Samvinnan - 01.06.1971, Page 3
Raufarhöfn, 15. maí, 1971
Hr. ritstjóri.
Þú hefir kvartað yfir því, að
Samvinnunni berist of fátt af
bréfum frá lesendum urn efni
og frágang ritsins, og stundum
hefir það verið þó nokkuð, en
verulega dregið úr því upp á
síðkastið, þ. e. ef þú hefir látið
birta það allt, sem kann að
hafa borizt. Þú hefir látið orð
um það falla, að þú tækir
þakksamlega við allri gagnrýni,
hvort sem væri lof eða last, og
allt þar á milli. En vitanlega
mun þér sem flestum öðrum
þykja lofið gómsætara, og er
það mannleg náttúra. En „af
misjöfnu þrífast börnin bezt,“
segir máltækið, og mun það
raunar eiga við fleiri aldurs-
skeið en bernskuna. Ég held
það eigi við ævina alla. En
sleppum því; annað er í efni.
Ég hefi verið áskrifandi að
Samvinnunni í rúmlega 40 ár,
og undir minum höndum er
ritið allt frá byrjun. Það er
orðið mikill bunki og þar margt
skelegglega hugsað og skrifað
um samvinnustarfið og gildi
þess fyrir þjóðfélagið, og þó
einkum fyrir þá fjölmörgu ein-
staklinga þess, sem meira eða
rninna stóðu og raunar standa
enn höllurn fæti innan þess;
um samhjálp í verzlunar- og
framleiðslumálum ásamt vöru-
vöndun og allskonar fræðslu
um afkomumöguleika með auk-
inni samvinnu og félagsþrosk-
un. Þeir menn, sem um þessi
mál skrifuðu og rökræddu, voru
fáir einir langskólamenn, höfðu
flestir aðeins gengið í skóla
lífsins, sem við raunar öll
göngum í, höfðu stundað sjálfs-
nám i tómstundum og dregið af
því lærdóma ásamt með eigin
lífsreynslu og af því skapað sér
hugsjónir til að lifa fyrir og
hrærast í til heilla fyrir sitt
samfélag, starfa eftir þeim
rauða þræði sem fólst í þessu
kjörorði: „Ræktun lýðs og
lands“. Ekki með því að heimta
flest, sem til þurfti á hverjum
3