Samvinnan - 01.06.1971, Page 14

Samvinnan - 01.06.1971, Page 14
Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Söðulsholti: Peningar sem skila sér í sveitahéruðum á Mið-Vest- urlandi fara nú fram töluverð- ar breytngar á skólahaldi. Á þessu svæði eru 5 skyldunáms- skólar, sem upphaflega voru heimavistarskólar, en hafa nú flestir tekið upp daglegan akst- ur með nemendur, en þó eru um kyrrt í skólunum þeir nem- endur, sem lengst eiga heim. Skóli sá, sem ég starfa við, Laugargerðisskóli, er enn ein- göngu heimavistarskóli. Skól- inn er þegar orðinn of lítill, og háir það starfsemi hans; leyfi fæst ekki til stækkunar þar sem stefna fræðsluyfirvalda virðist vera sú, að farið verði út í daglegan akstur. Laugar- gerðisskóli er fyrir 4 hreppa á sunnanverðu Snæfellsnesi og Helgafellssveit og Skógar- strönd, sem eru á norðanverðu Snæfellsnesi og eiga því yfir fjallveg að sækja. Sá bær sem lengst á að sækja í skólann sunnanfjalls er í 100 km. fjar- lægð. Skólahéraðið er því mjög illa fallið til daglegs aksturs með nemendur, því jafnvel þótt farið yrði út í akstur í þeim hreppum, sem næstir eru skól- anum, þá eru vegalengdir samt mjög miklar og vegir oft slæm- ir. 7 ára börn fá 15 kennsludaga 8 — — — 26 — 9 — — — 66 — 10 — — — 72 — 11 — — — 79 — 12 — — —109 — 13 — — —133 — 14 — — —145 — Þessi skamma skólaganga gerir miklar kröfur til heimil- anna um aðstoð við börnin, og er aðdáunarvert, hve vel mörg heimili rækja þetta hlutverk. Heita má að byrjendakennsla í lestri, skrift og reikningi sé að langmestu leyti í höndum heimilanna; skólinn veitir að vísu visst aðhald og leiðbein- ingar, og eins hefur skólinn eftirlit með heimanáminu síð- ar. Þótt merkilegt megi teljast, hefur heildarnámsárangur sveitabarna ekki verið lakari en þéttbýlisbarna þrátt fyrir þessa skömmu skólavist. En með þeim auknu kröfum, sem farið er að gera til náms í barnaskólum, t. d. í tungumál- um og eðlisfræði, sem hvort- tveggja eru greinar, sem að m'ög takmörkuðu leyti er hægt að nema fjarri kennara, þá vandast málið. Mér hefur svo oft dottið í hug, hvort við gæt- um ekki aukið aðstoð skólans við börnin í heimanáminu með sjónvarpi, útvarpi og landssím- anum, við sem höfum þessa yndislegu sveitasíma, allir á einni linu. Það skyldi nú eiga eftir að teljast til hlunninda? En svo ég haldi áfram að telja upp galla heimavistar- skólanna, þá eru þeir dýrir í uppbyggingu og kostnaðarsam- ir í rekstri fyrir foreldra. Gæzlulið skólanna er alltof fá- mennt, og ef skólarnir ættu að geta gegnt hlutverki sínu sem uppeldisstofnanir, þyrfti að stórauka framlag til gæzlu. Við núverandi aðstæður er gæzlan mjög lýjandi starf og auk þess illa launað, og er þetta tvennt ugglaust ein ástæðan fyrir einu vandamáli heimavistarskól- anna, þ. e. a. s. sifelldum kenn- araskiptum sem eru afar óholl börnunum. Hjá okkur hafa flestir bekkir barnaskólans aldrei haft sama kennara tvö ár í röð. Kostir heimavistarskóla Kostir heimavistarskóla eru aftur þeir, að víða í sveitum alast börn upp við fámenni og fábreytni, og þau hafa þvi gott af þeirri félagslegu aðlögun, sem þau verða að temja sér í heimavistum. Bekkjardeildir eru yfirleitt fámennar, og börnin hafa fasta lestíma og njóta þá leiðbeininga kennara. Einnig má telja að sjálfsnám, þegar heim er komið, sé þrosk- andi fyrir þá, sem því geta sinnt. Daglegur akstur getur hentað sums staðar, en hann er þó engan veginn gallalaus, og ég get ekki séð að nokkurt jákvætt uppeldislegt gildi sé fólgið i tveggja til þriggja klukkustunda daglegum ferða- lögum í köldum jeppum á slæmum vegum, og þá eru enn óleyst vandamál þeirra, sem lengst eiga að, og hef ég heyrt að t. d. sjö ára börn séu látin vera um kyrrt í heimavistum allan veturinn, reyndar með því að fara heim um helgar, en slikar fjarvistir tel ég alveg óforsvaranlegar. Sumarskólar fyrir yngri börn? Komið hefur fram hugmynd um litla skóla fyrir minni svæði fyrir 7, 8 og 9 ára börn með daglegum akstri; slíkt myndi létta miklu bæði af heimilum og heimavistum, en þó er þetta engan veginn vandalaust vegna strjálbýlis og ófærðar. Og hvar á að fá kenn- ara? Kannski koma til staðar- uppbætur og bjarga öllu við. Uppástungu hef ég séð um sumarskóla fyrir þessi yngri börn, þar sem færð hamlar vetrarfe ðalögum, máske myndi það reynast vel. Lengri árleg skólaganga og skólaskylda Þegar og ef hið nýja grunn- skólafrumvarp verður að lög- Skólahald í strjálbýli er allt- af háð vissum vandkvæðum, sem ekki þarf að taka tillit til í þéttbýli, og eru þar helzt: Sérlega litlir tekjustofnar til að standa straum af kostnaði við skólahaldið, miklar vegalengd- ir, slæmir vegir og ófærð. Nú er farkennslan víðast liðin undir lok og ýmist komnir heima- vistarskólar og þá oft fyrir stór svæði eins og hér er, og eru þá möguleikar á nokkuð fjöl- breyttri kennslu, eða skólar, sem halda uppi daglegum akstri með nemendur eins og fyrr var nefnt. Gallar heimavistarskóla Báðir þessir möguleikar hafa sína kosti og galla. f heima- vistarskólum eru börnin mikið fjarvistum við foreldra sína, og að mínu áliti er ekki gerlegt að auka þær fjarvistir að mun, og njóta þá sveitabörn margfalt minni kennslu í skóla en þétt- þýlisbörn eða eins og tafla yfir skólaárið 1970—’71 í Laugar- gerðisskóla sýnir;

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.