Samvinnan - 01.08.1969, Side 40

Samvinnan - 01.08.1969, Side 40
Ernest Hemingway Hinn 2. júlí 1961 beindi maður riffli að höfði sér og drap sig — og þessi maður átti allt sem dauðlegan mann gat dreymt um, hafði fengið Nóbelsverðlaunin, hafði 100.000 dollara í árstekjur, bjó yfir lífs- þorsta og ævintýraþrá sem jafnaðist á við sköpunarmátt hans, átti vetrarhús í Saw- tooth-fjöllum, sérstaklega útbúna lysti- snekkju til fiskveiða á Mexíkóflóa að sumr- inu, hafði til umráða velbúna íbúð á Ritz hótelinu í París, sem ævinlega var til taks, og aðra á Gritti-hótelinu í Feneyjum, lifði í farsælu hjónabandi og átti trygga vini um heim al'an. Enginn skildi ástæðuna. Það voru á kreiki allrahanda gróusögur um að Hemingway hefði verið fársjúkur, að hann hefði þjáðst af krabbameini eða einhverjum öðrum ólæknandi sjúkdómi. Seinna kom á daginn, að hann þjáðist reyndar af ólækn- andi sjúkdómi, sem engin læknavísindi geta ráðið bót á: vaxandi aldri og þeim leiða sem fjörmikill maður finnur til þegar þrótt- urinn og skynfærin taka að sljóvgast og hann kemst að raun um að hann getur ekki barizt einsog áður. Dauði Ernests Hemingways færir okkur lykilinn að lífi hans og list. Hann leiðir í ljós að hægt er að blekkja alla heimsbyggð- ina og sjálfan sig í þokkabót, en að lögmál lífsins leiða fyrr eða síðar til þess, að jafn- vægi kemst á að nýju. Og því hærri sem vinningurinn var, þeim mun meira hlýtur tanið að verða. Nemesis læðist inn bak- dyramegin. Ævi og endalyktir Hemingways eru saga manns sem ölvast af athöfnum og blómgun allra sinna skilningarvita og líkamskrafta, en gleymir að hann verður líka að rækta andlega orku sína til að verða heill. Komst lífsnautnamaðurinn og tilbiðjandi lífsork- unnar um síðir að raun um, að hann hafði dregið sjálfan sig á tálar? Hann var hvers- dagsmaður sem gerði alla drauma hvers dagsmannsins að veruleik í lífi sínu og upp- götvaði of seint — eða neitaði að horfast í augu við það — að þunglyndisköst, tóm leiki og leiði elliáranna voru rökrétt af- leiðing þeirra einhliða verðmæta sem hann hafði dáð. Það eru einkennilegar hliðstæður milli ævi og endalykta Marilynar Monroe og Ernests Hemingways. Bæði náðu þau að draga til sín áhuga allrar heimsbyggðarinn- ar, bæði spunnu þau utanum líf sitt eins- konar goðsögu, og bæði komust þau að raun um að þau höfðu veðjað á rangan hest — eða reyndu að stugga hugsuninni um það frá sér — þegar aldurinn tók að draga þau uppi, þegar þau fóru að missa tökin á þeim ytra heimi sem þau höfðu reist alla tilveru sína á. Ekkert nema tómleikinn varð eftir þegar óttinn við hrörnunina fór að ásækja þau. Um það bil einu ári eftir dauða Heming- ways situr Marilyn Monroe klukkustundum saman fyrir framan spegilinn og strýkur gómunum yfir enni sitt og gagnaugu. Þegar ráðskonan lítur inn til hennar, segir hún: ..Þeim fiölgar stöðugt. Allt andlitið er bakið hrukkum. Það er ekkert hægt að gera framar. Því er lokið. Allt búið.“ Skömmu síðar hringir hún í nokkra kunningia meðal ljósmyndara og lætur ljósmynda sig nakta tímunum saman. Það er síðasta stóra gjöfin hennar til heimsins. Þannig átti hann að muna hana. Hinn 2. ágúst sama ár fremur hún sjálfsmorð með stórum skammti af svefntöflum. „Hversvegna langar þig til að drepa þig?“ spurði vinur Hemingways, bandaríski blaða- maðurinn Hotchner, eftir að hann hafði gert margar misheppnaðar sjálfsmorðstilraunir. Hemingway hikaði andartak, en sagði síð- an rólegur: „Hvað heldurðu að verði um mann sem nálgast sextugsaldurinn, þegar honum verður ljóst að hann getur yfirleitt ekki framar gert neitt af öllu því sem hann lofaði sjálfum sér á góðu árunum?" Öðru sinni sagði hann, þegar vinur hans, nautabaninn Dominguin, varð öryrki eftir nautaat: „Sá dauði er verstur þegar ein- staklingurinn missir þungamiðjuna í lífi sínu. Það sem hann er f raun og veru. Þegar maður af fúsum eða ófúsum vilja hættir við það sem hann hefur að gefa — og það sem maður gefur gerir hann að því sem hann er — þá er maður þegar farinn að ganga afturábak í gröfina." Kynþokkadísin Marilyn og karlmennsku- táknið Hemingway frömdu hvort um sig mestu skyssu sem kyni þeirra getur orðið á: þau hreinræktuðu það. Marilyn lagði allt undir kyntöfra sína, Hemingway lagði allt undir lífsorku sína; þau höfðu gleymt sál- inni og byrjað að deyja í lifanda lífi. Hvort hinzti úrslitaverknaðurinn var flótti eða uppreisn veit enginn nema þau sjálf. Þar sem sannleikurinn liggur ævinlega í skurðarpunktinum, í þversögninni, er kannski sennilegast að viðhorf Hemingways hafi í senn verið uppreisn og flótti — bæði að því er varðaði dauðann og lífið. Ham flúði inní baráttuna og barðist í mótmæla- skyni. Hvað var það sem gerði hann svo hríf- andi sem rithöfund? Sennilega verður ekki með meiri rétti sagt um nokkurn annan en hann, að stíllinn og maðurinn hafi verið óaðskiljanlegir. í fyrstu skáldsögu sinni, „Vopnin kvödd“. var hann enn ungur, viðkvæmur og altek- Marilyn Monroe *+ inn vonblekktri hugsjónahyggju. Stíll hans var hlýr, kröftugur og persónulega lifandi. Það breyttist allt skyndilega. Greinilega má rekja áhrifin frá Gertrude Stein, hinni merki'egu Bandaríkjakonu í París, sem safnaði til sín efnilegum ungum höfundum hvaðanæva úr heiminum og hafði sterk áhrif á þá með taugaþjökuðum, dadaískum stíl sínum. Sem stílisti varð Hemingway aldrei samur maður. Hann orkar á mann með krampakenndum hætti, skáldsögur hans og smásögur eru einsog drög, ófull- gerðar. Hann hefur skorið burt hið ósegj- anlega, það sem bæði ber uppi lífið og hinn lifandi stíl, það sem skapast ekki bara með spennu og athöfnum, heldur krefst einnig persónuleika. Hann ruglar saman Wolfgang Fischer: fyrirburðum og orsökum. Hann vill ekki túlka og gefa sjálfan sig. Hann þorir ekki að kasta grímunni. Hann sækist eftir að verða goðsagnapersóna, guð í samtíman- um — og guðir eru hafnir yfir menn. Hemingway tyllti sér uppá höfuðið á sjálf- um sér og klippti á rætur hins yfirskilvit- lega. Um starf rithöfundarins segir hann: „Það er að segja sannleikann allan, skjóta engu undan, lýsa því einsog það raunverulega gerðist, hrifningunni, harminum og heift- inni og hvernig veðrið var, þá mun lesand- inn með dálítilli heppni komast að kjarna hlutanna." Hann gleymdi að það eru bara til ein- staklingsbundin sannindi, að rithöfundur verður að taka á sig ábyrgð og túlka lífið, að hrein „fréttaskrif" eru ófrjó og fallvölt, og að persónuleg reynsla finnur ævinlega sprungur þar sem hún smýgur inn, sé reynt að úthýsa henni. Þegar Hemingway tókst upp og fékk flug í stil sinn og tungutak, var það einmitt sprottið af persónulegum rótum: spennunni sem myndaðist við átökin sem hlutu að verða milli hans sjálfs og þeirrar myndar sem hann gerði af sjálfum sér og byggði allt á: hnefaleikamannsins, veiðimannsins, fiskimannsins, stríðsfréttaritarans, mannsins sem stofnaði mér í hinar mestu hættur og mannraunir, að því er virtist vegna reynsl- unnar, en í rauninni vegna goðsagnarinnar. Sjálfsmorðið sannar að hann var ekki knúinn af þörf fyrir þroskun og tjáningu eigin persónuleika, að öðrum kosti hefði hann notið næðisáranna og horft ánægður um öxl yfir æviferil auðugan að reynslu, þegar ellin færðist yfir hann. Hve taugaveiklaður og auðsæranlegur hann var, þegar um var að tefla myndina, sem hann hafði gert af sjálfum sér, lýsir bandaríski rithöfundurinn Morley Callag- han, sem Hemingway fékk til að koma með sér á hnefaleikaæfingu í París á ái-unum milli 1920 og 1930. Vegna óhapps var Hem- AMERÍSKUR 40

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.