Samvinnan - 01.08.1969, Síða 45

Samvinnan - 01.08.1969, Síða 45
Bíllinn, sem börn Isadoru og barnfóstra drukknuðu í, dreginn upp úr Signu. Isadora með börnum sínum, Deirdre (7 ára) og Patrick (3 ára) í París 1913. Isadora og Ésenín, sem hún giftist í mai 1922. Ættleiddi yfir 50 börn Isadora Duncan eyddi ekki sérlega miklu fé í sjálfa sig. í Þýzkalandi kom hún á fót skóla fyrir 20 fátækar stúlkur sem áttu að hljóta uppfræðslu samkvæmt kenningum hennar um danslist og líkamsrækt. Hún vildi veita þeim betra og auðugra líf. Seinna stofnaði hún fleiri slíka skóla, meðal ann- ars í Moskvu og París. Samtals ættleiddi hún yfir 50 börn, sem hún hafði með sér á ferðalögum sínum um heiminn — þegar foreldrarnir féllust á það. Þegar hinar fyrstu af þessum stúlkum voru orðnar nægilega leiknar, mynduðu þær dansflokk, sem varð kunnur undir heitinu „The Isadorables" og dansaði í mörgum löndum Evrópu auk- þess sem hann ferðaðist um Bandaríkin. Þrjú hamingjurík ár — og harmleikur Árið 1910, einmitt þegar hún stóð á há- tindi frægðar sinnar, hitti hún Paris Singer, erfingja hinna miklu saumavéla-auðæfa. Hann var kvæntur og fimm barna faðir. Með honum eignaðist hún soninn Patrick. Með Singer, tveimur börnum sínum og nemendunum átti hún þrjú hamingjurík ár á Riviera-ströndinni. Hún hafði nú fengið allt sem hún gat óskað sér, ást, börn og frægð. En þá kom reiðarslagið. Hinn 19. apríl 1913 áttu Deirdre, sem nú var orðin 7 ára gömul, og Patriek, sem var 3 ára, að aka í bíl með barnfóstrunni frá París til Versala. Á beygju hjá brú einni yfir Signu drap bíllinn alltíeinu á sér. Bílstjórinn steig út úr bílnum til að snúa hann í gang aftur. En hann hafði gleymt að setja handhemil- inn á, þannig að stjórnlaus bíllinn þeyttist yfir háan vegg og steyptist í ána, sem var 12 metra djúp á þessum stað. Bæði börnin og barnfóstran drukknuðu. Harmurinn og söknuðurinn eftir börnin vörpuðu Isadoru útí æðiskennt flökkulíf, og hún ferðaðist um þvera og endilanga Evrópu og Suður-Ameríku. Hjónabandsógæfa Isadora fór aftur til Moskvu þar sem hún kynntist ljóðskáldinu Sergei Ésenín, einu vinsælasta skáldi byltingarkynslóðar- innar. Hún vildi að hann kæmi með sér í dansferðalag um Ameríku, en hann fékk ekki vegabréfsáritun þangað nema hún giftist honum. Þau gengu í hjónaband árið 1922. Hún var 44 ára og giftist manni sem var 17 árum yngri. Þau áttu saman funheita ástarvímu sem lauk með hörmulegum hætti. Ésenín var ákaflega eigingjarn maður og sólginn í lífsnautnir, konur og áfengi. Heima í Rússlandi hafði honum verið hamp- að og hossað, en þegar hann var orðinn eiginmaður Isadoru, varð hann að láta sér lynda, að hún fengi alla aðdáunina. Hann sakaði hana um smáborgaraskap og skort á lífsskoðun, en hún ásakaði hann að sínu leyti fyrir drykkjuskap og hórlifnað. Þau hlutu fyrr eða síðar að slíta sam- vistum, og það varð líka með eins sögu- legum hætti og hugsazt gat. Árið 1923 hengdi Ésenín sig í sama herbergi á Angle- terre-hótelinu í Leníngrad og þau höfðu haft til umráða hveitibrauðsdagana. En fyrst hafði hann skorið sig í úlnliðinn og skrifað hinzta ljóð sitt með eigin blóði: „Vertu sæl, vina mín, vertu sæl. Þú býrð enn í brjósti mér, ástin mín.“ Hún dó ekki fyrr en hún dó Isadora var enn ekki nema 45 ára gömul, en var farin að bera merki hins órólega lífs sem hún hafði lifað í nærfellt 30 ár. Hárið, sem eitt sinn hafði verið logarautt, var farið að grána; hún lét lita það og það hékk í fjólubláum strimlum yfir herðar henni. Fagurt andlitið var orðið rist sorgar- rúnum. Hún hélt áfram að dansa, en áhug- inn á list hennar var farinn að dvína. Það var því ekki að undra þó hún tæki það sem síðustu ástargjöf lífsins til sín, þegar hún kynntist hinum unga „gríska guði“. Isadora Duncan hefur verið nefnd harm- söguleg persóna. Vanessa Redgrave, sem fer með hlutverk hennar í kvikmyndinni, er þar á öðru máli: „Mér fyndist ekki líf mitt hafa verið harmsögulegt, ef ég fengi að lifa einsog hún. Nokkur hörmuleg atvik komu fyrir hana, en samt finnst mér hún ekki hafa verið harmsöguleg. Hún lifði í réttri merkingu orðsins, hún dó ekki fyrr en hún dó, ef þér skiljið hvað ég á við.“ Hvað sem öðru líður er eitt víst: Isadora var brautryðjandi. Hana dreymdi fagran draum, og hún gerði hann að veruleik. Hún lifði lífi sínu heil og frjáls og olli byltingu í hugsunarhætti og lifnaðarháttum önd- verðrar 20. aldar. Hugsjónir hennar, hug- myndir og hæfileikar voru 40 árum á undan tímanum. En hún breytti heiminum fyrir konur okkar tíma. 4 45

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.