Samvinnan - 01.06.1971, Síða 12

Samvinnan - 01.06.1971, Síða 12
GuSmundur Ingi Kristjánsson, Holti, Önundarfirði: Str jálbýli og skólaskylda Þegar sú skólalöggjöf, sem enn gildir að mestu, var sett árið 1946, var ákveðin almenn fræðsluskylda allra barna og unglinga frá 7 til 15 ára aldurs. Frá þessu voru þó heimilaðar undanþágur. Sú var mest, að í einstökum skólahverfum mátti fræðsluskyldu ljúka við 14 ára aldur. Þetta var allvíða fyrst i stað, ekki einungis í sveitum, heldur einnig í ýmsum sjávar- þorpum. Smám saman hefur hin almenna regla komizt á víðar og víðar, eftir því sem húsakynni og aðrar ástæður hafa leyft. Enn eru þó nokkrir „undanþáguskólar“, einkum í strjálbýlum sveitahéruðum. Lögin um fræðslu barna gera einnig ráð fyrir mismunandi löngum árlegum starfstíma skólanna. Þar segir svo: „Skólar í kaupstöðum og þorpum með 1000 íbúum eða fleiri skulu starfa sem næst 9 mánuði á ári. Aðrir heiman- gönguskólar og heimavistar- skólar skulu starfa eigi skem- ur en 7 mánuði á ári, svo fremi að barnafjöldi leyfi það.--- í heimavistarskólum og heim- angönguskólum i sveitum er heimilt að skipta námstíman- um í tvennt milli deilda þann- ig, að hvert barn fái a. m. k. 31/2 mánaða kennslu, enda fylg- ist kennarinn með heimanámi barnanna þann tíma, sem þau sækja ekki skólann að vetrin- um.“ Fram til þessa hefur starf- semi skólanna mótazt af þess- um ákvæðum. Þannig hafa flestir barnaskólar í sveitum skiptikennslu. En í unglinga- deildum (13—15 ára) er þó víð- ast samfelld 7 mánaða kennsla. Frumvarp það um grunn- skóla, sem lagt var fyrir síð- asta Alþingi, gerir ráð fyrir 12 veigamiklum breytingum frá þessu. Skólaskylda lengist um eitt ár upp í 9 ár. Starfstími skylduskólans á að vera 9 mán- uðir í öllum árgöngunum. Hvergi er gert ráð fyrir skipti- kennslu. Ekki eru ráðgerðar undanþágur frá þessu nema fyrst í stað. Með þessu er ætlazt til þess, að öll börn á landinu njóti sömu aðstöðu til náms og séu skyld að nota þá aðstöðu í 9 ár, nema því aðeins að þau nái tilskildum námsárangri á skemmri tima. Það er þvi eðli- legt, að menn velti því fyrir sér, hvernig þessu verði komið í framkvæmd á þeim svæðum, sem hafa erfiðasta aðstöðu, t. d. i vestfirzkum sveitum. Þar hefur sums staðar vantað einna mest á, að fullnægt sé þeim atriðum, sem ætlazt er til með gildandi skólalögum. En þaðan hafa líka komið ákveðn- ar kröfur um að jafna aðstöðu allra landsbúa til náms, bæði skyldunáms og framhaldsnáms. Til að jafna þá aðstöðu þarf fleira til en lagaákvæði um skólaskyldu. Orkar tvímælis f sjálfu sér orkar tvimælis, hvort skólaskylda til 16 ára aldurs er nauðsynleg eða æski- leg. Hún virðist eiga að koma hér af tveimur ástæðum. Önn- ur er vaxandi tízka í nálægum löndum, sem við miðum við. Hin er sú, að fólk innan 16 ára er talið eiga litilla kosta völ á vinnumarkaði, og þvi á að gera þvi skylt að afla sér sem beztr- ar menntunar. Þetta þarf þó ekki að vera alls staðar. í sum- um þorpum úti um land geta unglingar fengið verulega vinnu. Fermingardrengir ráða sig í ákvæðisvinnu jafnskjótt og þeir losna úr skólanum (í byrjun mai), en sóknarprestur- inn biður þá ljúfmannlega að ráða sig ekki svo, að þeir geti ekki komið til hans i þá krist- indómstíma, sem enn eru eftir fyrir ferminguna. Og þeir eru til, sem sitja áhugalausir með hangandi hendi yfir bókum sínum síðasta skyldunámsvet- minn, en eru brennandi í and- anum, þegar þeir geta rennt færi eða rétt hönd i atvinnulifi staðarins. Það er enginn vel- gerningur að binda slika ungl- inga við skólastofuna einn vet- ur enn, enginn velgerningur við þá sjálfa né heldur við þann skóla, sem þeir sitja í. í greinargerð eða athuga- semdum við grunnskólafrum- varpið er sagt, að lenging skólaskyldu sé verulegt fjár- hagsatriði fyrir þá, sem i dreif- býli búa, vegna þess að ríkis- sjóður taki þátt í heimavistar- kostnaði nemenda á skyldu- námsstigi, og muni svo verða áfram, þótt skólaskylda lengist um eitt ár. Þessa þátttöku ber engan veginn að vanmeta, en á það hefur verið bent, að rik- issjóður getur alveg eins veitt þessa aðstoð, þó að nemend- urnir séu ekki i skyldunámi. Og víst er um það, að fé það, sem Alþingi hefur veitt til að jafna aðstöðu nemenda til fram- haldsnáms, hefur ekki runnið til nemenda i skyldunámi. Þessi viðbára er þvi markleysa. Talið er að 82% unglinga hafi árið 1937 haldið áfram námi eftir að skyldunámi lauk. Ef til vill hefur hlutfallið hækkað siðan. Það er ágætt, þvi að æskilegt er, að unglingar noti þessi ár sem bezt til náms. En séu þeir einhverjir, sem hafa engan áhuga á námi, en geta fengið hentugt starf, sem þeir sækjast eftir, þá eiga þeir að vera frjálsir ferða sinna. Óski þeir síðar að taka upp náms- þráðinn, á skólakerfið að taka við þeim. Nú er einmitt talað um að opna þurfi skólana fyrir almenning á ýmsum aldri. Sig- urður E. Guðmundsson sagði nýlega i útvarpserindi frá Norðurlandmóti menningar- og fræðslusamtaka alþýðu. Þar var rætt um opnari skóla, og einn ræðumaður talaði um nauðsyn þess að létta af ein- okun unga fólksins á skólunum. Og samtímis heyrast raddir frá dönskum skóiamönnum á þá leið, að finna þurfi verksvið fyrir athafnafúsa en bókleiða stráka, svo að kraftar þeirra og hæfileikar notist þjóðfélag- inu til gagns. Athugasemdir grunnskóla- frumvarpsins taka fram, að víða í sveitum sé skólaskylda enn stytt með þeim hætti, að börn hefji ekki skólanám fyrr en 8, 9 eða jafnvel 10 ára göm- ul. Þessi stytting námstimans á að vísu að hverfa á nokkrum árum, en þó segir í greinargerð- inni, að það væri mikil réttar- bót, ef þeim unglingum, sem þar eiga hlut að máli, væri tryggt nám til 16 ára aldurs. Misjöfn aðstaða Þar sem skólarnir fá ekki börnin til náms fyrr en 8, 9 eða jafnvel 10 ára, fer námsárang- urinn að miklu leyti eftir því, hve læs börnin eru, þegar þau hefja nám. Sum börn koma prýðilega læs frá heimilum sín- um, en önnur mega heita ólæs. Þetta stafar bæði af ólikum hæfileikum og mismunandi umhyggju heimilanna, enda aðstaða mjög misjöfn. En börn- in búa að þessu allan skóla- tímann, og úr þvi verður ekki bætt með lengingu skólaskyld- unnar upp á við. Úrbæturnar verða að koma á réttum tíma, 7, 8 og 9 ára börnum til gagns. Grunnskólafrumvarpinu fylg- ir að vísu þessi athugasemd: „Kennsla yngstu barnanna i sveitum landsins, m. ö. 0. lestr- arkennslan, er vandamál sem ekki er til einföld lausn á“. En þar segir lika: „Á það er litið alvarlegum augum, ef höfð eru af börnum og ungmennum réttindi þeirra til menntunar“. Þessi alvarlegu augu ríkis- valdsins þurfa að sjá um, að ■

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.