Samvinnan - 01.08.1969, Síða 22
nægilegur starfsgrundvöllur fyr-
ir karlmenn, en kona þykir með
því hafa fullan vinnudag. Búa
karlmenn yfir svo miklu meiri
starfsorku en konur? Án þess að
vilja móðga karlmenn hef ég
ekki orðið vör við það á vinnu-
stöðum, og benda mætti á í þessu
sambandi að karl og kona vinna
sömu störf hlið við hlið í veit-
ingamálum og á klæðskeraverk-
stæðum.
Annað dæmi má taka. Setjum
svo, að barngóðan pilt langi til
að leggja fyrir sig barnagæzlu
og fara í Fóstruskólann. Starfs-
heitið er ekki til í karlkyni —
yrði sennilega fóstri — fremur
en embættisheiti ráðherra er til
í kvenkyni, og segir sína sögu.
Þessi piltur yrði að vera vel
brynjaður gegn þeim hleypidóm-
um að hann væri að leggja stund
á kvennanám. Ég lagði málið
undir álit nokkurra karla og
kvenna. Karlmönnunum þótti
skrýtið, að „tápmikill strákur
hefði áhuga á slíku“. Nokkrum
nýtízkulegum konum þótti það
eðlilegt og sjálfsagt og tvímæla-
laust börnunum til góðs. Öðrum
meira vanabundnum fannst þetta
nú „eiginlega kvenmannsverk".
Á einum starfsvettvangi
kvenna hafa karlmenn haldið
innreið sína og er mikill fengur
að, þ. e. í hjúkrunarmálum. Aug-
ljóst er, að í sérmenntaðri
kvennastétt eru alltaf afföll á
starfskröftum, vegna barnaupp-
eldis og heimilishalds, og þá get-
ur verið nauðsynlegt, eins og í
tilvikum sem hjúkrun, að bæði
kyn séu í starfsgreininni. Það er
óneitanlega þjóðfélaginu í óhag,
að sumar starfsgreinar séu yfir-
fullar en aðrar hálftómar fyrir
þá sök að kvenfólk hefur haft á
þeim einkarétt. í ljósi þessa sjálf-
sagða réttindamáls karla gerðist
sá ánægjulegi atburður fyrir
nokkrum árum, að stéttarfélagið
breytti nafni sínu úr Félag ís-
lenzkra hjúkrunarkvenna í
Hjúkrunarfélag íslands. Nóg er
af kvenfélögunum samt.
Menntaskólanám kvenna
Á æðra menntastigi, þar sem
þó ríkir fullkomið jafnræði í
námi og stúlkur ættu að vera
farnar að öðlast örlítið meiri
skilning og þekkingu á sínum
málum, sýna þær ákveðnar til-
hneigingar í námsvali, sem rekja
má til þess að þær líta á sjálfar
sig fyrst og fremst sem kven-
menn með ákveðið sérhlutverk
síðar meir í lífinu. Þótt margar
séu auðvitað við nám með fast
starfsmarkmið fyrir augum, eru
piltarnir þó hlutfallslega fleiri,
sem gera sér grein fyrir raun-
verulegum tilgangi námsins, þ. e.
að þess er vænzt af þeim að þeir
fari í langskólanám og búi sig
undir ákveðin þjóðfélagsstörf.
Markmið ungs fólks á námsár-
um þess hlýtur alltaf að vera
tvíþætt: annars vegar að læra
til einhverra starfa og hins vegar
að eignast einhvern tíma konu
eða mann og stofna bú. Á róm-
antískum æskuárum átta stúlk-
urnar sig oft ekki á því fyrr en
um seinan, að síðarnefnda mark-
miðið kann að kaffæra hið fyrra,
og hve mikilvægt þeim er sem
manneskjum að reyna að sporna
gegn því. Piltarnir ráða miklu
betur við þetta tvíþætta mark-
mið. Vegna sérstöðu þeirra í
þjóðfélaginu þarf hjónaband
ekki að eyðileggja fyrir þeim
námið. Það er talið svo miklu
sjálfsagðara að þeir stundi nám.
Reyndar þarf það ekki að henda
stúlkurnar heldur, ef þær eru
nægilega marksæknar og gera
sömu kröfur til eiginmannsins
og hann til þeirra.
Munurinn á námsvali pilta og
stúlkna á menntaskólastigi kem-
ur fram í því, að meirihluti
stúlkna sækir í máladeild, en
meirihluti pilta í stærðfræði- eða
náttúrufræðideild. Ber þá að
álykta að tungumálanám liggi
eitthvað betur fyrir stúlkum en
raunvísinda- eða stærðfræðinám?
Samkvæmt þeirri kenningu, sem
við aðhyllumst nú til dags, að
kynin standi jafnt að vígi í and-
legu atgjörvi frá náttúrunnar
hendi, er þessa tilhneigingu
kvennanna ekki að rekja til þess.
Að sjálfsögðu hefur hver ein-
staklingur sína sérhæfileika, sem
falla betur að einni námsbraut
en annarri. Þetta á jafnt við um
pilta og stúlkur og kemur kyn-
ferði þeirra ekki við, að öðru
leyti en því, að þeim hefur verið
beint inn á ákveðnar brautir
sem kynverum í uppeldinu. Nær-
tækari skýring er í fyrsta lagi sú,
að tungumálakunnátta þykir
henta konum einkar vel. Ég geri
mér ekki vel ljóst hvers vegna
það á að vera svo, því það er
þægilegt fyrir alla, karla sem
konur, að kunna tungumál. í
öðru lagi, og það er mergurinn
málsins, eru framamöguleikar í
tækniþjóðfélagi miklu augljósari
að loknu stærðfræði- eða raun-
vísindanámi en með málanám að
baki. Þessu gera piltarnir, eða
þeir sem hafa áhrif á þá, sér að
einhverju leyti grein fyrir. Aftur
á móti hugsa stúlkurnar oft ekki
lengra en til stúdentsprófs og eru
óráðnar í hvað þær gera að því
loknu. Það getur alltaf eitthvað
gerzt! Þarna leika þær kven-
hlutverk sitt en ekki framar hlut-
verk þjóðfélagsþegnsins, sem
æskilegt væri að legði þjóðfélag-
inu eitthvert lið með menntun
sinni, fyrir utan það að stýra
heimili og eignast börn. Hver
getur láð þeim þennan hugsun-
arhátt, þegar meira að segja for-
ráðamenn benda þeim á sérstöðu
í námi og þjóðfélagi?
í fylgiskjali Vlb í frumvarpi
til laga um menntaskóla, sem
lagt var fyrir Alþingi í vor, er
fjallað um þá kosti, sem því fylgi
að gera Kvennaskólann í Reykja-
vík að menntaskóla, og er reynd-
ar sérálit tveggja nefndarmanna
í menntaskólanefndinni, eftir að
meirihluti hafði skilað áliti um
ókosti þess. Þar segir m. a. „Ef
Kvennaskólinn í Reykjavík fengi
réttindi til að brautskrá stúdenta,
myndi námsefni hans, þegar
fram liðu stundir, vafalaust verða
þannig, að auk þess að veita þá
menntun, sem krafizt er til inn-
göngu í háskóla hér og erlendis,
yrði áherzla lögð á námsgreinar,
sem sérstaklega væru við hæfi
kvenna . . .“ Hvaða námsgreinar
í menntaskóla ættu að vera sér-
staklega við hæfi kvenna og
hvers vegna einkum við hæfi
kvenna? Mér dettur ekki annað
í hug en barnasálarfræði — af
vanahugsun — og þá af því að
konan annast barnsburðinn um-
fram karlmanninn og hefur fram
til þessa sinnt barninu meira
fyrstu árin. Á það má benda að
karlmenn hafa ekki síður en kon-
ur lagt stund á rannsóknir í
barnasálarfræði. Frá mínum bæj-
ardyrum séð er konunni stórlega
misboðið þegar henni er boðið
upp á að draga hana út úr venju-
legu þjóðfélagsumhverfi, þar sem
karlar og konur vinna saman, og
að setja hana í nokkurs konar
hjónabandsgeymslu, við að
stunda sérstaklega „kvennafög"
í æðra námi.
í eftirmála sömu greinargerð-
ar stendur ennfremur: „Einkum
verður að teljast mikilvægt að
til sé stúdentaskóli á landi hér,
sem lokar ekki augunum algjör-
lega fyrir þeirri staðreynd, að
flestar stúlkur, er stúdentsprófi
ljúka, eiga fyrir sér að verða
mæður og húsmæður. Verði
Kvennaskólinn í Reykjavík efld-
ur og gerður að stúdentaskóla,
er að nokkru ráðin bót á stórri
vanrækslusynd menntaskólanna,
sem fyrir eru, að því er varðar
hinar sérstöku menntunarþarfir
kvenna“. Hvers eiga piltarnir að
gjalda að ekki er minnzt á
menntunarþarfir þeirra í sam-
bandi við fjölskyldulíf? Ef stúlk-
urnar eiga að fá að sérmenntast
í menntaskólum sem mæður, eiga
þeir fullan rétt á að sérmenntast
22