Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 29

Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 29
54% eða liðlega helmingur. Ald- ursflokkarnir náðu frá 15 ára til 42ja ára. Um menntun kvennanna kom m. a. fram, að 37% höfðu aðeins lokið skyldunámi, þ. e. a. s. ungl- ingaprófi eða fullnaðarprófi úr barnaskóla, en 13% höfðu hlot- ið sérmenntun af einhverju tagi og 13% voru við nám. Sumar þeirra voru að Ijúka námi í gagn- fræðaskóla, aðrar að hefja nám við framhaldsskóla. Af þessum 200 konum voru 174 að eignast sitt fyrsta barn, en 26, þar af 7 fráskildar, höfðu eignazt börn áður og voru með alls 37 börn á framfæri sínu. Börnin voru á aldrinum 1 árs til 20 ára. Lang- flest þeirra voru undir skóla- aldri, eða yngri en 7 ára. Um atvinnuástand þessa hóps er það að segja, að nærfellt helin- ingurinn, eða 95 konur höfðu ekki atvinnu við launuð störf, en þar af voru 33, sem bjuggu með barnsföður og sáu um heim- ili. 55 atvinnulausar stúlkur bjuggu heima hjá foreldrum eða öðrum ættingjum og þar að auki voru 7 án atvinnu, sem bjuggu í leiguhúsnæði, flestar þeirra með eitt eða fleiri börn á fram- færi. Þá kom og fram, að 11 konur kváðust ekki hafa möguleika til að annast barn sitt sjálfar og 4 höfðu ekki ráðið við sig, hvað þær tækju til bragðs. Ástæðurn- ar fyrir því, að þessar 15 kon- ur eygðu litla eða enga mögu- leika til að hafa barnið hjá sér voru margvíslegar, s. s. fjárhags- legir erfiðleikar, ófullnægjandi húsnæði, skortur á heppilegri atvinnu, erfiðleikar með gæzlu fyrir barnið o. fl. Allar þessar 15 stúlkur máttu teljast andlega og líkamlega heilbrigðar og hefðu þess vegna getað sinnt um barn sitt. Þær áttu allar sam- merkt um það að standa uppi einar án stuðnings frá foreldr- um eða barnsföður. Sumar bjuggu í einu leiguherbergi og réðu ekki við stærra húsnæði. Aðrar voru með börn á framfæri fyrir og gátu rétt framfleytt sér við þær aðstæður, sem þær höfðu. Þessar uggvænlegu niðurstöð- ur hljóta að vekja menn til um- hugsunar um, hve alvarleg vandamál eru hér á ferðinni, sem krefjast úrlausnar hið fyrsta. Engu er líkara en að ógiftar mæður séu einn hópur í þjóð- félaginu, sem hefur gleymzt eða orðið útundan, þegar félagslegar umbætur, er miða að heill og velferð einstaklingsins, hafa séð dagsins ljós. Ef til vill má vera, að skýringuna megi að einhverju leyti rekja til þeirrar staðreynd- ar, að einstæðar mæður sem heild fara yfirleitt hljótt með vandkvæði sín, og hingað til hafa þær ekki haft í frammi há- værar kröfur um betri kjör sér og börnum sínum til handa. Ekki einu sinni þó aðstæður þeirra séu svo ömurlegar, að þær neyð- ast til að fela öðrum forsjón barna sinna um aldur og ævi. Spyrja mætti þeirrar spurning- ar, hvort sinnuleysi samfélagsins í þessum efnum sé í samræmi við þá mannúðar- og mannrétt- indahugsjón, sem við teljum okk- ur aðhyllast. Hvers eiga þessi börn að gjalda, þegar þau fá ekki að njóta umönnunar mæðra sinna, vegna þess að félagslegar aðstæður leyfa ekki slíkt? Hér á landi er eins og kunnugt er eng- in stofnun, þar sem ógiftar mæð- ur geta átt athvarf með börn sín fyrstu mánuðina eftir fæð- inguna og notið aðhlynningar og fyrirgreiðslu á erfiðasta tíma- bilinu. Við berum okkur oft saman við frændþjóðirnar á Norður- löndum og þykjumst hafa þar í fullu tré, a. m. k. á sumum svið- um. En samanburður í þessum efnum verður okkur sannarlega mjög óhagstæður. Málefnum ein- stæðra mæðra hefur um áratugi verið mikill gaumur gefinn hvar- vetna á Norðurlöndum. Mæðra- heimili hafa verið starfrækt um langt árabil, og sífellt er unnið að hvers kyns umbótum í þágu einstæðra mæðra. Menn hafa fyrir löngu gert sér ljóst, hversu mikið er í húfi, að uppeldisskil- yrði þessara barna þurfi ekki að verða miklu lakari en hinna, sem njóta umönnunar beggja for- eldranna. Ef við víkjum aftur að þeim mæðrum, sem verða að afsala sér börnum sínum fyrir fullt og allt, er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um, hvað verður um börnin. Fram til þessa hefur enginn opinber aðili haft það hlutverk að fylgjast með því, hvernig nýfæddum börnum er ráðstafað í fóstur. Að vísu eru ákvæði í núverandi barnavernd- arlögum, sem mæla svo fyrir, að ekki megi ráðstafa barni í fóst- ur nema í samráði við Barna- verndarnefnd. En almennt veit fólk ekki um þetta, og fram að þessu hefur hver og einn getað ráðstafað nýfæddum börnum að vild. Stundum hafa mæðurnar sjálfar eða ættingjar og jafnvel kunningjar verið milligöngu- menn. Ennfremur starfsfólk fæð- ingarstofnana. Fyrir kemur að búið er að ráðstafa barninu, áður en það fæðist, og verðandi fóst- urforeldrar taka það á fæðingar- stofnuninni svo til nýfætt eða nokkurra sólarhringa gamalt. Þaðan fer það vitanlega óskírt og í mörgum tilvikum ófeðrað, því samkvæmt lögum er ekki skylda hér á landi að gefa upp nafn barnsföður, ef móðir óskar eftir að halda því leyndu. Enda þótt þessar ráðstafanir heppnist vonandi vel í flestum tilvikum (sem enginn veit þó um), er hinu ekki að neita, að þessar að- ferðir verða að teljast í hæsta máta hæpnar og óhætt að full- yrða, að lítið samræmast þær nú- tíma vinnubrögðum og skoðun- um sérfræðinga í uppeldis- og barnaverndarmálum. Það er vit- að mál, að mörg þessara barna eru tekin í fóstur með ættleið- ingu í huga. Málið kemur hins vegar ekki til opinberra aðila, fyrr en ættleiðingarbeiðni er lögð fram. Oft og tíðum er barn- ið þá búið að dveljast mánuðum og jafnvel árum saman hjá vænt- anlegum kjörforeldrum. Yfirleitt er þá óhægt um vik að koma fram nákvæmum rannsóknum, og venjulegast látið duga að kanna ytri aðstæður fósturfor- eldra. Engin athugun er gerð á barninu sjálfu, og litlu hægt að breyta með tilliti til viðhorfa og aðstæðna kynmóður, en skriflegt samþykki hennar verður þó að liggja fyrir. Aftur á móti er því ekki þannig farið með kynföður óskilgetins barns. Þar hefur móð- irin ein foreldraréttinn yfir barn- inu og feðurnir því nánast rétt- lausir. Ættleiðingin getur því náð fram að ganga, án þess að skriflegt samþykki föður liggi fyrir. Hér er ekki ætlunin að ræða frekar um þessi atriði, enda þótt hér sé hreyft við máli, sem of lengi hefur legið í láginni. Ef ættleiðingarmál þarfnast ekki nákvæmrar rannsóknar velmennt- aðs starfsfólks, veit ég ekki hvar þurfa að vera vönduð vinnu- brögð. En snúum okkur aftur að efn- inu og virðum fyrir okkur annan hóp af börnum ógiftra mæðra. Það eru þau sem ekki hafa í annað hús að venda en sólar- hringsvöggustofu, þegar dvölinni á fæðingarstofnuninni er lokið. Þetta verður þeirra athvarf, vegna þess að mæður þeirra hafa engin skilyrði til að hafa þau hjá sér, en streitast gegn því að gefa þau í þeirri von, að ástæð- ur þeirra batni og þær geti þá tekið þau til sín aftur. Hvort heldur börnin dveljast lengur eða skemur á vöggustofunni, þá er og verður slík ráðstöfun ávallt neyðarúrræði, og oft og tíðum getur sú dvöl valdið óbætanlegu tilfinningatjóni bæði fyrir barn og móður. Það ætti að vera ó- þarft að fjölyrða um það, hversu óæskilegt það er að vista barn á stofnun, hversu góð sem hún er, ef móðirin er á annað borð fær um að annast það, svo fremi að hún hafi þannig félagslegar aðstæður sem geri henni það kleift. Og enn getum við haldið áfram. Þá hef ég í huga þær mæður, sem fara þá leið að koma börnunum fyrir daglangt hjá ættingjum eða kunningja- fólki vegna skorts á dagvöggu- stofum, en reyna að annast þau utan vinnutíma. Oft blessast þetta allvel og hefur þann kost, 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.