Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 10
Jafnréttismál kvenna og karia hafa lengi verið ofarlega á baugi f umræðum vm þjóð- félagsmál, og sýnist sitt hverjum I þeim efnum. Fjöldi kvenna er hæst- ánægður með ríkjandi ástand, að ekki sé minnzt á karlmennina, sem margir hverjir líta á konuna einsog hvern annan innanstokksmun á velbúnu heimili. En til eru líka fjöimargir einstaklingar af báðum kynj- um, sem hafa sitthváð við þessi mál að athuga og þá þróun sem orðið hefur undanfarna hálfa öld, síðan íslenzkar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Þó einatt sé talað af allmiklu yfirlæti og jafnvel fyrir- litningu um „kvenréttindi", fela þau í rauninni ekki annað I sér en þau almennu mannréttindi sem flestum karlmönnum finnst sjálfsagt að njóta. Þessi réttindi hafa í sivaxandi mæli fallið konum f skaut, ekki sízt fyrir ötula baráttu hugrakkra brautryðjenda af „veika kynfnu", kvenna einsog Emmeline Pankhurst og dætra hennar i Bretlandi, Brfetar Bjarnhéðinsdóttur, Laufeyjar Valdimarsdóttur og margra annarra kven- skörunga hérlendis, og þannfg mætti rekja sig land úr landi. Er nú svo komið, að konur á Islandi og vfðast hvar í Evrópu og Norður-Am- erfku njóta að lögum sömu réttinda og karlar, þó víða séu gloppur í löggjöfinni, einsog bent er á f nokkrum greinanna hér á eftir. Sam- einuðu þjóðirnar hafa Ifka látið þessi mál mjög til sfn taka og meðal annars samið umfangsmikla yfirlýsingu um afnám sérmeðferðar á konum. Afdrifarfkasti áfanginn f réttindabaráttu kvenna var tvfmælalaust trygg- ing kosningaréttar og kjörgengis, þvf með þeim réttindum opnaðist kvenþjóðinni leið til að hafa bein áhrif á mótun þjóðfélagsins, stjórn þess og löggjöf. Raunin hefur samt orðið sú, að þessi mikilsverðu rétt- Indi hafa að furðulega litlu leyti verið hagnýtt. Segja má að vfsu, að konan hafi djúptæk áhrif á mótun þjóðfélagsins með uppeldi sínu á uppvaxandi kynslóðum, bæði piltum og stúlkum, en þá má ekkl heldur gleyma því, að móðirin er sjálf afkvæmi aldarandans og háð umhverfi sinu, gömlum hefðum og ríkjandi hugsunarhætti, sem aftur mótast af óskum og þörfum karlmannasamfélagsins. Öldum saman hefur tfðkazt að gera annarskonar kröfur til kvenna en karla, Ifta á þær sem ein- hverskonar óæðrf helming mannkynslns, og ekkl hjálpar það uppá sakirnar að konur taka þessu yfirleitt möglunarlaust, halda fast við það sem hefðin hefur helgað og eru frábitnar breytingum eða umbyltingum. Þessu verður ekki breytt nema með rækilegu endurmati á ríkjandi venjum og marksækinni menntun sem miði að þvf að gera hinn óvirka helming þjóðfélagsins vlrkan og ábyrgan. Þegar þess er gætt, hve mjög konur settu svlp á þjóðlff fyrri alda hérlendis, ef trúa má Islendingasögum og öðrum gömlum heimlldum, og hve lengi þær hafa notið almennra lýðréttinda, þá gegnir fullkom- inni furðu hve Iftt þær láta til sfn taka f nútfmanum. Á Alþingi er ein kona meðal 60 þlngmanna, f bæjar- og sveitarstjórnum eru 5 konur meðal 130 fulltrúa, f hreppsnefndum sitja 13 konur meðal 1029 hrepps- nefndarmanna. Á fslandi hefur kona aldrei setið f ráðherrastóli, banka- ráði, útvarpsráðl, menntamálaráði, þjóðleikhúsráði, iðnfræðsluráði, kirkjuráði, aldrei gegnt störfum bankastjóra, sýslumanns, sendiherra, hæstaréttardómara, og þannig mætti lengi telja. Konur eru þriðjungur félagsmanna í verkalýðssamtökunum, en þær eru f miklum melrihluta f láglaunaflokkunum, þó launajafnrétti ríki I orði kveðnu. Þriðjungur stúdenta er kvenfólk, en á árunum 1950—58 luku aðeins 9,9% stúlkn- anna háskólaprófi á sama tíma og 48,9% piltanna luku því. Segja má með nokkrum sanni, að torvelt sé að samræma móðurhlut- verkið almennum störfum í þjóðfélaginu. Meðan konan verður að ala börnin — og engar horfur eru á að þeirri kvöð verði af henni létt í bráðina — verður aðstaða hennar lakari en karlmannsins. En þetta skýrir samt enganveginn áhugaleysi og framtaksleysi fslenzkra kvenna um þjóðfélagsmál. Án efa eiga úrelt menntun og staðnað uppeldi sinn stóra þátt í ástandinu. Og ekki er vert að gleyma þvf, að konur hafa unnið að sinni eigin einangrun með stofnun og starfrækslu sérstakra kvenfélaga á mörgum sviðum. Kvenfélög stjórnmálaflokka eru fáránleg, og sama má reyndar segja um verkalýðsfélög kvenna, menntaskóla kvenna (breyting Kvennaskólans f menntaskóla er skref aftur f gráa forneskju), friðarsamtök kvenna, kristileg félög kvenna, kvenskátahreyf- inguna, og þannig mætti lengi telja. Hvaða tilgangi þjónar þessi að- skilnaður kynjanna nema þeim að ala á gömlum kreddum og fordómum? Greiniiegt er að á mörgum sviðum er rekinn bæði meðvitaður og ómeðvitaður áróður fyrir þvf, að konan haldi áfram að vera stofustáss eða eldabuska — f skólum, skemmtanaiðnaði, auglýsingaskrumi, kvik- myndum, afkáralegum kvennaþáttum f útvarpi o. s. frv. Tfmi er kominn til að fslenzka konan rffi sig uppúr dáðleysinu, taki til höndum í þjóð- félaginu og breyti þeirri aðstöðu sem gamlar hefðir og vanahugsun hafa búið hennl. Hún gæti tll dæmis byrjað á þvf að sjá svo um, að eigin- maðurinn sé ekki rændur föðurhlutverkinu — hann á líka að annast um börnin, jafnvel þó hann „komi þreyttur heim úr vinnu". Má vera að ýmis alvarleg vandamál nútímaþjóðfélaga séu sprottin af sambandsleysi feðra við börn sfn, og þá einkanlega synina. Norsk rannsókn leiddi í Ijós þá umhugsunarverðu staðreynd, að sveitadrengir verða siður „erfið börn“ en þéttbýlisdrengir, vegna þess að þeir umgangast feður sína miklu melra, sjá þá vinna og kynnast sfnu „Iffsmunstri" frá blautu barnsbeini. Þéttbýlisdrengir fara að mestu á mis við þetta munstur og eru þvf „ruglaðir", þekkja ekki sín framtfðarverkefnl og vita ekki, til hvers er ætlazt af þeim, þegar þeir vaxa úr grasi. Stúlkur, bæði í sveit og þéttbýli, hafa sltt munstur fyrir augum allan daginn og hneigjast síður til óknytta en drengir. Konur geta ráðið þjóðfélaginu til jafns við karlmenn ef þær kæra sig um, þvf þær eru vfðast hvar rúmur helmingur þegnanna. Þær þurfa einungis að gera gangskör að þvf að eyða þeirri landlægu bábilju, að það sé ókvenlegt að taka þátt f stjórnmálum eða almennum störfum þjóðfélagsins. f Arabalöndum þykir ókvenlegt að bera ekki andlitsskýlu. Islenzka kvenþjóðin verður að leggja frá sér andlitsskýluna og koma fram sem fullgildur, sjálfstæður aðili. Sjálfstæð kona er miklu skemmti- legri félagi, þetri eiginkona og girnilegri ástkona en undirgefin og viljasljó brúða, sem höfð er til að prýða helmilið ásamt með öðrum innanstokksmunum. Hin sanna heimilisprýði er nefnilega konan sem skilur, að heimilið er þáttur f stærri heild, sem heill og hagur hennar sjálfrar og allrar fjölskyldunnar veltur á, að sé skynsamlega skipulögð og viturlega stjórnað. s-a-m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.