Samvinnan - 01.08.1969, Síða 15

Samvinnan - 01.08.1969, Síða 15
Marie Curie viö stýrið á einum þeirra 20 bila sem hún lét búa tœkjum til geislalœkninga í fyrri heimsstyrjöld. Yfir milljón sœrðir hermenn voru rannsakaöir í þessum bílum, sem höfðu samtals 200 bœkistöðvar víðsvegar á vígstöðvunum. Marie Curie tekur við heiðursdoktorsgráðu í C olumbia-háskóla i New York. Hún var þá 54 ára gömul. Samtals voru henni veittar 20 heiðursdoktorsnafnbœtur um œvina af háskólum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi og Sviss. átti að verða um rannsóknirnar sem Pierre hafði skilið við og kennslu hans í Sorbonne? Hinn 13. maí 1906 ákvað kennararáð vís- indadeildarinnar einum rómi að halda áfram kennarastöðunni, sem hafði verið búin til handa Pierre Curie, og bjóða ekkju hans að taka við henni. Árið 1911 voru Marie Curie veitt Nóbels- verðlaunin í efnafræði. Árið 1912 var henni veitt upptaka í Vísindafélag Varsjár. Sama ár var send sérstök pólsk nefnd á fund hennar til að hvetja hana til að snúa aftur heim til Póllands og vinna vísindastörf sin þar. Meðal nefndarmanna var Nóbelsverð- launaskáldið Henryk Sienkiewicz, höfundur hinnar víðkunnu skáldsögu „Quo vadis?“. En Marie treystist ekki til að þekkjast boð- ið, enda var að litlu að hverfa í Varsjá á þeim árum. En hún hét því að stjórna úr fjarlægð nýrri rannsóknastofu, sem setja átti á laggirnar, og mælti með tveimur beztu nemendum sínum í störf þar. Árið 1913 varð Marie Curie meðlimur Konunglegu vísindaakademíunnar í Am- sterdam, doktor við háskólann í Birming- ham og heiðursfélagi Lista- og vísindafé- lagsins í Edinborg. Sama ár var hún við- stödd opnun geislunarrannsóknastofu í Varsjá sem bar nafn hennar. Árið eftir var lokið við litla hvíta bygg- ingu við Pierre-Curie-stræti í París. Höggvin í stein yfir dyrum hennar stóðu orðin „Insti- tut du Radium, Pavillon Curie“. Þannig var „musteri framtíðarinnar“ nú reiðubúið að taka á móti radíum, starfsliði og forstöðu- manni. Þegar fyrri heimsstyrjöld skall á, sá Marie Curie framá brýna þörf á fram- leiðslu Röntgentækja og bíla með tækjum til geislalækninga. Hún útbjó 20 slíka bíla og sendi þá á vettvang, en hélt einum tii eigin nota. Hún fór ekki framá nein hlunn- indi. Konan, sem forðum hafði nálega soltið í þakherbergi, átti ekki erfitt með að gerast hermaður í fremtu víglínu. Árið 1922 sendu 35 meðlimir Læknaaka- demíunnar í París eftirfarandi áskorun til starfsbræðra sinna: „Undirritaðir félagar telja að Akademíunni væri sómi að því að kjósa Madame Curie aukafélaga í viður- kenningarskyni við þátt hennar í uppgötvun radíums og nýrri lækningaraðferð, Curie- lækningum." Þetta var byltingarkennt skjal. Hér var ekki einungis lagt til, að kona yrði í fyrsta sinn kosin í vísindalega akademíu í Frakk landi, heldur voru allar fyrri hefðir einnig brotnar, þegar lagt var til að hún yrði kosin án eigin óska eða umsóknar. Sextíu og fjór- ir félagar Læknaakademíunnar undirrituðu þetta skjal — og veittu þannig bræðrum sínum í Vísindaakademíunni þarfa lexíu. Allir umsækjendur um hið auða sæti dróga sig í hlé, þegar áskorunin kom fram. Árið áður hafði hún farið til Bandaríkj- anna til að þakka ráðamönnum þar fyrir gramm af radíum, sem hafði verið sent henni að gjöf vestan um haf. Hún hafði ekki efni á að framleiða radíum í því magni sem hún þarfnaðist fyrir rannsóknir sínar, og því var þessi gjöf henni mjög mikils- verð. Þetta var í fyrsta sinn sem hún fór í opinbera heimsókn, og hún varð að taka á öllu sem hún átti til að vinna bug á feimni 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.