Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 43
andlegum og veraldlegum viðhorfum sín- um hraðar og oftar en nokkur annar hefui gefið sér tíma til að gera. En vitanlega má túlka slíka umskiptingsnáttúru sem sálræn- an sveigjanleik, sem hverjum listamanni er nauðsynlegur, ætli hann sér ekki að staðna og stirðna. Ég hef löngum staðið í þeirri meiningu, að ekki sé til sá hlutur, sem ekki hafi ein- hvern tilgang eða sé gerður í einhverjum tilgangi, merkilegum eða ómerkilegum. Þar með er mér ógjörningur að nálgast nokk:- urn hlut, án þess að kynna mér tilgang hans í leiðinni, en hlutinn nálgast ég auðvitað í þeim tilgangi að seðja forvitni mína og hvers kyns langanir og girndir, sem í mér búa. Þessi tilgangsleit mín á ekki hvað sízt við um bókmenntir og aðrar listir. Þegar ég las „Kristnihald undir Jökli“, gat ég ekki að mér gert að spyrja: Hver er eiginlega meiningin? Sjálfsagt mundi Kilj- an svara eins og Óli Maggadon gerði í sína tíð — „meningen er nu egentlig god nok“. Það væri fullkomlega í anda þeirra upp- lýsinga, sem hann aðspurður hefur gefið um náttúru þessarar bókar Þar sem öll svör hans hafa verið í þvílíkum véfréttarstíl, að venjuleg manneskja fær hvorki botn né brú í neitt, verður maður að hjálpa sér sjálfur og geta sér til um meininguna — tilgang- inn. „Bókin er um kristnihald undir Jökli“, segir Kiljan. Það ætti að vera nokkurn veginn ljóst. Er bókin ádeila? Ef hún á að vera það, missir hún marks sem slík, því framsetningin er öll svo þruglingsleg, að það sem máli skiptir bókstaflega gufar upn í þessari þankaþoku. Eftir því sem ég hef komizt næst, er tilgangurinn með útgáfu þessarar bókar sá einn að koma fólki til þess að hlæja, og veitir kannske ekki af. Það hlýtur að hafa tekizt, því ég hef veitt því eftirtekt, að almennustu viðbrögð fólks við þessari bók er fliss, og þykir það gefa fullnægjandi upplýsingar um álit þess á verkinu. Þeir, sem sýnna er um að tjá hugs- anir sínar í orðum, hafa komizt svo langt að segja: „Það mun og ku liggja eitthvað mjög merkilegt undir niðri fyrir neðan botninn ef að er gáð.“ En nú vill svo und- arlega til, að botninn hefur ekki fundizt enn svo vitað sé, en þar með hljóta merki- ^egheitin eingöngu að liggja bundin í vit- nnd þeirra manna, sem af almennu rænu- leysi eða gáfumannlegri fylgisDekt við höf- undinn ganga að því vísu, að hvert nýtt verk hans sé kóróna þess fyrra. Sögupersónurnar í „Kristnihaldi undir Jökli“ — þessar goðsögulegu kynjaverur sem allar eru meira eða minna snarruglað- ar — eru svo gjörsneyddar öllum mann- legum ..clementum". að það er ekki hægt. að skilja bær, hvað þá að finna til með þeim. og blóðið rennur jafn þurrt um æðar manns við lestur bókarinnar. Lesanda hlýt- ur að standa nákvæmlega á sama um til- veru og afdrif sögunersóna, því svo fjarri standa þær öllu, sem hægt væri að kalla sannleika um manninn. Þessi skrÍDabókmenntastill, sem nú er að ryðja sér til rúms, er einhver ómerkileg- asta tegund bókmennta sem til er. Hann byggist á þeirri tækni að einangra það skringilega og fáránlega í manninum, en Halldór Laxness forkasta öllum öðrum eiginleikum, sem með samverkan byggja upp það, sem kallast mannleg vera. Oftar en ekki kallar þessi stíll fram það neikvæða og fyrirlitlega í mannskepnunni, sem ekkert annað fær vegið upp á móti. Áhrifin (ef einhver eru) af lestri slíkra ritverka hljóta ýmist að verða fullkomin andstyggð (Guðbergur) eða „alúðleg fyrirlitning" (Kiljan) á lífinu, plús örlítil vorkunnsemi áskilin höfundum. Af eigin rammleik hef ég þá komizt að þeirri heildarniðurstöðu, að þessar bók- menntir séu gerðar og gefnar út til þess eins að vekja óbeit og fyrirlitningu, sýna mönnum fram á það, að þeir séu hlægileg fífl og eingöngu það. Þykja mér stórskáld stefna huga sínum lágt, ef þeim er þá sjálf- rátt á annað borð. Þeir, sem hafa enga samúð með lífinu og sjá ekki annað en andstyggð þess og fáránleik, eiga ekki að fást við listir. Listin hlýðir ekki slíkum mönnum, eins og dæmin sanna. Þeir, sem misst hafa samúð sína með lífinu (annað hvort af auðsæld eða elli), mættu una glaðir við það að hafa einhverntíma haft hana. Hvort nokkur hlýðir þessum góðu ráðum mínum, veit ég ekki, en hitt þykist ég nokkurn veginn viss um, að þessi innan- tóma, glamurkennda gervilistmenning, sem trónir nú í öndvegi á þessu landi, eigi stutta framtíð fyrir höndum. Fyrr eða síðar gefst fólk upp á tilgerð og gervimennsku og hættir að klappa fyrir lyginni um lífið. Skrípabókmenntir eru svo ósannar, svo inn- anholar, að jafnvel þriðjaflokks grátróm- antík tekur þeim fram að listrænu gildi. Kannske er ekki til neinn allsherjar mæli- kvarði á gildi listar, en að einhverju leyti hlýtur gildi hennar að felast í áhrifamætti hennar. Áhrifamætti til góðs eða ills? kynni einhver að spyrja. Sá hinn sami hlýtur að svara sjálfum sér í samræmi við þær hug- myndir, sem hann gerir sér um hlutverk listarinnar í mannlífinu. Persónulega trúi ég því ekki, að hlutverk listarinnar sé það að vekja andúð mannsins á sjálfum sér. Það er margsannað mál, að mennirnir læra ekkert á því, að löstum þeirra sé sífellt núið þeim um nasir, og sízt af öllu ef það er gert með kaldhæðni og fyrirlitningu. Nú er ekki svo að skilja, að ég telji mannlífið hvorki geta verið skoplegt né fyrirlitlegt. Öðru nær. Aftur á móti getur Guðbergur Bergsson fyrirlitning ein eða skop eitt aldrei gefið raunsanna mynd af mannlífinu, eins og rithöfundar þykjast alla daga vera að gera. Maðurinn er í eðli sínu margslungnari en svo, að hægt sé að gera honum skil á jafn einhliða hátt og umræddir höfundar hafa leitazt við. Maðurinn er geðförótt, duttl- ungafull tilfinningavera, og það eru fyrst og fremst tilfinningar hans en ekki kaldir vitsmunir, sem gera hann að því furðu- fyrirbæri, sem nefnist manneskja. Lýsing á innri veruleika manneskjunnar, geðbrigð- um hennar, djúpstæðum tilfinningum hennar, þjáningum hennar og gleði, hlýtur óneitanlega að gera margfalt strangari kröf- ur til rithöfundarins en einhliða skoplýsing. Og varla get ég ímyndað mér að um sé að kenna ofgnótt listrænna hæfileika, að ís- lenzkum rithöfundum í dag (að örfáum undanteknum) skuli ekki takast að senda frá sér miðlungssanna persónusköpun. Ým- ist tefla höfundar fram algóðum hugsjóna- verum gegn alvondum tortímendum eða geðveikislegum skrípum, sem eiga að vera svo yfir sig drepfyndin, að lesandinn fær ekki hamið í sér þindina af tómum skemmti- legheitum. Sjálfsagt hefur fólk gott af því að hlæja af og til, en það er fráleitt að flokka hvers kyns hláturvaka undir list, einkum og sér í lagi andleg skrípalæti, sem nútímanum er mjög gjarnt að rugla saman við húmor. List á að gefa manninum en ekki firra hann því litla (eða mikla eftir atvikum) sem hann á af trausti og ást til lífsins, eða — í einu orði — fylgni við lífið. Ef hún gerir ekki annað en sýna mönnunum af- káralegt atferli sjálfra þeirra, verða þeir stöðugt verri og vitlausari. Hafi rithöfund- ur nokkru hlutverki að gegna, þá ætti það að vera að vekja fólk til vitundar um lífið og sjálft sig, vekja ástríður þess til lífsins, hrista það af þessum andlega og tilfinn- ingalega drauglífisdvala, sem fleiri en ætla mætti hafa lagzt í af tómri lífsuppgjöf. Reyndar er slík uppgjöf venjulegum mönn- um vart láandi, þegar sjálfir leiðtogar and- ans hafa viljandi eða ósjálfrátt breytt sjálf- um sér úr inntaki í umtak. Ef rithöfundar gætu skrifað sig inn í til- finningar lesenda, reyndu að vera minna fyndnir og meira sannir, hættu að skrum- skæla lífið og túlka það sem fáránlegan skrípaleik, þá fyrst mættu þeir klappa fyrir sjálfum sér. ♦ 4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.