Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 15
Marie Curie viö stýrið á einum þeirra 20 bila sem hún lét búa tœkjum til geislalœkninga í fyrri heimsstyrjöld. Yfir milljón sœrðir hermenn voru rannsakaöir í þessum bílum, sem höfðu samtals 200 bœkistöðvar víðsvegar á vígstöðvunum. Marie Curie tekur við heiðursdoktorsgráðu í C olumbia-háskóla i New York. Hún var þá 54 ára gömul. Samtals voru henni veittar 20 heiðursdoktorsnafnbœtur um œvina af háskólum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi og Sviss. átti að verða um rannsóknirnar sem Pierre hafði skilið við og kennslu hans í Sorbonne? Hinn 13. maí 1906 ákvað kennararáð vís- indadeildarinnar einum rómi að halda áfram kennarastöðunni, sem hafði verið búin til handa Pierre Curie, og bjóða ekkju hans að taka við henni. Árið 1911 voru Marie Curie veitt Nóbels- verðlaunin í efnafræði. Árið 1912 var henni veitt upptaka í Vísindafélag Varsjár. Sama ár var send sérstök pólsk nefnd á fund hennar til að hvetja hana til að snúa aftur heim til Póllands og vinna vísindastörf sin þar. Meðal nefndarmanna var Nóbelsverð- launaskáldið Henryk Sienkiewicz, höfundur hinnar víðkunnu skáldsögu „Quo vadis?“. En Marie treystist ekki til að þekkjast boð- ið, enda var að litlu að hverfa í Varsjá á þeim árum. En hún hét því að stjórna úr fjarlægð nýrri rannsóknastofu, sem setja átti á laggirnar, og mælti með tveimur beztu nemendum sínum í störf þar. Árið 1913 varð Marie Curie meðlimur Konunglegu vísindaakademíunnar í Am- sterdam, doktor við háskólann í Birming- ham og heiðursfélagi Lista- og vísindafé- lagsins í Edinborg. Sama ár var hún við- stödd opnun geislunarrannsóknastofu í Varsjá sem bar nafn hennar. Árið eftir var lokið við litla hvíta bygg- ingu við Pierre-Curie-stræti í París. Höggvin í stein yfir dyrum hennar stóðu orðin „Insti- tut du Radium, Pavillon Curie“. Þannig var „musteri framtíðarinnar“ nú reiðubúið að taka á móti radíum, starfsliði og forstöðu- manni. Þegar fyrri heimsstyrjöld skall á, sá Marie Curie framá brýna þörf á fram- leiðslu Röntgentækja og bíla með tækjum til geislalækninga. Hún útbjó 20 slíka bíla og sendi þá á vettvang, en hélt einum tii eigin nota. Hún fór ekki framá nein hlunn- indi. Konan, sem forðum hafði nálega soltið í þakherbergi, átti ekki erfitt með að gerast hermaður í fremtu víglínu. Árið 1922 sendu 35 meðlimir Læknaaka- demíunnar í París eftirfarandi áskorun til starfsbræðra sinna: „Undirritaðir félagar telja að Akademíunni væri sómi að því að kjósa Madame Curie aukafélaga í viður- kenningarskyni við þátt hennar í uppgötvun radíums og nýrri lækningaraðferð, Curie- lækningum." Þetta var byltingarkennt skjal. Hér var ekki einungis lagt til, að kona yrði í fyrsta sinn kosin í vísindalega akademíu í Frakk landi, heldur voru allar fyrri hefðir einnig brotnar, þegar lagt var til að hún yrði kosin án eigin óska eða umsóknar. Sextíu og fjór- ir félagar Læknaakademíunnar undirrituðu þetta skjal — og veittu þannig bræðrum sínum í Vísindaakademíunni þarfa lexíu. Allir umsækjendur um hið auða sæti dróga sig í hlé, þegar áskorunin kom fram. Árið áður hafði hún farið til Bandaríkj- anna til að þakka ráðamönnum þar fyrir gramm af radíum, sem hafði verið sent henni að gjöf vestan um haf. Hún hafði ekki efni á að framleiða radíum í því magni sem hún þarfnaðist fyrir rannsóknir sínar, og því var þessi gjöf henni mjög mikils- verð. Þetta var í fyrsta sinn sem hún fór í opinbera heimsókn, og hún varð að taka á öllu sem hún átti til að vinna bug á feimni 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.