Samvinnan - 01.08.1969, Page 23

Samvinnan - 01.08.1969, Page 23
Bryndís Schram: Hin ósýnilega stétt „Æ, hvaö kemur mér þetta viö?” sem feður. Og væri þá ekki hægt að hafa þá menntun í samskól- um og nefna foreldramenntun? Pilturinn á væntanlega helming- inn í barninu. Ef sérstök þörf er talin á að mennta fólk til barn- eigna — og vissulega eru þær meðal mikilvægustu málefna þjóðfélagsins — á hann fullan rétt á að fá sömu menntun og stúlkan. Það hlýtur að fara að líða að því, m. a. með aukinni menntun kvenna, að ekki verði lengur talað um móðurhlutverk konunnar, eins og hún og börnin sjái aldrei karlmann og föður barnanna komi þau hreint ekk- ert við. Einstæðar mæður og ekkjur með börn í uppeldi eru til allrar hamingju í minnihluta í þjóðfélaginu, en þær geta ein- mitt talað af reynslu um hve mikilvægt er að hafa til að bera annað og meira en sérhæfingu í móðurhlutverki. Þeim er mikill akkur í að kunna til einhverra verka, sem hægt er að selja á vinnumarkaði og það helzt dýrt. Mér er sízt í hug að gera lítið úr móðurhlutverkinu og húsmóð- urstörfum. Við vitum öll hve mik- ilvæg þau eru. Hins vegar tel ég, að hver kona eigi að stefna að því, meðan hún hefur tíma til, að öðlast einhverja þá menntun eða starfsþjálfun að hún geti síðar valið, hvort hún vill ein- ungis einbeita sér að heimili sínu eða sinna einnig einhverjum öðrum störfum sér til aukinnar lífsánægju og þjóðfélaginu til hagsbóta. Með markmiðsleysi sínu í menntun eru þær konur alltof margar, sem loka þeirri leið að geta valið og verða að sitja við einn kost, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Háskólamenntun kvenna Að loknu stúdentsprófi er námsval kvenna mjög á sömu leið og í menntaskóla. Stúlkurn- ar sækja flestar í styttra nám, svo sem hinar ýmsu B.A. deildir. Á þessu námsstigi kemur það einnig til skjalanna, að ekkert samræmi er milli þess fjölda stúlkna, sem innritast í háskól- ann, og þeirra sem ljúka þaðan prófi, enda bendir það sem um er rætt hér að framan ekki til að svo geti orðið. Þessi þáttur í menntun kvenna er öllum kunn- ur og því ekki ástæða til að fjölyrða um hann. Staðreyndin er, að við núverandi þjóðfélags- hætti hefur stúlkum verið inn- rætt, að þeim þurfi ekki að vera neitt kappsmál að ljúka háskóla- prófi. Piltarnir, sem það gera, opfi séð fyrir þeim. Hitt er sv- annað mál, að þær vinna oft baki brotnu fyrir þeim árum saman, ósérhæfðar við láglaunastörf, til þess að hljóta þá umbun. Vigdís Finnbogadóttir. í þann mund sem ég var að ganga frá handriti að þessari grein fyrir Samvinnuna, heyrðist í útvarpinu til tveggja útlend- inga, sem búsettir eru hér á landi og áttu að tíunda þá galla í fari mörlandans, sem helzt gerðu þeim lífið leitt. Útlending- arnir voru kurteisir og fóru um okkur mildum höndum. Ekki gat þó hjá því farið, að konan ræki augun í eitt þjóðlífseinkenni ís- lendinga, sem er einkum áber- andi vegna fjarveru sinnar; kon- an lýsti sem sé eftir hinni ósýni- legu helft íslenzks þjóðlífs, kven- þjóðinni. Hvar skyldi hún vera niðurkomin? Annar útlendingur meðal vor, frúin í Norræna húsinu, hefur í blaðaviðtali, sem vakti nokkra athygli, þótzt hafa fundið felu- staðinn: íslenzkar konur halda sig innan fjögurra veggja heim- ilisins; sjóða ýsu, drekka kaffi, og ef að líkum lætur, bera sig upp hver við aðra undan dýrtíð, barnauppeldi, vöntun á vöggu- stofum, barnaleikvöllum og dag- heimilum svo og öðrum þjóð- félagslegum og persónulegum fylgikvillum barneigna, sem eru þeirra upphaf og endir, ær og kýr. Að vísu skýtur þetta skökku við ummæli farfuglsstúlku, sem sló sér niður í nokkra daga í tjaldbúðunum í Laugardal og óðar var haft við blaðaviðtal, eins og títt er um útlendinga, sem tylla hér niður fæti, og spurð, hvernig henni kæmu af- komendur víkinga fyrir sjónir. Stúlkan var í öngum sínum og spurði á móti hvar allir ungir menn á íslandi væru niðurkomn- ir. Hún sagðist hafa verið á rölti um miðbæinn, og þar hefði ekki annað orðið á vegi hennar en fjölmennir herflokkar tánings- stúlkna og gráhærðir bissniss- menn á hlaupum með víxileyðu- blöð undir hendinni. Henni hefði verið sagt, að ungir menn væru að vinna. Er þetta ekki einmitt þver- sögnin í lífi íslenzkra kvenna? Framan af ævi, fram undir að skólaskyldu lýkur, sitja þær við sama borð (skólaborðið) og pilt- ar og þykja hlutgengar til jafns við þá í öllu tilliti, en síðan byrja þær að heltast úr lestinni hver á fætur annarri. Eftir að skólaskyldu lýkur, eða gagn- fræðaprófi, tekur við hið stutta blómaskeið alls þorra íslenzkra kvenna, tíminn sem þær eyða í hinni svokölluðu „biðstofu hjóna- bandsins“. Þá flögra þær um, frjálsar og litskrúðugar eins og fiðrildi (unz þær að lokum fest- ast í neti einhvers fiðrildaveið- arans). Þessa hverfulu stund eru þær karlþjóðinni augnayndi bak við síma- eða búðarborð eða í þúsund og einum skrifstofustól skriffinnskuveldisins, sem þær halda volgum, hver á fætur ann- arri, unz riddarinn hugumprúði kemur þeysandi á hvítum fólks- vagni til að nema þær brott úr prísundinni. Til hvers? Sínum augum lítur hver á silfrið. Sjónarmið X: Konan er sjón- hverfing. Hinn ástfangni maður er brjóstumkennanlegur blind- ingi. Svo lengi sem konunni tekst að viðhalda sjónhverfingunni, tekst að láta manninn ganga sjálfviljugan upp í blekkingunni, er hún drottning í ríki sínu. Fi'á þeirri stundu hefst hin ósýnilega undirokun karlmannsins. í stríði verður sá veiki ævinlega að beita hyggindum, undirferli, klókind- um, ef hann á að eiga von um að sigra andstæðinginn (a la andspyrnuhreyfingin gegn naz- istum, Víetnamar gegn Banda- ríkjamönnum). Taó er eins og vatnið, og vatnið eyðir klöppinni, og konan er eins og Taó. Sigur- verkið er í því fólgið, að hún beitir hinum heimska kraftajötni fyrir vagn sinn, sjálfviljugum, jafnvel óðfúsum, því að hún hef- 23

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.