Samvinnan - 01.08.1969, Side 48
Fyrir sovézkum ráðamönnum vakir að
komast með áhrif sín og hernaðaritök að
baki Kína, ef svo má segja. Bandaríkja-
stjórn er hinsvegar að stíga fyrstu, var-
færnislegu skrefin til að koma sér úr þeirri
sjálfheldu sem fastheldni við úrelt mat á
aðstæðum hefur sett hana í. Til langframa
er það óþolandi aðstaða fyrir stórveldi eins
og Bandaríkin að geta á engan hátt notfært
sér í skiptum við Sovétríkin tækifærin sem
bjóðast í refskák heimsveldanna eftir vin-
slit stjórnanna í Moskvu og Peking. Hér
er að sjálfsögðu ekki um það að ræða að
Bandaríkin snúist eindregið á sveif með
öðru hvoru kommúnistiska stórveldinu, geri
við það bandalag gegn hinu. Hér er um að
ræða hina flóknu list stórveldajafnvægisins
í marghliða baráttu um áhrif og aðstöðu,
svipaða þeirri sem átti sér stað í Evrópu
á dögum Bismareks og Disraelis.
Ljósastan vott um að það er mótvægis-
stefna af þessu tagi sem fyrir Nixon vakir,
ber sú ákvörðun hans að koma við í Rúm-
eníu á hnattferð sinni. Með því slær hann
að minnsta kosti þrjár flugur í einu höggi.
f fyrsta lagi styrkir hann aðstöðu Rúmena
í viðleitni þeirra til að bjóða byrgin yfir-
drottnunarstefnu sovézku nýstalínistanna.
Síðan innrásin í Tékkóslóvakíu var gerð,
hefur stjórn Rúmeníu þrætt af mikilli leikni
þann gullna meðalveg að ögra sovétmönn-
um í engu en vísa jafnframt á bug öllum
kröfum þeirra sem skert hefðu sjálfsfor-
ræði Rúmena. Með afstöðu sinni í fyrra-
sumar gagnvart Tékkóslóvakíu lét stiórn
Johnsons í Washington það ótvírætt í ljós.
að hún kærði sig kollótta hvað sovétmenn
aðhefðust þar í landi. Enginn vafi er á að
þessi framkoma Bandaríkjastjórnar styrkti
verulega málstað innrásarinnar í Kreml.
þegar úrslitaákvörðun var tekin þar. en
varð að sama skapi Bandaríkjunum álits-
hnekkir um alla Evrópu. Nixon ætlar ekki
að gera sömu skyssuna gagnvart Rúmeníu.
f öðru lagi leggst Nixon á sömu sveif og
Kínastjórn. þegar hann styður við bakið á
Rúmenum í taugastriðinu sem sovétstjórnin
rekur gegn þeim. Ein af höfuðsyndum Rúm-
ena í augum sovétmanna er sú að beir
neita þverlega að taka þátt í áróðursher-
ferðinni geen Kína, reyndu að miðla mál-
um milli Kínverja og sovétmanna meðan
nokkur tök voru á og hafa haldið góðri sam-
búð við Kína og eðlilegum samskintum við
Kommúnistaflokk Kína allt til bessa dags.
Þegar mest hætta bótti á að Bresnéffkenn-
ingin. um rétt og revndar skyldu Sovétríki-
anna til að tukta til hvert bað sósíalistiskt
ríki sem ekki vildi lúta í hvívetna fonsið
hverra beirra undirmálsmanna, sem í bað
og bað skirtið kunna að krafsa sig upn á
valdastólana í Kreml. yrði látin koma til
framkvæmda gagnvart Rúmenum á sama
hátt og Tékkóslóvökum, gaf Kínastiórn út
yfirlýsingu sem ekki varð skilin öðru vís'
en sem aðvörun til sovétstjórnarinnar um
að láta Rúmena í friði. Sá kvittur kom unn
í Austur-Evrópu í vor. að Kínverjar hefðu
efnt til átakanna við Ussuri sökum bess að
um þær mundir hefðu horfur verið sér.stak-
lega tvísýnar í sambúð Rúmeníu og Sovét-
ríkianna. Engin leið er að segia um hvort
nokkuð er hæft í kviksögum sem þessum.
en að þær skuli þykja trúlegar sýnir mat
manna á samhenginu milli atburða á austur-
og vesturmörkum sovézka yfirráðasvæðisins.
í þriðja lagi kemst Nixon í Búkarest í
beint samband við milligöngumann sem
óhætt er að treysta að vill allt á sig leggja
til að stuðla að bættri sambúð Bandaríkj-
anna og Kína og nýtur sérstaks trausts og
virðingar Kínverja. Slíkt getur verið ómet-
anlegt, þegar um það er að ræða að koma
á tengslum eftir langvinnar og illvígar deil-
ur og alger slit á beinum samskiptum, eins
og verið hafa síðan fundir sendiherra Banda-
ríkjanna og Kína féllu niður eftir að menn-
ingarbyltingin komst í algleyming í Kína.
Meginatriðið í þessu öllu saman er tví-
mælalaust vísbendingin sem það gefur um
að í uppsiglingu er stórveldaþríhyrningur
í stað hanaslags tveggja drottnunarvelda.
Þar sem Rúmenía er hafa Bandaríkin og
Kína fundið snertipunkt fyrir stefnur sínar,
sameiginlega afstöðu gagnvart einum anga
valdstefnu þriðja stórveldisins, Sovétríkj-
anna.
Ástæða er til að leggja áherzlu á, að hið
nýja kerfi valdajafnvægis stórvelda er enn
á byrjunarstigi og verður vafalaust lengi
í mótun enn. Leifar gömlu tvískiptingar-
innar munu reynast lífseigar. Forsenda
fyrir að þríveldajafnvægið nái sér á strik
er að stjórnmálasamband komist á milli
Bandaríkjanna og Kína. Þar eru enn mörg
ljón í vegi, hið stærsta heitir Taivan. Ekki
þýðir að tala um eðlilegt stjórnmálasam-
band milli ríkjanna, meðan bandarísk her-
seta er á eynni, sem að alþjóðalögum er
fylki í Kína. Hreyfing sú sem upp er komin
í Bandaríkjunum fyrir að bæta sambúðina
við Kína, hefur efst á stefnuskrá sinni að
bandarísku herstöðvarnar á Taivan verði
lagðar niður, og telur að við það væri mik-
ið unnið.
Einnig eru uppi meðal bandarískra á-
hrifamanna hugmyndir um að Bandaríkin
sleppi hendinni af Sjang Kaisék og Kín-
verjar á Taivan og meginlandinu verði
látnir jafna sín mál, að því tilskildu að það
verði gert með samningum en ekki vopna-
viðskiptum. Kínverjar hafa fyrir sitt leyti
margoft látið í það skína, að þeir séu til
viðtals við Kuomintang-yfirvöldin á Taivan
jafnskjótt og bandarísk hernaðarítök á
eynni séu úr sögunni og yfirráð stjórnar-
innar í Peking yfir öllu kínversku landi
viðurkennd.
Það er svo í samræmi við annað á mynd-
unarskeiði þríveldakerfisins, að á síðustu
mánuðum hefur sovétstjórnin sýnt veruleg-
an áhuga á að ná sambandi við yfirvöld á
Taivan, einkum þó son og næstráðanda
Sjang Kaiséks.
Freistandi er að leiða getum að því, hver
áhrif breytingin frá hólmgöngukerfi tveggja
drottnunarvelda til jafnvægiskerfis þriggja
stórvelda kann að hafa á aðstöðu annarra
máttarminni ríkja. Slíkt verður ekki gert
til neinnar hlítar enn sem komið er, til þess
er breytingin of skammt á veg komin og
hinar óskráðu leikreglur sem gera valda-
kerfið virkt enn ómótaðar.
Nokkur atriði liggja þó í hlutarins eðli
frá öndverðu, og það helzt að þríveldakerfi
er þegar á allt er litið stöðugra en tvívelda-
kerfi. Þegar tvö reginveldi bera ægishjálm
yfir alla aðra í alþjóðlegu samfélagi, er
ætíð hætta á að jafnvægið raskist skyndi-
lega með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Annað veldið kann að telja sig hafa náð
hernaðaryfirburðum og því aðstöðu til að
ganga nær hagsmunum hins en það vill
sætta sig við, ókyrrð á öðru valdasvæðinu
kann að freista til íhlutunar af hálfu hins
keppinautsins í valdataflinu, og þannig
mætti lengi telja. Skjót og afdrifarík rösk-
un jafnvægis er mun ólíklegri, þegar þrjú
veldi eru um hituna. Þá ríkir tilhneiging
til að tvö taki höndum saman gegn hinu
þriðja að því marki sem nægir til að af-
stýra að það vaxi þeim báðum yfir höfuð.
Aftur á móti verða samningar sem varða
viðkvæmustu hernaðarhagsmuni, svo sem
takmörkun vopnabúnaðar eða afvopnun,
þeim mun vandasamari sem aðilar eru fleiri.
Óhugsandi er að þríveldakerfi verði hald-
ið lokuðu til langframa, jafnvel þótt öllum
aðilum væri það kærast. Fjórða veldið og
fimmta hljóta að geta rutt sér til rúms með
tímanum, hvenær sem þau kunna að mynd-
ast í heimshlutum eins og Vestur-Evrópu,
Rómönsku Ameríku eða Afríku, svo nefnd
séu jafnt þau svæði sem líklegust eru og
ólíklegust til stórveldamyndunar í náinni
framtíð.
Svigrúm smærri ríkja er meira í þrívelda-
kerfi en þegar tvö veldi drottna. Tvö veldi
eiga tiltölulega auðvelt með að koma sér
saman um að deila og drottna, verða ásátt
um áhrifasvæði. Eftir að þriðja veldið kem-
ur til sögunnar er slíkt miklu torveldara og
reyndar ógerlegt til langframa, þar sem
breytingar á valdahlutföllum innan kerfis-
ins eru því örari sem aðilar eru fleiri, enda
þótt einstök breyting geti trauðla orðið eins
afdrifarík og í tvíveldakerfi, eins og lýst
var að framan.
Þróun þríveldakerfis fyrst í stað er mjög
háð ríkjandi aðstæðum hvers stórveldis um
sig, bæði heimafyrir og út á við. Áður var
að því vikið, hversu stríðið í Vietnam hefur
verið Bandaríkjunum til trafala að notfæra
sér að nokkru ráði deilu Sovétríkjanna og
Kína. Reynslan þar gerir Bandaríkin treg-
ari en áður að grípa til hervalds út um
allar jarðir til að skipa málum að sínum
geðþótta. Á hinn bóginn hefur innrás Sov-
étríkjanna í Tékkóslóvakíu styrkt aðstöðu
Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu, þar sem
ítök þeirra höfðu farið stöðugt rénandi um
nokkurra ára skeið.
Eftir innrásina í land Tékka og Slóvaka,
þjóða sem frá fornu fari hafa borið vinar-
hug til stóra frænda í austri, eru Sovétríkin
ámóta vinsæl í Austur-Evrópu og Banda-
ríkin í Rómönsku Ameríku. Áhrifasvæðin
valda báðum þessum stórveldum erfiðleik-
um, sem allar horfur eru á að ágerist eftir
því sem tímar líða. Kína stendur að því
leyti betur að vígi, að það hefur ekkert
áhrifasvæði að burðast með. Ljóst er að
fyrir valdhöfum í Peking vakir að hasla
sér völl á alþjóðavettvangi sem forusturíki
og málsvari þjóðanna sem byggja vanþróuð
lönd Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku.
Hér er ekki rúm til að rekja ástand inn-
anlands í stórveldunum þremur, enda helztu
vandamálin sem öll eiga við að stríða nokk-
uð kunn hverjum þeim sem fylgist með
heimsfréttum. En ástæða er að leggja á það
áherzlu, að framvinda innanlandsmála á-
kvarðar að verulegu leyti utanríkisstefnuna,
hjá stórveldum jafnvel enn frekar en öðrum
ríkjum. 4
48