Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 16
Þessi mynd, sem tekin var nálœgt Genf drungalegan dag árið 1925, sýnir fund tveggfa frá-
bœrra vísindamanna, Marie Curie og Alberts Einsteins, meðan þing Þjóðabandalagsins stóð yfir.
Árið 1922 kaus framkvœmdaráð Þjóðabandalagsins Marie Curie einróma meölim Samstarfs-
nefndar menntamanna, þar sem hún starfaði af miklum áliuga að hagnýtingu vísindanna i
þágu jriðar og mannúðar.
Áriö 1921 fór Marie Curie til Bandarikjanna til að þakka þarlendum stjórnvöldum fyrir gramm
af radium sem henni hafði verið sent að gjöf. Á myndinni situr hún í stól umkringd blaða-
mönnum og myndatökumönnum, hlédrœg og feimin einsog lítil stúlka.
sinni og ótta. Við sama tækifæri var hún
gerð heiðursdoktor við Columbia-háskóla í
New York, en samtals voru henni veittar
20 heiðursdoktorsnafnbætur um ævina við
háskóla í Bandaríkjunum, Bretlandi, Pól-
landi og Sviss.
í september 1927, þegar Marie Curie stóð
á sextugu og hafði fyrir skömmu gengið
undir uppskurð til að stöðva blindu sem
fór í vöxt, skrifaði hún systur sinni, Broníu:
„Stundum bregzt kjarkurinn mér, og þá
finnst mér að ég ætti að hætta að vinna
og helga mig í staðinn garðyrkjustörfum.
En mér halda þúsund bönd, og ég hef enga
hugmynd um hvenær mér muni takast að
koma annarri skipan á hlutina. Ég veit ekki
heldur hvort ég gæti lifað án rannsókna-
stofunnar, jafnvel þó ég skrifaði vísinda-
rit.“
Marie Curie lézt hinn 4. júlí 1934 og var
þá 67 ára gömul. Banameinið var blóðsjúk-
dómur, sem lýsti sér þannig að beinmerg-
urinn lamaðist, sennilega vegna geislunar
af völdum hinna löngu tilrauna. Undir lok-
in heimsótti hún ekki dætur sínar, Iréne
eða Eve, eða aðra ættingja. Hún var alein
með þeim verkefnum sem hún hafði helgað
líf sitt frá æskuárum.
Ári síðar var bókinni, sem Marie hafði
lokið rétt fyrir dauða sinn, bætt við bóka-
safn Radíumstofnunarinnar í Pierre-Curie-
stræti. Það var þung bók. Á grárri kápunni
var nafn höfundar: Madame Pierre Curie,
prófessor við Sorbonne. Nóbelsverðlauna-
hafi í eðlisfræði. Nóbelsverðlaunahafi í
efnafræði. Titill ritsins var einfaldlega
„Geislun".
Eve dóttir hennar sagði um hana: „Hún
var eilífur nemandi; hún fór um eigin ævi-
braut einsog ókunnug kona. Hún var allt til
enda heil, eðlileg og nálega óvitandi um
furðuleg örlög sín. Hún kunni ekki að vera
fræg.“ ♦