Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 52
Vorverk leikhúsanna í Reykjavík urðu færri en búast hefði mátt við, nánar tiltekið eitt nýtt viðfangsefni í hvoru leikhúsi frá marz- byrjun, og lauk vetrinum svo að hvorugt þeirra sýndi nýtt verk eftir innlendan höfund. í Þjóðleikhúsinu stafaði ördeyðan af því að bandaríski söngleikur- inn „Fiðlarinn á þakinu“ bókstaflega ruddi burt tveimur fyrirhug- uðum verkefnum vorsins, öðru þeirra íslenzku. og lagði undir sig hvert einasta sýningarkvöld til júníloka, iafnvel einnig hefðbundið fríkvöld leikara á mánudögum. Sýningar á ,.Fiðlaranum“ urðu sam- tals 67, allar fyrir fullu húsi, enda sáu 40.000 manns verkið. Það er að sjálfsögðu gleðiefni þegar svo vel gengur og hagnaður leik- hússins verður jafnálitlegur og raun bar vitni, en hinu verður ekki neitað að amerísk músíköl mega teljast harla rýr kostur hjá ríkis- leikhúsi í hartnær fjóra mánuði. Forráðamenn Þjóðleikhússins hafa skýrt frá því, að á liðnum vetri hafi aðsókn að sýningum þess glæðzt, áhorfendur urðu 15.000 fleiri en árið áður, sem er ánægjuefni. en hitt kynni að vekia til alvarlegrar íhugunar, að af ríflega 90.000 áhorfendum vetrarins sáu 40.000 ,.Fiðlarann“ eða nálega helmirgur. en önnur ellefu viðfangs- efni leikhússins, allt meðtalið. sáu 50.000 manns. Þessi þróun er vissulega umhugsunarverð og gefur sízt tilefni til einskærrar biart , . i r~rr ’tti svni. Að því var vikið i síðasta Leikhússpjalli (2. hefti 1969). að sialdan hefði risið á Þjóðleikhúsinu verið lægra en á liðnum vetri. og va'-í’S síðasta verkefni leikársins einungis staðfesting á þvi. Verkið er fag- mannlega samið, ísmeygilegt og mátu'ega tilfinningasamt. magna^ sterku andrúmslofti og ,.réttum“ boðskan. tónlistin miög áhevrileg og viða ljómandi falleg, En bað er að heita má gersneytt listrænum eigindum og leikrænum tilþrifum. Það er samið til afbreyingar oe er í öllu tilliti hin hollasta og bezta afbreying. stundargaman — en ekkert þar framyfir. Þó óréttmætt sé að fordæma með öllu afbrevingarviðleitni Þió*- leikhússins, ekki sízt þegar hún færir því fiárhagslegan ábata, ev ekki hægt að mæla hinu bót að léttmeti á borð við ,.Fiðlarann“ skuli vera meginuppistaða heils leikárs. ásamt með öðru músiksli . Deleríum búbónis", sem er að vísu af innlendri rót. Með slíkn verkefnavali og þó fyrst og fremst með auglýsingaskrum’-’u kringum slík verkefni er stefnt útí menningarlega og leiklistarleg'. ófæru. Sýningin á „Fiðlaranum á þakinu" var í flestu tilliti ákaflega vel unnin, þó viðvaningsbragur væri á túlkun margra hlutverka. Heild- arblær hennar var góður og hópatriðin mörg fjörleg, en það sem réð úrslitum um gengi verksins var túlkun Róberts Arnfinnssonar á aðalhlutverkinu, Tevje, og má til sanns vegar færa að Róbert bæri uppi starfsemi Þjóðleikhússins á liðnum vetri með þessu hlutverki og snjallri túlkun sinni á Púntilu. Ekki getur það beinlínis talizt eðlileg þróun í svo stórri og mikilvægri menningarstofnun sem Þjóðleikhúsið er, að öll starfsemi hennar í heilt ár velti að meira eða minna leyti á frammistöðu eins manns. Hér er um svo alvarlega skinulagsveilu að ræða, að til vandræða horfir, verði ekki þegar gerð gangskör að því að móta nýja og raunhæfa stefnu í leikhúsinu, þar sem sett verði önnur og veigameiri markmið en afþreying og fiáröflun. Á vetri komanda verður Þjóðleikhúsið tvítugt, og væri þá vel við hæfi að endurskoða listræna stefnu þess og hlutverk í þjóðlífinu og helzt að losa það við hina uppþornuðu öldunga í stjórn þess. Leikfélag Reykjavíkur bauð uppá mun fróðlegri og veigameiri verkefni á síðasta leikári en Þjóðleikhúsið, þó þau færust því mis- iafnlega úr hendi. Síðasta viðfangsefnið, „Sá sem stelur fæti er heppinn í ástum“ eftir Dario Fo, vakti þó minni hrifningu en ætla hefði mátt eftir sigurgöngu einþáttunganna í „Þjófar, lík og falar konur“ um árið. Þetta stafaði meðfram af því að leikritið er ekki eins þétt í sér eða hugtækt einsog hinir hnitmiðuðu einbáttungar. en meginorsökin hygg ég að hafi verið sú, að hinn rétti blær og hinn rétti tónn náðust ekki fullkomlega: heildartúlkunin varð með einhverjum hætti of „raunsæ" eða jarðbundin, þó einstakir leikend- ur skiluðu hlutverkum sínum ágæta vel. Ber þar fyrst og fremst afi nefna Jón Sigurbjörnsson sem lék Attilio af sönnum glæsibrag Pteindór Hjörleifsson var nokkuð tvíátta í túlkun sinni á AdoIIo framanaf. en náði sér á strik þegar frá leið og gerði marga hlut.i stórvel. Helga Bachmann kom eilítið á óvart með túlkun sinni á Dafne. sem var meðal hins minnisstæðasta í sýningunni. Helgí Skúlason setti leikinn á svið og fórst það vel úr hendi með þeim fyrirvörum sem áður voru nefndir. Vorverk Leiksmiðjunnar undir forustu Eyvinds Erlendssonar var „Frísir kalla“, samið af leiksmiðunum sjálfum. tíu manna hópi ungra og áhugasamra leikara. Þetta annað verkefni Leiksmiðjunnar (hið Helga Bachmann, Steindór Hjörleifsson, Jón Sigurbjörnsson og Guðmundur Pálsson i „Sá Róbert Arnfinnsson (Tevje) og Guðmunda sem stelur fœti er heppinn í ástum" eftir ítalska leikritahöfundinn og leikarann Dario Fo. Eliasdóttir (Golda) í „Fiðlaranum á þakinu". 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.