Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 39

Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 39
Hverskonar maður er hann? í sögunni fá- um við enga vitneskju um það. Flestar persónur í þessum íslenzku nú- tímasögum virðast hafast við í einskonar undirheimum. Þær virðast vera að leitast við að svara til „allra manna“, en afþví þær eiga engar rætur í veruleikanum verða þær óraunverulegar. Okkur er stundum sagt, að þær séu hávaxnar eða lágvaxnar, laglegar eða ófríðar, uppaldar í sveit eða kaupstað, en fáum enga vitneskju um áhuga- mál þeirra, tómstundastörf, drauma eða lífsskoðanir. Þær hafa engar málvenjur eða önnur sérkenni sem aðgreini þær frá öðr- um; þær eru ekki einu sinni manngerðir, einsog t. d. þysmiklir kaupsýslumenn, renglulegir stúdentar, glaðværar húsmæður, ofstækisfullir æsingamenn eða innantómar fegurðardísir. Þær sjá hvorki sjálfar sig né aðra í raunhæfu ljósi, kannski vegna þess að þær horfa aldrei á aðra og eru sífellt að hugsa um eigin hagi. Þær eru eins svip- lausar og formlausar einsog fólk á áhorf- endabekkjum, og hvernig fáum við þá kynnzt þeim til þeirra muna, að við getum grátið með þeim og hlegið með þeiin? Tilfinningaskorturinn í íslenzkum skáld- verkum kann að vera spegilmynd af skap- gerð íslendinga, en hann gerir það að verk- um að persónur í skáldverkum virðast vera kaldar. Algengustu tilfinningar í sögum virðast vera reiði vegna særðs metnaðar, óvild, sjálfsmeðaumkun og kynferðislosti. Tillit til annarra er nálega óþekkt, en nóg af sjálfselsku. Jafnvel ástríðufyllstu „ástar- sögu“ lýkur með því, að söguhetjan, hvort sem hún er kvenkyns eða karlkyns, nýtur líkamlegrar fullnægingar án minnsta tillits til þess hvort hinn aðilinn hafi öðlazt full- nægingu. Þessi eigingirni gerir söguhetjuna ekki hugfólgna vestrænum lesendum. Ef satt skal segja, þarf að gefa sérstakar skýringar á ástinni í íslenzkum sögum, því hugmyndin um ást karls og konu virðist vera mjög ópersónuleg. í ástafarslýsingum íslenzkra sagna felur ástin einungis í sér líkamlega aðlöðun, og að fá ást sína endur- goldna merkir það eitt að eiga kynmök við hinn aðilann, en jafnvel þetta samband, einsog því er lýst í íslenzkum sögum, verð- ur ekki reynsla, heldur aðeins athöfn. í ástarsögum, þar sem hjónaband er mark- miðið, er ungi maðurinn „alsæll“ ef vin- kona hans fullnægir honum kynferðislegn, er góð matreiðslukona, vill „annast um hann“ og vera eign hans. Stúlkan velur sér ekki maka vegna jákvæðra eiginleika hans, heldur vegna þess að hún fellur hor- um í geð og hann er hvorki skömmóttur né drykkfelldur. Vera má að íslenzkum les- endum veitist auðvelt að átta sig á þessari hugmynd um ástina, en vestrænir lesendur vilja fá annað og meira en þennan hvers- dagslega og frumstæða skilning. f vest- rænu lífi og vestrænum ástarsögum leitar hetjan félaga eða maka sem bæti upp eða fylli í eyður hennar, hvort sem sú leit ber árangur eða ekki. Afturámóti er sá ís- lenzki háttur að „taka við og samþykkja" fremur en leita, að velja með neikvæðum hætti og sætta sig í bölmóði við nauðsynjar daglega lífsins (matreiðslu, saumaskap og þvotta) torskilinn í sögu um fullþroska fólk. Vestrænn lesandi ætlast til þess, að elskendur hugsi út frá hugtakinu „við“ en ekki „ég“ í andrúmslofti gagnkvæmni. íslenzka söguhetjan tjáir djúpar tilfinning- ar í garð konu sinnar með því að segja: „Þú ert þreytt. Hvíldu þig. Láttu uppþvott- inn bíða“. Vestræna söguhetjan er líkleg til að segja það sama, en bæta við: „Ég skal þvo upp, svo þú getir hvílt þig með góðri samvizku". Með því sýnir hann að skilningur hans á konu sinni er dýpri og umhyggja hans ekki orðin tóm. íslending- urinn hallar sér síðan aftur á bak og hug- leiðir hve góður hann sé konu sinm. en vestrænn stallbróðir hans hugsar af æ meiri innileik um konu sína, hjónband þeirra (sennilega með nýjan bjarma í augnaráð- inu) meðan hann þvær upp diskana í hugum vestrænna lesenda gilda ákveðn- ar hegðunarreglur, svosem þær að góður maður hefur ekki rangt við í spilum, eigin- maður ver konu sína, barn hlýðnast for- eldrum sínum, stúlkur tæla ekki mága sína. Söguhetja sem brýtur þessar reglur verður í fyrsta lagi að vera sér meðvitandi um að hún sé að brjóta reglur og síðan gefa les- andanum ótvíræðar ástæður fyrir hegðun sinni, ef hún á að halda samúð hans. Þegar íslenzk söguhetja brýtur þessar reglur á- hyggjulaust og án nokkurrar innri baráttu, er hún óraunhæf. Það sem er viðtekin hegð- un í einu landi er ámælisvert í öðru, nema orsakirnar séu skýrðar. Svo gripið sé til hins margþvælda dæmis, þá er það talin mikil kurteisi í einu landi að ropa að lok- inni máltíð, í öðru landi er það umborið með góðlátlegu brosi, en í því þriðja er það ófyrirgefanlegt. Einhver mestu átökin í mörgum vestræn- um sögum snúast um það, hvort hetjan muni standa við eða heykjast á ákveðnum meginreglum, en ef slíkar reglur eru ekki fyrir hendi í íslenzku þjóðfélagi, verður að skilgreina hvað skiptir mestu máli þar. Hægt er að dá söguhetju fyrir að halda fast við ákveðnar siðareglur, hvort sem þær eru réttar eða rangar, en séu þessar siðareglur frábrugðnar þeim reglum sem almennt eru viðteknar, verður að skilgreina þær til að gera þær trúanlegar. Það er ekki rétt, að fátt í íslenzkum hátt- um og hegðun stuðli að sköpun raunhæfra og litríkra sögupersóna fyrir vestrænan markað. Það þarf einungis að gefa fyllri skýringar og höfundurinn verður að hafa meiri yfirsýn og innsæi til að gera persón- urnar sennilegar. í þessu skyni verður hann að komast að raun um af eigin reynslu, að hvaða leyti íslendingar eru frábrugðnir öðr- um þjóðum, og hverjar séu hinar eiginlegu siðareglur og hugsjónir þeirra. Með því móti verða persónur hans sennilegar og geðfelldar, og umhverfi þeirra verður hreint ekki eins undarlegt og menn kynnu að halda. ♦ 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.