Kaup- mannahöfn til eftirtalinna staða: Noregs og Svíþjóðar. Svartahafs- strandar Búlgaríu, Feneyja og Rímini við Adríahaf, Júgóslavíu, Austur- rikis, Rómar og Sorrento, og átta daga bílferð með dvöl í Rínarlöndum. Eru ferðir þessar mjög ódýrar og farnar í samvinnu við danskar ferða- skrifstofur. Sumar þeirra verða með íslenzkum fararstjórum. KAUPMANNAHÖFN — RÓM — SORRENTO 16. ágúst og 30. ágúst — 15 dagar, kr. 22.800.— Þetta er Norðurlanda- og Italiuferð, sem er örlítið breytt frá fyrri ftalíu- ferðum, þar sem meira er flogið en áður og lengur stanzað á ftalíu. Flogið beint til Kaupmannahafnar og þaðan til Rómar. Dvalið í Róm og Sorrento við Napoliflóann. Skoðaðir merkir staðir og sögufrægir, siglt SUNNUFERÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.