Samvinnan - 01.08.1969, Síða 5

Samvinnan - 01.08.1969, Síða 5
Það hefur verið mjög í tízku undanfarna mánuði, sérstaklega eftir forsetakosningarnar, að gagnrýna stjórnmálaflokka og stjóramálamenn fyrir að seilast til of mikilla áhrifa í þjóðfélag- inu. „Flokksræðið" hefur verið skotspónn ungra manna í öllum stjórnmálaflokkum og margra þeirra, sem standa utan allra flokka, en hafa bersýnilega mik- inn áhuga á að komast til áhrifa í stjóramálum. í greinum þeim, sem Samvinn- an birti í síðasta tölublaði sínu um þetta efni, kom að mínum dómi fátt nýtt fram. Eins og all- ar umræður um þessi mál ein- kenndust þær mjög af algerri einstefnu og ýkjum úr hófi fram. Læsilegust og málefnalegust þótti mér grein Ólafs Jónssonar og ég get tekið undir margt af því, sem þar kom fram. Skrif Hjalta Kristgeirssonar báru þess glögg merki, að hann er ekki fremur en ýmsir aðrir skoðana- bræður hans í tengslum við hinn „íslenzka veruleika". Hjalti sér íslenzkt þjóðfélag í svo furðulegu ljósi, að í rauninni er hann ekki viðræðuhæfur um þessi mál — né önnur. Það er vissulega tími til kominn að ræða „flokksræð- ið“ frá dálítið öðrum sjónarhóli en yfirleitt hefur verið gert fram til þessa og reyna þar með að fá meira jafnvægi í þá mynd, sem við okkur blasir. Öllum er ljóst, að stjórnmála- flokkar og stjórnmálamenn hafa óhófleg völd í okkar þjóðfélagi — en er það allt þeirra sök? Það er t. d. alkunna, að þing- menn og frambjóðendur í kjör- dæmum úti um land gætu haft fullt starf af því einu að annast fyrirgreiðslu fyrir kjósendur sína. Að nokkru leyti er ástæðan sú, að svo margar þjónustustofn- anir eru í Reykjavík, að fólkinu úti á landsbyggðinni er í raun- inni nauðsyn að hafa fulltrúa í Reykjavík, sem getur annazt ýmis mál, sem úrlausnar krefjast. En veigamikil ástæða er líka sú, að í áratugi hefur þetta fólk vanizt þeim hugsunarhætti, að þing- maðurinn sé betur til þess fall- inn að slá víxil í banka en sá sem á láninu þarf að halda. í þessari fyrirgreiðslustarfsemi þingmannanna birtist sú trú fólks, að einungis þeir, sem hafi stjórnmálalega aðstöðu, geti komið málum fram. Er þessi of- urtrú á stjórnmálamennina á rökum reist? Ég dreg það í efa. Mér þykir trúlegt, að banka- stjórinn sé orðinn heldur þreytt- ur á því að fá stöðugar upp- hringingar frá þingmanninum og að áhrifaríkara sé að maður- inn, sem á láninu þarf að halda, sýni sig sjálfur. En með þeirri venju, sem skapazt hefur í þess- um efnum, er verið að troða upp á þingmanninn meiri áhrifum en hann raunverulega hefur. Það er oft sagt, að lýðræði í stjórnmálaflokkunum sé of lítið BlllatalaEtilalaliElalalalalglB Í ÖLLUM KAUPFÉLAGSBÚÐUM * BBIilalaBIaliIalalalalglalilalg FRYSTIKISTUR 250 350 450 LÍTRA NÚ ER RÉTTI TÍMINN AÐ PANTA FYRIR HAUSTIÐ FRYSTISKÁPAR 275 LÍTRA SÍFELLT VINSÆLLI MEÐ HVERJU ÁRINU jO/ut££a^élc^t A / Raftækiadeild - Hafnarstræti 23 - Sími 18395 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.