Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 49
Einar Hákonarson: UM MYNDLIST Það er engu líkara en þeir sem tala og skrifa um listir, einkum gagnrýnendur, ein- skorði orð sín við t. d. eina sýningu eða einn listamann, án þess að gera grein fyrir þeim hugtökum sem þeir nota. Skýringar á eðli listarinnar og tilgangi hennar eru látn- ar víkja fyrir spjalli um einstök verk eða athugasemdum um smámuni. Almenn fræðsla um myndlist er tæpast til, og þess vegna getur hinn almenni á- horfandi ekki gert sér grein fyrir hvað honum er boðið upp á. Þessi hörmulega staðreynd er meginorsök þess vanþroska, sem þjóðin þjáist af hvað myndlist snertir. Þeir sem láta þessi mál til sín taka — og þau koma vissulega öllum við — verða að gera sér ljóst, að þeir hafa ábyrgð. M. a. er ábyrgð þessara manna og raunar megin- hlutverk þeirra að auka myndlistarþroska þjóðarinnar, því myndlistarþroski er það eina sem getur örvað góða og heiðarlega myndlist. Vanþroskinn getur aftur á móti opnað leiðir fyrir meindýr í heimi listar- innar. Ég vil hér í fáum orðum reyna að sýna fram á, hvernig myndlistarþroski og skiln- ingur á myndlist hefur áhrif á menningar- líf þjóðar og forðar listinni frá upplausn og ruddamennsku. Þetta verður bezt gert með fáeinum út- skýringum á eðli og tilgangi listarinnar og sambandinu milli áhorfandans og lista- mannsins, en það er einmitt þar sem þroski og dómgreind almennings skiptir mestu máli. Hér á eftir styðst ég að nokkru leyti við grein eftir Sir Herbert Read, hvað varðar útskýringar á hugtökum innan mynd- listarinnar, en að öðru leyti er þetta spjall almenns eðlis. Samband listamannsins við fólkið er fyrst og fremst fólgið í því, að hann finnur vissa þörf til túlkunar á einhverju (objekt) í nærveru sinni, og fullnægir þessari þörf, og að þeir, sem sjá verk hans, skynja þessa þörf og þá fullnægju, sem verkið veit- ir henni. Þetta getur í fljótu bragði virzt annarlegt, því listamaðurinn hefur ef til vill ekki reynt að flytja neinn boðskap, heldur aðeins unnið af persónulegri þörf. En sé svo, að hann fullnægi sinni persónu- legu þörf, þá fullnægir hann einnig þörfum annarra — þá hefur sambandið milli lista- manns og áhorfanda kviknað. Það kemur fyrir að menn skynja eitthvað heillandi eða fyndið við umhverfi sitt, sem öðrum er fyrirmunað að njóta. Þetta mætti kalla einkabrandara þessara manna. í mörg- um tilfellum er þetta uppi á teningnum þegar menn fara að viðhafa allskyns klast- ur og klístur. Hvaða þýðingu hafa þessir einkabrandarar þeirra fyrir aðra? Þessir menn hafa gleymt, að listin er hinn lifandi tengiliður milli áhorfandans og listamanns- ins. Það er hægt að skilja löngun manna til að fremja list sína í andstöðu við menn- ingararfleifðir. Allir listamenn hafa viljað brjóta gamlar akademískar venjur. Það var þetta, sem dadaistarnir og súrrealistarnir reyndu, en það ömurlega með hluta af nú- tímalist er, að hún er að endurtaka það sem löngu er búið að gera, það sem þegar hefur náð tilgangi sínum. Munurinn er að- eins sá, að dadaistarnir varðveittu sinn per- sónulega stíl í róttækri byltingu sinni gegn þáverandi hugmyndum um myndlist — þeir voru listamenn þrátt fyrir allt. Dadaistar eins og t. d. Duchamp og Schwitters gátu í hugsun sinni og framkvæmd varðveitt persónuleika sinn og séreinkenni, þ. e. a. s. öðlazt stíl. Hugmyndir þeirra verða ekki endurteknar. Hér verður að minna á, að hugmynd getur haft séreinkenni, eins og yfirleitt allt, hvort sem um hreyfingu eða verknað er að ræða. Þetta er það sem gefur „action painting“ gildi. En verknaðurinn verður að miða að einhverju ákveðnu, verð- ur að hitta í mark þar sem sízt skyldi vænta, og vekja þannig eftirtekt. Þetta ger- ir það augljóst, að einhæf endurtekning þess, sem áður er gert, er tilgangslaus og hefur engin séreinkenni. Endurtekning er samanþjappaður vanmáttur. Það er ekki undarlegt þótt á tímum glæpa og eyðandi heimsku geti rudda- mennskan gerzt staðgengill séreinkennanna í listum. Þetta er vissulega eðlileg andstæða við siðfágun. Þessvegna eykst ruddamennsk- an þegar séreinkennin minnka. Rudda- mennskan getur leitt af sér angist. Angistin getur vissulega haft tilgang í listinni, getur vakið vissa eftirtekt og verkun. Þótt undar- legt sé, liggja tengsl milli ruddamennsku og fegurðar, líkt og maður verður næmari fyrir þögn eftir þrumu. En það er ekki þetta, sem ruddamennska okkar tíma not- færir sér, heldur skilur aðeins eftir við- bjóð og hrylling — ringulreið. Vissulega er listin hafin yfir efni og að- ferðir, en listaverkið sjálft verður að vera hið lifandi samband milli listamanns og áhorfenda. Listaverk eru ekki hlutir án sér- einkenna, því sá hlutur, sem skortir sérein- kenni, er uppgjöf við sköpun. Það er vissulega hægt að þola mikla sjálfselsku hjá þeim sem eitthvað hafa fram að færa sem einstaklingar, en andóf sem miðar að sundrung og hefur ekkert fram að færa er tæpast hægt að taka alvarlega. Sýningar margra nútímalistamanna er ekki heldur hægt að taka alvarlega. Áhorfandinn verður einfaldlega leiður á þessu algera agaleysi, enda ekki hægt að ætlast til að nokkur geti skynjað sætleikann í einka- bröndurum sumra þeirra. En ömurlegasta skúmaskotið í þessum rústum vanmáttar og efa er það, að vissir gagnrýnendur hafa bitið á agnið, eins og til var ætlazt. Gagnrýnendur, sem lenda í þeirri gildru, þvinga áhorfendur til að horfa alvarlegir á fáránlegar tiltektir. Þessir ó- lánsömu gagnrýnendur hafa ratað í þá raun að verða leiðir á sjálfum sér, eins og marg- an hendir á þessum tímum, ekki sízt hinn almenna áhorfanda. Þetta fólk hefur glatað þeirri skerpu og því næmi, sem verður að hafa til að geta tileinkað sér listaverk. Jafnömurlegt er til þess að vita, að þeir sem ráða fyrir sýningarsölum og listaverka- verzlunum skuli ýta undir þennan skrípaleik menningarlegrar hnignunar, knúðir af tómahljóði pyngjunnar. Menningunni er sífellt hótað af upplausn og tæringu, engu síður en efniskenndum hlutum, og sama er að segja um lifandi verur; þær deyja allar að lokum, en stofn- inn endurnýjast í sífellu. Ég vona að öllum sé ljóst, að listin er endurnýjun mannsandans. Með listinni reynum við að verjast upplausn og eyð- ingu. Það er ekki nóg að vilja og hugsa vel, heldur er það listaverkið sjálft, hið lifandi samband milli listamannsins og áhorfand- ans, þörf listamannsins til að túlka og skilja umhverfi sitt, sem skiptir máli. Það er fyrir milligöngu þessara hluta, sem listin öðlast gildi, á því augnabliki sem áhorfand- inn finnur sinni eigin þörf til túlkunar fullnægt. Þeir þættir þjóðfélagsins, sem eru undir- rót ábyrgðarleysis og uppgjafar, eru alltaf fyrir hendi og fara sízt minnkandi, þangað til við getum stöðvað hina eyðandi heimsku, sem einlægt skýtur upp kollinum í þessu staðlaða múgþjóðfélagi, þar sem mat á verðmætum er sífellt háðara skrumi og skjalli. í dag á listin í baráttu við meðalmennsk- una, þar sem séreinkennin glatast; en glat- ist þau, tekur ruddamennskan við og mann- leg hugsun verður getulaus. Heimurinn sekkur niður í forað heimsku og rudda- skapar. 4 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.